Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég held að menn hafi veigrað sér við að horfast í augu við þennan vanda vegna þess hvað hann er stór. Ég velti því fyrir mér hvort það kunni að vera skýringin á þessu,“ segir Árni Gunn- arsson, fyrrverandi alþingismaður, um þær miklu áskoranir sem hann telur bíða þjóðarinnar vegna mikillar fjölgunar eldri borgara á næstu áratugum. Árni er formað- ur starfshóps sem velferðarráðherra skipaði í apríl 2011 til þess að endur- skoða almanna- tryggingalögin. Í þeirri vinnu var horft til málefna aldraðra og kveðst Árni ekki vita til þess að nein áætlun eða stefnumótun til lengri tíma hafi verið unnin í stjórnkerfinu til að taka á þessum fyrirséða vanda. Lífeyristöku verði seinkað Árni bendir á að Hagstofa Íslands spái því að meðalaldur íslenskra karla verði 86,6 ár árið 2050 og 88 ár hjá konum. Bæði kynin muni því að jafn- aði lifa í tuttugu ár eftir að núverandi eftirlaunaaldur hefst við 67 ára aldur. Það er mikil breyting frá því sem var þegar lífeyriskerfin voru mótuð og segir Árni hægt að fara ýmsar leiðir til að mæta því. „Í fyrsta lagi er hægt að seinka líf- eyristöku með því að lengja starfsald- ur og stuðla að sveigjanlegum starfs- lokum. Í öðru lagi er unnt að draga úr fjölda öryrkja í þessum hópi með áherslu á starfsendurhæfingu og starfsgetumat. Í þriðja lagi er það aðlögun lífeyris- réttinda að breyttum lífslíkum og hag- vexti. Það er hugsanlegt að rætt verði um rýrnun lífeyrisréttinda. Í fjórða lagi er það hækkun iðgjalda til lífeyr- iskerfanna eða skattahækkanir. Aðr- ar leiðir eru í raun ekki mjög færar. Þetta er veruleikinn sem við stöndum frammi fyrir og stjórnvöld verða að gjöra svo vel að skoða þessi mál. Þetta eru hlutir sem verður að taka afstöðu til og mér segir svo hugur að það verði fyrst byrjað á því að seinka lífeyristöku, að lengja starfsaldurinn. Það er í góðu lagi. Ef menn eru frískir og hafa áhuga á að vinna á að leyfa þeim það eins lengi og þeir vilja. Það er að mínu mati grundvallaratriði.“ Eykur útgjöld ríkissjóðs Spurður hvaða áhrif breytt aldurs- samsetning þjóðarinnar muni hafa á rekstur ríkissjóðs segir Árni ljóst að útgjöldin muni aukast. „Svigrúm ríkisins til að sinna sömu verkefnum og í dag mun dragast gríð- arlega saman á næstu árum, m.a. vegna þessarar þróunar. Það er ekki nokkur spurning. Það er ekki aðeins vegna aukinna útgjalda vegna lífeyr- istrygginga heldur koma þar einnig til aukin útgjöld vegna nýbygginga og annarrar þjónustu við eldri borgara. Þetta eru gríðarlega dýrir málaflokk- ar. Hvert hjúkrunarrými kostar mik- ið fé. Menn verða að gera upp við sig hvert á að sækja þessa fjármuni. Á að sækja þá með aukinni skattheimtu?“ spyr Árni sem hvetur til þess að sett- ur verði á fót starfshópur sérfræðinga sem meti áhrifin af öldrun samfélags- ins. Þau muni verða „veruleg“. „Það má fara ýmsar leiðir í þessum efnum en aðalatriðið er að við förum að viðurkenna það hvaða vandi er okkur á höndum.“ Mun fjölga tífalt meira Hagstofa Íslands gerir mann- fjöldaspá og er hún sýnd á grafinu hér til hliðar fyrir tímabilið frá 2013 til 2060. Kemur þar m.a. fram að 10.416 einstaklingar munu bætast í hóp fólks sem er tvítugt eða yngra en 102.604 einstaklingar í hóp fólks sem er 21 árs til 110 ára, eða nærri tífalt fleiri. Þá mun hlutfall 67 ára og eldri af íbúa- fjöldanum ríflega tvöfaldast. Má í þessu samhengi benda á að fólk kem- ur orðið sífellt eldra inn á vinnumark- að vegna lengri skólagöngu. Morgunblaðið/RAX Í góðum gír Baldur E. Jensson, heimilismaður á Grund, bregður á leik. Krafa er uppi um fjölgun hjúkrunarrýma. Þjóðin mun eldast hratt á öldinni  Formaður starfshóps velferðarráðherra segir enga áætlun um aðgerðir vegna fjölgunar eldri borgara  Hækkun lífeyrisaldurs einn möguleiki  Mikil útgjöld til eldri borgara muni skerða svigrúm ríkisins Eldri borgurum mun fjölga mikið á öldinni Miðspá Hagstofu Íslands um mannfjölda eftir kyni og aldri 2013-2060 450.000 400.000 350.000 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 0 2013 2020 2030 2040 2050 2060 Fólksfjöldi alls Fólksfjöldi 21 árs og eldri Fólksfjöldi 20 ára og yngri 322.086 435.106 228.020 (70,79%) 330.624 (75,99%) 94.066 (29,21%) 104.482 (24,01%) Heimild: Hagstofa Íslands Hlutfall 67 ára og eldri af mannfjölda 0-66 ára 67 ára og eldri 2013 2020 2030 2040 2050 2060 10,31 % 12,18 % 15,81 % 18,30 % 20,01 % 21,48 % Árni Gunnarsson Að sögn Árna kom í fyrra út svonefnd hvítbók frá Evrópusambandinu vegna fjölgunar eldri borgara. „Þar er talað um þetta sem eitt alvarlegasta efna- hagsvandamál sem blasir við Evrópu. Fram kemur að Evrópubúum sem eru 60 ára og eldri muni senn fjölga um tvær milljónir á ári en það er tvöföldun frá tíma- bilinu frá 1990 og fram á fyrstu ár þessarar aldar. Segir þar einnig að áríðandi sé að þróa alhliða stefnu til að koma á lífeyriskerfum sem taka mið af þessum öru þjóðfélagsbreytingum. Bent er á ýmsar leiðir en flestar hafa þær nokkra annmarka enda málið flókið.“ Má í þessu samhengi rifja upp frétt í Morgunblaðinu 31. mars í fyrra en þar segir að í samanburði við ESB- ríkin 27 verði hlutfall aldraðra lægst á Íslandi 2060. Eitt alvarlegasta efnahagsmálið HVÍTBÓK ESB UM FJÖLGUN ALDRAÐRA Fánaborg Frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel. Reuters ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s OPIÐ ALLA VIRKA DAGA kl. 10–18 OG LAUGARDAGA kl. 10–14 Fiskislóð 39 – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 60 81 6 08 /1 2 Gildir til 28. febrúar Lægra verð í Lyfju 15% afsláttur Nicotinell Tropical Fruit 204 stk. 4 mg: 7.642 kr. 204 stk. 2 mg: 5.524 kr. 24 stk. 2 mg: 798 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.