Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 „Skapandi atvinnugreinar af sjónar- hóli listamanna“ nefnist málþing sem Bandalag íslenskra listamanna (BÍL) stendur fyrir í Iðnó í dag milli kl. 13.30-15.30. Frummælendur eru Borghildur Sölvey Sturludóttir arki- tekt, Bragi Valdimar Skúlason, tón- listarmaður og textasmiður, Guð- mundur Oddur Magnússon, hönn- uður og prófessor, Ósk Vilhjálms- dóttir, myndlistarmaður og leið- sögumaður, Sólveig Arnarsdóttir leikari og Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur. Fyrirlesarar verða kvikmyndaðir og erindi þeirra sett á vefinn að mál- þingi loknu, með það að markmiði að umræðan geti haldið áfram á vef- miðlum og samskiptasíðum. Mál- þingið er öllum opið. Morgunblaðið/G.Rúnar Málþing Sólveig Arnarsdóttir er einn fyrirlesara á málþingi í Iðnó. Skapandi at- vinnugreinar Koluppselt var á sinfóníu-tónleikunum í Hörpu áfimmtudaginn og enginspurning hvaða dag- skrárliður „trekkti“ mest, nefnilega Carmina Burana Carls Orffs sem er líklega vinsælasta verk allra tíma fyrir kór og hljómsveit. Verk er nær enn í dag að draga jafnvel tregustu hlustendur að klassískum tónleik- um. Til marks um það var klappið á milli þátta í Mozart-sinfóníunni fyrir hlé, er gaf vísbendingu um fjölda til- tölulega óghagvanra áheyrenda – þótt sízt skuli löstuð hispurslaus ánægja viðtakenda á tímum þegar allt er kallað list. Haffnerhljómkviðan nr. 35 í D, er samin var í hasti 1783 upp úr fyrri samnefndri serenöðu undir garð- veizlu velgjörðarmanns þeirra Leo- polds í Salzburg, minnir stílrænt á seinni sinfóníur Haydns og stendur enn nokkru fjarri frumleikablóma síðustu fjögurra sinfónía Mozarts nr. 38-41. Hún gerir samt miklar kröfur til samtaka snerpu, ekki sízt í strengjum, og þar virtist manni stundum vanta svolítið upp á í með- förum Hermanns Bäumers á hrað- ari þáttum. Í túlkun hans var meðal- hægur Menúettinn (III) tekinn á frekar uppsprengdu tempói og fyrir vikið heldur órólegur og ósamtaka. Loka-Prestóið slapp þó fyrir horn þrátt fyrir skiljanlegan skelksvott í fiðlum. I. og II. þáttur (Allegro og Andante) komu betur út, en heyrt úr gólfsæti áttu fiðlur og víólur þó til að týnast úr heildarsamvægi á veikustu stöðum. Sem sagt: ágætir sprettir hér og þar, en misgóður balans. Sjaldan hefur tónskáld dottið yfir jafngjöfult innblástursfóður og Carl Orff (1895-1982) þegar hann ramb- aði á veraldlega miðaldatexta klaustursins í Benediktbeuren 1936 eftir flökkustúdenta og afhempaða presta 12.-13. aldar. Engu minna kraftaverk er hvað honum tókst að gera úr kvæðunum, þótt tækist aldr- ei síðar að gera annað eins. Í þokka- bót hitti frumuppfærslan 1937 ræki- lega í mark á uppgangsárum Þriðja ríkisins. Fjórða kraftaverkið var svo ekki sízt hvað verkið skyldi endast vel þrátt fyrir tilurðarumgjörð stað- ar og stundar – og halda sínu fram á okkar dag sem óumdeilt meistara- verk innblásins einfaldleika. Fyrir sögumeðvitaða vísa lag- skiptir söngtextarnir bæði til hámið- alda og 4. áratugar, en umfram allt til sígildrar mannlegrar reynslu; ekki sízt frá sjónarhóli yngra fólks sem upplifir þar beint í æð fallvaltar hliðar lífsins á latínu og fornþýzku, þ.á m. soll, seyru og ástarbríma. Ferskleiki verksins er engu líkur – en hann útheimtir líka sitt. Fyrst og fremst eitilsnarpan samtakamátt sem mæðir hvað mest á kórnum. Þar virtust sum ofurhröð tempó stjórnandans (Manda liet!) koma mönnum í opna skjöldu eftir gliðn- andi hrynskerpu að dæma, þó að voldugur massi 130 manna kórs nyti sín vel í t.a.m. inngangs- og lokakór- unum um hamingjuhjól örlaga. Einkum voru karlakórsinnslögin í slappara lagi, ekki sízt í texta- framburði. Hins vegar var unun að ástardísa- söng Gradualekórsins, og blönduðu kórkaflarnir komu yfirleitt einnig vel út. Sem einsöngvari reis Sigrún fremst meðal jafningja fyrir óað- finnanlega tjáningu og tækni, og Hrólfi tókst oft vel upp í fyrirferð- armesta sólóhlutverkinu þótt sumir „ad lib“ túlkunarstaðir hans væru misvel sannfærandi. Einar var hins vegar frábær í steikta svaninum (Olim lacus) og víðar. Hljómsveitin var alla jafna í fínu formi þrátt fyrir að jafnvægið milli hljóðfæra niður til gólfsæta væri ekki alltaf hið æski- legasta; t.d. datt tréblökkin nánast út á mikilvægu „off-bíti“ sínu í Tem- pus es iocundum og benti það enn til að lækka mætti hljómsveitarpallinn fyrir neðstu hlustendur. Upp úr öllu stóð þó áhrifarík end- urupplifun á frábæru verki. Hvað sem smáatriðum túlkunar líður þá stendur það ávallt fyrir sínu. Latneskur miðalda- seiður beint í æð Morgunblaðið/Kristinn Fremst „Sem einsöngvari reis Sigrún fremst meðal jafningja fyrir óaðfinn- anlega tjáningu og tækni,“ segir m.a. í gagnrýni um söng Diddúar. Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbnn Mozart: Haffner-sinfónían. Orff: Carm- ina Burana. Sigrún Hjálmtýsdóttir S, Einar Clausen T, Hrólfur Sæmundsson Bar., Kór Áskirkju og Söngsveitin Fíl- harmónía (kórstj. Magnús Ragnarsson) ásamt Gradualekór Langholtskirkju (kórstj. Jón Stefánsson) og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Her- mann Bäumer. Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og efnilegir, langt komnir nem- endur frá Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz og Söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri sam- eina krafta sína og flytja valda þætti úr tveimur óperum Vincen- zos Bellini í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun kl. 16. Um er að ræða óperurnar La sonnam- bula og I puritani, sem báðar fjalla um ungar ástir, allskyns misskilning og pretti, en allt fer vel að lokum. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson, leikstjóri er Randver Þorláksson, listræn stjórnun er í höndum Kristjáns Jóhannssonar tenórs, Gary De Pasquasio sér um radd- þjálfun og æfingastjórnun, en um kórstjórn sér Michael J. Clarke. Samkvæmt upplýsingum frá SN hefur hljómsveitargryfjan í Hofi aldrei áður öll verið notuð. „Hún er ekki fullkláruð og því er þetta tilraunaverkefni af hálfu SN en reynslan af því á eftir að nýtast hljómsveitinni og öðrum við m.a. óperu- og ballettsýningar síðar. Miklar vonir eru bundnar við gryfjuna enda er verið að nýta að- stöðu í húsinu til fulls,“ segir í til- kynningu frá SN. Þar er jafnframt á það bent að þetta í fyrsta sinn sem ópera er flutt á landsbyggð- inni í sérhönnuðu tónlistarhúsi með sinfóníuhljómsveit í gryfju. „Þetta er mikill menningarlegur ávinningur. Nú er hægt að flytja óperutónlist í sínu rétta umhverfi sem vissulega birtist í auknum gæðum, sterkari upplifun áheyr- anda og í auknu sjálfstrausti hljómsveitarinnar og annarra flytjenda. Svona samstarf í full- búnu tónlistarhúsi gerir okkur kleift að spreyta okkur á verk- efnum sem annars hefðu ekki fundið sér farveg og stuðlar að aukinni fjölbreytni í tónlistar- framboði á landsbyggðinni,“ er haft eftir Guðmundi Óla. Óður til Bellini Upplifun Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri stýrir flutningnum úr gryfjunni á völdum aríum úr tveimur óperum eftir Bellini.  Hljómsveitargryfjan í Hofi nýtt öll í fyrsta sinn á óperutónleikum á morgun kl. 16 Ljósmynd/Brynja Harðardóttir Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Listasafn Reykjanesbæjar LÖG UNGA FÓLKSINS Davíð Örn Halldórsson, Guðmundur Thoroddsen, Jóhanna Kr. Sigurðardóttir, Marta María Jónsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Ragnar Jónasson. 26. janúar – 10. mars Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Aðdráttarafl Björk Viggósdóttir Teikningar Ingólfur Arnarsson Jógahugleiðsla með Helgu Einarsdóttur jógakennara mánudag 11. febrúar kl. 8:10 – 8:40 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fjölbreyttar sýningar á 150 ára afmælisári Þjóðminjasafnsins: Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 í Myndasal Nýjar myndir - gömul tækni á Vegg Góðar gjafir á Torgi Bak við tjöldin - safn verður til á 3.hæð Ratleikir, kaffihús og fjölbreytt úrval í safnbúð Gerist vinir Þjóðminjasafnsins á facebook: http://www.facebook.com/thjodminjasafn Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 GAMLAR GERSEMAR 9.2. - 5.5. 2013 ERLENDIR ÁHRIFAVALDAR 9.2. - 5.5. 2013 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra um sýningar safnsins SAFNBÚÐ - Listaverkabækur, gjafakort og listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Heit súpa í hádeginu, úrval kaffidrykkja og heimabakað meðlæti. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600. OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM og FORNMENN Bergstaðastræti 74, sími 515 9625. Opið þri. til fim. kl. 11-14, sun. kl. 13-16. www.listasafn.is LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is NOKKUR LYKILVERK EFTIR SIGURJÓN ÓLAFSSON 8.2. - 14.4. 2013 Opið lau. og sun. kl. 14:00 - 17:00. Kaffistofan er opin á sama tíma. Söfn • Setur • Sýningar Ný sýning Innlit í Glit (8.2. – 26.5.) Gísli B. Fimm áratugir í grafískri hönnun (25.10. – 3.3.) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í andddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.