Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Golli Gamla Reykjavíkurapótekið Hugmyndir eru um að breyta húsinu í hótel. Skúli Hansen skulih@mbl.is „Menn hafa áhuga á að skoða þenn- an möguleika og það er náttúrlega engin spurning að þetta er eitt glæsilegasta húsið í borginni,“ segir Karl Steingrímsson, eigandi Austur- strætis 16, en Reykjavíkurborg hef- ur borist fyrirspurn frá Frey Frostasyni arkitekt þess efnis hvort leyft yrði að starfrækja veitingahús á fyrstu hæð og hótel á efri hæðum fasteignarinnar, sem gjarnan er kennd við Reykjavíkurapótek. Að sögn Karls fer málið fyrir skipulagsráð Reykjavíkur næstkom- andi mánudag. Aðspurður hvort innbú hússins sé friðað segir Karl svo ekki vera. „Það sem er friðað er ytra byrðið og stigahúsið sunnan- megin, þar sem lyftan og stytturnar eftir Guðmund frá Miðdal eru,“ seg- ir Karl og bætir við: „Þannig að allt innra skipulag býður vel upp á það að búa þarna til hótel.“ Spurður út í fyrirspurnina segir Freyr Frostason að verið sé að kanna hvort Reykajvíkurborg sé tilbúin að skoða það að þetta hús verði að hóteli. „Það eru eigendur hússins sem hafa áhuga á því að kanna það og ég sendi því þetta bréf fyrir þeirra hönd,“ segir Freyr. Vilja breyta gamla apótek- inu í hótel  Kanna áhuga Reykjavíkurborgar Austurstræti 16 » Reykjavíkurapótek var byggt árið 1917 eftir teikn- ingum Guðjóns Samúelssonar. » Í húsinu hefur verið rekin ýmiss konar starfsemi. Þar var lengi rekið Reykjavíkurapótek. Frá 1918 til 1924 starfaði Landsbankinn þar og árið 1929 fluttist skrifstofa borgarstjóra þangað auk fleiri skrifstofa borgarinnar og voru þær þar allt til 1991 þegar ráðhúsið við Tjörnina var tekið í notkun. » Á síðustu árum hafa ýms- ir skemmtistaðir verið starf- ræktir á jarðhæð hússins, þ.á m. Apótekið og Esja-bar. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar fjallar um beiðni til breytinga á húsinu Austurstræti 16 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Lind Ingvarsdóttir mli1@hi.is „Krabbameinssjúklingar og að- standendur þeirra eru áhyggjufullir og kvíðafullir yfir því hvort það tak- ist að leysa þessa deilu áður en í al- gjört óefni kemur,“ segir Ragnheið- ur Haraldsdóttir, forstjóri Krabba- meinsfélagsins, um yfirvofandi uppsagnir tæplega 300 hjúkrunar- fræðinga og annarra heilbrigðis- starfsmanna sem taka gildi um næstu mánaðamót. Viðbótarkvíði eykur kvilla Ragnheiður segir að sjúklingar kvíði því að þurfa að sækja þjónustu á sjúkrahúsum eftir að til útgöngu hjúkrunarfræð- inga og fleiri heil- brigðisstarfs- manna komi: „Meiri kvíði en sá sem fylgir sjúk- dómum er mjög óheppilegur og getur valdið ýms- um aukakvillum. Mjög nauðsyn- legt er að koma í veg fyrir allan viðbótarkvíða.“ Ragnheiður segir að staðan hafi ekki verið rædd með formlegum hætti innan félagsins en félagsmenn hafi miklar áhyggjur af ástandinu: „Ef fram heldur sem horfir þarf að ræða hvort hægt sé að halda áfram í þessa átt.“ Ómetanleg reynsla tapast Ragnheiður segir að hver dagur sem líði skipti máli fyrir sjúklinga og starfsfólk. Innan margra deilda sé ómetanleg reynsla, sem ómögulegt sé að bæta. „Ef starfsfólkið hverfur á braut kemur það ekki endilega til baka þó svo að leysist úr deilunni. Þekking og reynsla sem tapast verður ekki bætt og því verður að leysa sem fyrst úr ágreiningsefnunum. Þetta er nú þegar farið að hafa mikil áhrif á þjónustuna, líðan og heilsu sjúk- linga og aðstandendur,“ segir Ragn- heiður og telur að ef ekki verði sam- ið eins fljótt og auðið er, dragi það úr líkunum á friðsamlegri lausn fyrir alla aðila. Kvíða sjúkrahúsheimsókn  Ástandið á LSH farið að hafa sýnileg áhrif á sjúklinga  Forstjóri Krabbameinsfélagsins hefur miklar áhyggjur Ragnheiður Haraldsdóttir Lögreglan á Suð- urnesjum lagði hald á kannabis- efni og duft í hvítum poka í gær. Lögreglan heimsótti mann á þrítugsaldri sem var grunaður um fíkniefnamis- ferli, sá framvísaði efnunum. Hann tók þó fram að hann stæði í þeirri meiningu að hvíta efnið væri sykur en sagðist þó ekki viss. Þá ók maður niður stöðvunar- skilti í umdæmi lögreglunnar á Suðunesjum í gær. Auk þess urðu þrjú umferðaróhöpp í umdæminu á fimmtudag, í öllum tilfellum var um að ræða aftanákeyrslu. Taldi hvítt duft í poka vera sykur Fulltrúar frá Náttúrustofu Vestur- lands munu fylgjast grannt með fuglalífi í Kolgrafafirði á næstunni. Samkvæmt áætlunum verður geng- ið um fjörur fjarðarins á fimm daga fresti, m.a. um helgina. „Við göng- um um og munum m.a. notast við sjónauka og athuga hvort við kom- um auga á grútarblauta fugla,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, líf- fræðingur og forstöðumaður Nátt- úrustofu Vesturlands. Hann segir að gríðarlegur fjöldi fugla geti torveldað eftirlitsferð- irnar, eftir því sem fleiri fuglar séu á svæðinu því erfiðara verði að koma auga á þá grútarblautu ef einhverjir eru. Fylgjast með fugla- lífi í Kolgrafafirði rjómabollu- dagurinn H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Þú færð góða bolluuppskrift á gottimatinn.is Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Það sem ég hef verið að heyra er að mönnum finnst búið að vera of mikið að gera, of lengi. Hljóðið er ansi þungt í læknum,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Ís- lands, spurður um andrúmsloftið innan læknastéttarinnar. Óánægja lækna með kjör og starfsaðstæður hefur verið að magnast á síðustu misserum. Óánægjan hefur m.a. birst í upp- sögnum deildarlækna á bæklunar- skurðdeild Landspítalans en um næstu mánaðamót verða þar aðeins eftir einn aðstoðardeildarlæknir og læknanemi á sjötta ári. „Vinnuna þar þarf að vinna og hún mun væntan- lega bara flytjast yfir á aðra sem hafa nóg að gera fyrir,“ segir Þor- björn. Hræddir um að geta ekki veitt nægjanlega góða þjónustu Í vikunni hefur Morgunblaðið m.a. fjallað um aukið álag á Landspítalan- um vegna farsótta og í kjölfarið hef- ur blossað upp umræða um gríðar- legt álag á læknum á Land- spítalanum. „Ég held að þessi langvarandi sparnaður og niður- skurður sé farinn að bíta svona illa núna. Læknar eru orðnir hræddir um að þeir geti ekki veitt nægjanlega góða þjónustu. Ég hef sagt það í fjölmiðlum áður og það liggur bara í augum uppi að þegar álagið er of mikið er hætt- an á því að eitt- hvað fari úrskeið- is meiri. Þegar um er að ræða líf og heilsu fólks þá er það alls ekki ásættanlegt.“ Aðspurður hvort holskeflu upp- sagna sé að vænta frá læknum á næstunni líkt og hjá hjúkrunarfræð- ingum vill Þorbjörn ekki tjá sig um slíkar vangaveltur. Hann segist þó óttast að yngri læknar muni flýta för sinni til útlanda frekar, þeir muni t.d. staldra við árinu skemur en áður. Þá nefnir Þorbjörn að í nýlegri könnun Læknafélagsins hafi komið í ljós að um 20% sérfræðilækna hér á landi starfa að hluta til erlendis meðfram aðalstarfi sínu hér á landi. Það sé ef- laust hærra hlutfall en áður hefur þekkst hér á landi. Þá tekur Þor- björn fram að þróunin í Skandinavíu undanfarin ár sé sú að sjúklingum á bak við hvern lækni sé að fækka. Hann segir að því sé ekki svo farið hér á landi. Þorbjörn segir að kjarasamningar lækna renni út um næstu áramót. Hann segir unnið að undirbúningi kjaraviðræðna og stefnumótun um þessar mundir og vill lítið tjá sig um kröfugerð á þessu stigi. „Kröftugt innlegg“ Á fundi deildarlækna og kandí- data á miðvikudaginn kom fram að laun lækna hefðu hækkað um 12,6% frá 2007 og í raun lækkað með tilliti til verðbólgu. Þar voru tekin dæmi um aðrar stéttir eins og ljósmæður sem hefðu hækkað um 44,7% og hjúkrunarfræðinga sem hefðu hækkað um 24,6% á sama tíma. Þor- björn segir lækna meðvitaða um þessar tölur og þær séu vissulega kröftugt innlegg í undirbúning þeirra fyrir kjarasamningsgerð. Læknar á LSH orðnir langþreyttir  Þungt hljóð í læknum að sögn formanns Læknafélagsins  Hættan eykst við of mikið álag  Segir áhrif langvarandi niðurskurðar að koma í ljós  Kjarasamningar renna út um áramótin Þorbjörn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.