Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 11
Allt tilbúið Þegar súkkulaðið er komið á bollurnar eru þær tilbúnar. Í ár býður Myllan upp á myntubollur. bollunum ofan á hefðbundna sölu sem ekki dregst saman að neinu ráði þó um bolludag sé að ræða. ,,Menn eru oft orðnir ansi syf- jaðir seinni part mánudags enda mikið búið að vaka. Við höfum alltaf áhyggjur af því hvort allt muni ganga snurðulaust fyrir sig og því getur fylgt mikið álag, en þetta hefst nú alltaf þrátt fyrir það,“ segir Björn. Myllan hefur framleitt nýjar bollur á hverju ári og engin undan- tekning verður frá því í ár. ,,Í ár verðum við með myntubollu. Við höfum verið með Daim-, banana- og Irish coffee-bollu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Björn að lokum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Heimsdegi barna er fagnað í dag milli kl. 13 og 16 í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi og frístundamiðstöðinni Miðbergi. Þar verður börnum og fjöl- skyldum þeirra boðið að taka þátt í fjölbreyttum listasmiðjum. Þátttak- endur fá tækifæri til að búa til sín eigin hljóðfæri og leggjast í bún- ingagerð þar sem framleiddir verða seiðkarla- eða nornabúningar eða jafnvel nornaklær. Eins geta þeir tek- ið þátt í búningasmiðju, dansað nokkur létt spor í danssmiðjunni, saumað öskupoka eða búið til litríkan bolluvönd, lært origami eða fylgst með spennandi tilraunum. Heimsdegi barna lýkur kl. 16 með því að allir þátttakendur hópast út á torgið á milli Gerðubergs og Miðbergs. Þar stíga á svið sigurvegararnir úr Breið- holt-got-talent og Söngkeppni Breið- holts. Heimsdagur barna í Gerðubergi og Miðbergi Fjölbreytileiki Börnin fá tækifæri að taka þátt í fjölbreyttum listasmiðj- um. Fjölþætt barnamenning Nám Áhugasömum börnum kennt. » Flengingar og bolluát bárust til landsins á seinni hluta 19. aldar fyrir dönsk eða norsk áhrif. Um 1915 færast þessir siðir til öskudagsins og hafa haldist óbreyttir síðan. » Flengingar með bolludagsvendi eru rík hefð, en þóttu upphaflega ekki gildar nema „flengjari“ væri klæddur en fórnarlamb nakið, þess vegna gert eldsnemma á morgnana. » Fórnarlamb gat keypt sér grið með því að gefa bollu fyrir hvert vandarhögg áður en farið var á fætur. Heimild: Vísindavefurinn Bolludagurinn dansk-norski FLENGJA Á FÓRNARLAMBIÐ NAKIÐ Tilboð óskast í gistiheimilið Iðufell, Bláskógabyggð Um er að ræða 2,8 ha. eignarlóð, á glæsilegum stað rétt við bakka Hvítár, í þéttbýliskjarnanum Laugarási, Bláskógabyggð. Á lóðinni er 2.003,1m² húsnæði. Húsið er skráð sem gistihús, byggt 1964. Húsið er í lélegu ásigkomulagi, bæði að innan sem utan. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag þar sem m.a. er gert ráð fyrir núverandi húsi, fimm einbýlishúsa- þremur parhúsa- og fimm raðhúsalóðum. Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi í síma 480-2900 og inná www.log.is Steindór Guðmundsson Löggiltur fasteignasali: Sími 480-2900 steindor@log.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.