Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 10
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð 40.000 Höfðagaflar 5.000 Sjónvarpsskápar 25.000 Rúm 153cm 157.000 Púðar 2.900 Vín Torino Fjarstýringavasar 2.500 Hægindastólar 99.000 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafslátturAquaClean áklæði er sérstaklegaauðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is B olludagur er á mánu- daginn og af þeim sök- um er ákaflega mikill erill hjá bökurum á Ís- landi, bæði innan og ut- an veggja heimilisins. Björn Jóns- son, framkvæmdastjóri Myllunnar, segir dagana fyrir bolludaginn eina þá erilsömustu á árinu og að starfs- fólk vinni nær allan sólarhringinn í aðdraganda hans. „Það er gríðar- legt magn sem fer út á stuttum tíma. Þetta er vertíð og mikið stuð,“ segir Björn. Hann seg- ir viðskiptavini hringja nær lát- laust fyrir bollu- daginn til að panta bollur. „Við vinnum lengri vinnudag og erum mörg hver í vinnu alla helgina og aðfaranótt mánudags. Ég hef unnið við þetta í 25 ár og hef alltaf verið í vinnu að- faranótt bolludags,“ segir Björn sem hefur verið framkvæmdastjóri hjá Myllunni í 15 ár. Minni heimabakstur Hann segir ákaflega mikið magn seljast á bolludaginn. „Ef við setjum þetta í samhengi þá gætir þú raðað bollunum upp frá Skeifunni 19, þar sem Myllan hefur aðsetur, og lagt þær í beina röð alla leið austur að Kögunarhól sem er á milli Hveragerðis og Selfoss,“ segir Björn sem ekki vill fara nánar út í það hversu margar bollur eru seldar ár hvert. Björn telur söluna hafa aukist undanfarin ár. „Ég held að það sé í takt við þá þróun samfélagsins að fólk vilji fá allt tilbúið. Fyrir þó nokkuð mörgum árum framleiddum við eingöngu gerdeigsbollur. Við vissum að húsmæður voru enn að stunda heimabakstur í ríkum mæli og þá bökuðu allar konur úr vatns- deigi. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að framleiða vatnsdeigsbollur, bæði stórar og litlar eins og bakaðar eru heima fyrir. Salan jókst mikið í framhaldinu og í dag eru allir að selja litlar vatnsdeigsbollur. Eflaust mun einhver húsmóðirin mótmæla þessu, en ég held að heimabakstur hafi minnkað mjög mikið. Búið er aðdraga viðskiptin með bollur svo- lítið inn í búðirnar,“ segir Björn Að sögn Björns leggst salan á Bollurnar næðu alla leið að Kögunarhóli Bolludagur er á mánudag en aðdragandi hans er erilsamur með eindæmum fyrir bakara og framleiðendur brauðmetis á Íslandi. Að sögn framkvæmdastjóra Myll- unnar kemst fátt að nema bolludagsundirbúningur þessa dagana og mun hann sem og starfsfólk fyrirtækisins vinna dag og nótt við undirbúning hans. Morgunblaðið/Golli Erilsamt Ólafur Jensen hefur unnið hörðum höndum að því að undirbúa bolludaginn sem er á mánudag. Lítið er sofið þessa dagana hjá bökurum. Girnilegar Margir fá vatn í munninn þegar þeir hugsa um bollur. Björn Jónsson Ha? Notarðu ennþá instagram? Ekki töff. Nú er komin síða sem ber heit- ið viddy.com og er hún eins konar sambland af Youtube og instagram. Fólk tekur upp stutt myndskeið af sér og setur inn á vefinn og aðrir notendur eða vinir geta svo skoðað þau og gefið álit sitt á viðkomandi myndskeiði. Hvert myndbrot er að- eins örfáar sekúndur og því hentar síðan vel í afþreyingarheimi sem hannaður er fyrir fólk með athyglis- brest í huga. Time Magasine valdi viddy.com meðal þeirra bestu sem út komu á síðasta ári. Nokkrir frægir ein- staklingar eru þegar farnir að nýta sér forritið og má þar nefna tónlist- armanninn Snoop Dogg, kvikmynda- stjörnuna Jessicu Alba og fjölmiðla- konuna Katie Couric. Sumir spá því að viddy.com verði næsta stóra æð- ið. Aðrir eru ekki eins sannfærðir og telja hinn almenna Jóa ekki hafa nægilega mikið fram að færa á þessu samskiptaformi. Hægt er að fá viddy í snjallsíma, í Ipad og eins er hægt að hala því niður á hinni útbreiddu Fésbók eða Facebook. vefsíðan www.viddy.com Vinamyndskeið Viddy.com Þykir vel heppnað. Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi bjóða til tónleika á heimili sínu Merkigili á Eyrarbakka sunnudaginn 10. febrúar kl 16. Kvartetinn Pamyua frá Alaska kemur í heimsókn í Merki- gil ásamt dönsku stuðningsbandi. Í Pamyua mætast tónlistarhefðir inúíta og Ameríku en þau munu leika sér með samhljóm inúískra og skand- inavískra tónlistarhefða. Ástæða þessarar tónleikaferðar er útkoma hljómplötu þeirra SideA/SideB. Pamyua stendur fyrir uppklapps- lag á Alaskatungumálinu yup’ik sem er eitt margra inúískra tungumála norðursins. Það verður því fjöl- þjóðleg stemning í Merkigili á sunnu- daginn. Það er frítt inn en tekið á móti frjálsum framlögum. Endilega… …farðu í heimsókn á Eyrarbakka og hlýddu á Pamyua frá Alaska Í tilefni af komu árs snáksins 2013verður haldin kínversk nýárshátíð á Háskólatorgi á morgun, sunnudag kl. 14.00-16.30. Dagskráin hefst með drekadansi og að loknum tónlistar- atriðum og kínverskri bardagalist mun gestum verða boðið upp á kín- verskan mat og te jafnframt því sem hægt verður að kynnast kínverskri skrautskrift, taiji-leikfimi, hnýtingu kínversks lukkuhnúts og kennslu í kínverskum barnasöngvum fyrir yngri kynslóðina. Kínversk nýárshátíð Drekadans og bardagalist Athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt snemma fram eða fyrir sjö ára aldur. Þessi röskun, sem er alger- lega óháð greind, getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Bókin ADHD og farsæl skólaganga, var gefin út við hátíðlega athöfn í aðsetri ADHD-samtakanna í gær. Fimm ráðuneyti lögðu hönd á plóg og er bókin afrakstur vinnu þeirra. Katrín Jakobs- dóttir menntamálaráðherra veitti bókinni viðtöku. Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hún fyrst og fremst ætluð grunnskólakennurum lands- ins. Bókin getur nýst á öllum skólastigum og verður að- gengileg í grunn- og leikskólum á landinu. Það verður að sjálfsögðu einnig hægt að nálgast eintak hjá ADHD-samtökunum og á vef þeirra. Bókin fæst öll- um að kostnaðarlausu. Bók um ADHD fyrir kennara ADHD og skólaganga Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.