Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 31
Reykjavík Vorum að fá í sölu 434,1 fm atvinnuhúsnæði sem skiptist í kjallara, hæð og ris. Á fyrstu hæðinni og í risi er rekinn bar en í kjallara eru tveir veitingastaðir. Eignin er í öll í útleigu. V. 110,0 m. 2267 Laugavegur 73 - veitingahús Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Kosningar eru í nánd og flokkarnir undirbúa sig mál- efnalega. Lands- fundur Sjálfstæð- isflokksins mun meðal mikilvægra mála fjalla um aðildarviðræð- urnar við Evrópusam- bandið. Á síðasta landsfundi var samþykkt að „gera skuli hlé á að- ildarviðræðunum við Evrópusam- bandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóð- aratkvæðagreiðslu“. Þessari stefnu þarf flokkurinn að breyta af eft- irfarandi ástæðum:  Viðræðurnar eru að nálgast loka- áfangann. Úr því sem komið er jaðrar það við ábyrgðarleysi að draga umsóknina til baka. Mik- ilvægt er að ljúka samningum um landbúnað og sjávarútveg svo að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun um aðild. Því er fráleitt að hætta á lokasprettinum.  Við Íslendingar þurfum sárlega stöðugleika og lægri vexti sem fylgja evrunni en ekki ógjaldgengu örmyntinni okkar. Krónan rýrir hér lífskjör hverrar meðal fjöl- skyldu um að því er ætla má 50 til 100 þús. kr. á mánuði í formi verð- tryggðra ofurvaxta, hærra verðlags og lægri launa vegna þess að fyr- irtækin búa við erfiðari aðstæður en væri við stöðugleika og lægri vexti.  Það þarf hvort sem er að taka á landbúnaðinum til að lækka skatta, lækka matvælaverð, lækka verð- tryggð lán sem miðast m.a. við verðlag matvæla. Þetta er nokkuð sem við Íslendingar verðum að átta okkur á til að hjálpa fjölskyldum sem búa við lök kjör og minnka þrýsting á launahækkanir. Veita þarf bændum frelsi til að vaxa og dafna á stærri leikvelli Evrópu í stað þess að hokra hér í haftakerfi meðal annars á kostnað fátækra skattgreiðenda og neytenda þessa lands. ESB styrkir norðlægan landbúnað meira en við sjálf höfum efni á að gera um leið og opnað verður á innflutning og samkeppni. Vernd landbúnaðarins og styrkir til hans kostar meðalfjölskyldu um 30 til 50 þs. kr. á mánuði sem við höf- um því miður ekki efni á.  Við þurfum á næstu 15 árum að tvöfalda landsframleiðsluna til þess bara að halda í við nágrannaþjóð- irnar hvað lífskjör varðar sam- kvæmt McKinsey- skýrslunni og það verður ekki gert án stöðugrar alþjóðlegrar myntar. Erlendir fjár- festar þurfa að bera traust til íslensks stjórnarfars og at- vinnulífs til að al- þjóðleg viðskipti og erlend fjárfesting dafni hér. Nýjar út- flutnings atvinnugrein- ar svo sem há- tæknigreinar og ferðaþjónusta verða að bera uppi hagvöxtinn. Hátæknigreinarnar verða því miður annars að færa sig úr landi vegna óstöðugrar myntar og stjórnarfars. Þær gömlu, sjávar- útvegur og orkufrekur iðnaður, munu ekki geta vaxið eins og til þarf þó vonandi vaxi þær sem mest og það á sjálfbæran hátt.  Eftir kosningar þurfa stjórn- málaflokkar að mynda ríkisstjórn og mikilvægt fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að hafa fleiri kosti en bara flokka afturhalds og öfga- verndar. Hið viðkvæma álitamál, afstöð- una til ESB, þarf að leiða til lykta með því að kanna til hlítar hvað í aðlögun felst til dæmis hversu miklar breytingar þarf að gera varðandi landbúnað og sjávarútveg og síðan er það þjóðarinnar að velja hvort samningar verða stað- festir eða ekki. Það er því mikilvægt að stærsti stjórnmálaflokki þjóðarinnar sem líklega leiðir ríkisstjórna að lokn- um kosningum stefn að því að klára aðildarviðræðurnar enda mikilvægt að þekkja nákvæmlega þá kosti sem standa þjóðinni til boða ekki síst í þeirri þröngu stöðu sem hún er í eftir hrunið. Landsfundurinn þarf því að breyta ofangreindri afstöðu flokks- ins og samþykkja að úr því sem komið er verði aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið leiddar til lykta. Samningsniðurstaðan verði síðan lögð fyrir þjóðina í þjóð- aratkvæðagreiðslu.“ Ef flokkurinn breytir ekki um afstöðu munu Samfylking og Björt framtíð gera allt sem þeir flokkar geta til að halda xD utan við rík- isstjórn. Með jákvæðir afstöðu xD til umsóknarferilsins mun flokk- urinn eiga auðvelt með að mynda hér öfluga framfarastjórna eftir kosningar, annars ekki. Vitað er að um helmingur kjós- enda vilja ekki draga umsóknina til baka. Það gagnast því ekki flokkn- um að hafa lokaða afstöðu í þessu máli. Það hins vegar þrengir kosti þjóðarinnar. Ef svo ólíklega vill til að lands- fundurinn getur ekki hugsað sér jákvæða afstöðu til þess að leiða viðræðurnar við ESB til lykta, þyrfti landsfundurinn að sam- þykkja að kjósa skuli um aðild- arumsóknina samhliða komandi Al- þingiskosningum hvort draga eigi hana til baka eða lúka samn- ingagerðinni og bera niðurstöðuna undir þjóðina. Með þá niðurstöðu fyrirliggjandi geta flokkarnir myndað stjórn óháð því máli þar sem þá verður bara um úrvinnslu að ræða úr ákvörðun þjóðarinnar sem þá liggur þá fyrir. Stefnubreyting framundan Eftir Guðjón Sigurbjartsson Guðjón Sigurbjartsson »Erlendir fjárfestar þurfa að bera traust til íslensks stjórnarfars og atvinnulífs til að al- þjóðleg viðskipti og er- lend fjárfesting dafni hér. Höfundur er smáatvinnurekandi og viðskiptafræðingur. Margir lesendur Morgunblaðsins muna eflaust eftir að hafa séð oftar en einu sinni fréttir um að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ráðist inn í skóla með offorsi og fíkniefna- leitarhunda, með það fyrir augum að góma meinta eiturlyfjaneytendur. Fyrir flestum eru þetta eflaust smávægilegar aðgerðir, sem eftir allt saman vinna í átt að göfugum tilgangi. Fyrir fólki eins og þeim sem skrifar, hins vegar, eru hlut- irnir mun alvarlegri en svo. Það vill nefnilega svo óheppilega til (fyrir lögregluna) að hæstiréttur hefur ítrekað að slík vinnubrögð séu með öllu bönnuð. Ótrúlegast af öllu er þó að skólayfirvöldin eru flest hæst- ánægð með framkomuna við nem- endur sína. Refsingar vegna þessara aðgerða eiga hins vegar aldrei eftir að líta dagsins ljós. Ef að í einni leit lög- reglunnar af fimmtán finnst einn dópisti er það notað sem réttlæting fyrir þessu ólöglega athæfi. Það er nákvæmlega sama rökfærsla og ef sá eiturlyfjanotandi reyndi að fara í mál við dópsalann sinn til að fá pen- inginn sinn til baka. Samt sem áður vill dómsvaldið, illskiljanlega, helst ekki refsa fólki fyrir að misnota, misgróft, framkvæmdarvaldið. Hægt er að benda á marga kvilla við íslensk stjórnvöld og Alþingi, en það er ekki jafnauðvelt að finna jafnaugljósa hræsni og þá sem ríkis- starfsmenn sýna af sér þegar þeir hunsa þessar aðgerðir vegna eigin biturleika í garð eiturlyfjaneytenda. Þarf að leita lengra en í göngudeild- ir Landspítalans eða meðferð- arstofnanir til að sjá að lausn á fíkn er einungis að finna í andlegri með- ferð? Sú tekst sjaldnast í refsing- arskyni. Þessi samvinna lögreglu og skóla við að misnota stöðu sína sem verndarar frelsisins annars vegar og (meintir) menntamenn hins vegar ætti með sanni að nægja til að græta hverja sálu sem sér hve hrapallega er vegið að hinu stórglæsilega, öf- undsverða og dýrmæta frelsi sem við búum við á Íslandi. Ef gæfan leyfir mun þetta fólk sjá að sér, áður en önnur herför hefst. ANDRI EIRÍKSSON, Hafnarfirði. Ríkisrekin hræsni Frá Andra Eiríkssyni Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.