Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er stórviðburður á sviði bók- mennta og mannréttindamála,“ segir rithöfundurinn Sjón, formað- ur Íslandsdeildar PEN. Heimsþing hinna kunnu alþjóðasamtaka rit- höfunda, útgefenda og blaðamanna verður haldið í Reykjavík í haust, dagana 9. til 12. september. Bók- menntahátíð í Reykjavík er haldin á sama tíma. Von mun vera á þrjú til fjögur hundruð gestum á þingið, rithöfundum, útgefendum og starfsfólki mannréttindaskrifstofa. Alþjóðasamtök PEN voru stofnuð árið 1921 og styðja bókmenntir og tjáningarfrelsi, en þau eru elstu starfandi manréttindasamtökin. Sjón segir yfirskrift þingsins vera „Digital Frontiers – Linguistic Rights and Free- dom of Speech“ og verður það mál rætt frá ýms- um hliðum, með- al annars þeirri sem snýr að tungumálum sem fáir tala en „óvíst er hvernig þau muni spjara sig á tölvuöld þar sem hugbúnaðarrisar sjá litla ástæðu til að þjónusta slíkt smotterí,“ segir Sjón. Hann bætir við að helsta verkefni samtakanna sé rekstur stofnunar sem safnar upplýsingum um fangelsaða og of- sótta höfunda og stendur fyrir her- ferðum og beinum aðgerðum til að fá fólk laust undan því. Þegar hann er spurður hvernig standi á því að heimsþingið sé hald- ið hér, segist Sjón hafa verið í dag- skrá um bókmenntir og mannrétt- indi í Stokkhólmi með forseta samtakanna og þar hafi hugmyndin kviknað, að Reykjavík yrði gest- gjafi þingsins. „Stjórn PEN á Ís- landi tók til við að skoða mögu- leikann á því og það er að takast með stuðningi ríkis og borgar. Heimsþingið er haldið í samstarfi við Bókmenntaborgina og er styrkt af mennta- og menningarmálaráðu- neyti og utanríkisráðuneyti. Annar samstarfsaðili er Alþjóðlega bók- menntahátíðin í Reykjavík en þing og hátíð skarast svo sameiginlegar dagskrár verða í Hörpu og Nor- ræna húsinu. „Það er gífurlega eftirsótt að halda þessi þing og því mikill heið- ur að boði Reykjavíkur skuli hafa verið tekið,“ segir Sjón. PEN-þingið á Íslandi  Heimsþing PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda, verður haldið í Reykjavík  Von er á 3-400 gestum á þingið Sjón SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Fullnaðarsigur í Icesave-málinu gefur nú aukin tækifæri til að taka á þeim ógnum sem vofa yfir íslensku efnahagslífi og heimilum. Í þeirri baráttu munum við sýna sömu festu og áður,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, í setningarræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. „Skjaldborgin um heimilin sneri öfugt, og skjaldborg sem snýr öfugt kallast umsátur. Við þurfum að leiða sóknina til að rjúfa umsátrið um heimilin. Þau mál snúast um réttlæti inn á við og þar þurfum við að sýna sömu festu og í baráttunni fyrir rétt- læti út á við,“ sagði Sigmundur Dav- íð. Hann sagði að megnið af kröfunum á hendur íslensku bönkunum væri ekki lengur í eigu þeirra sem töpuðu gríðarháum fjárhæðum á að lána ís- lensku bönkunum fjármagn. „Þær voru keyptar af vogunarsjóðum sem í flestum tilvikum hafa hagnast gríð- arlega á þeim,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann segir Íslendinga ekki geta leyft erlendum vogunarsjóðum að tefla framtíð íslensks efnahagslífs, heimilanna og fyrirtækjanna, í voða. Tækifæri kastað á glæ „Tíminn hefur leitt í ljós að þær til- lögur sem við lögðum fram fyrir fjór- um árum um leiðréttingu á skuldum heimilanna voru raunhæfar og nauð- synlegar. En vegna pólitískrar and- stöðu ríkisstjórnarflokkanna var því tækifæri kastað á glæ. Við vöruðum við því að bönkunum yrði skipt upp með þeim hætti sem raun varð. Æskilegra hefði verið að hafa nýju bankana minni og útlána- söfn þeirra betri. Í stað stefnu stjórnvalda um að setja mörg hundruð milljarða inn í allt of stóra nýja banka töldum við æskilegra að kaupa skuldabréf bank- anna sem þá voru seld á hrakvirði,“ sagði Sigmundur Davíð. Húsnæðislán verði leiðrétt Hann sagði framsóknarmenn hafa varað við því að myntkörfulán kynnu að verða dæmd ólögmæt og þess vegna mætti ríkið ekki taka þau til sín í nýju bankana. „Fyrrverandi við- skiptaráðherra taldi eftir dóminn að tap ríkisins af þeirri aðgerð næmi yf- ir eitt hundrað milljörðum,“ sagði Sigmundur Davíð. „Á þessu flokksþingi munum við í sameiningu móta enn fleiri tillögur um lausnir. Ef við komumst svo í að- stöðu til að framfylgja þeim munum við að sjálfsögðu beita okkur af sömu einurð og festu og einkennt hefur baráttu okkar til þessa.“ Í drögum að ályktun um málefni heimilanna segir að ekkert geti rétt- lætt annað en að ófyrirséð efnahags- hrun deilist á lánveitendur jafnt sem lántakendur. Enn vanti mikið upp á að bankar og önnur fjármálafyrir- tæki hafi unnið úr þeim gríðarlega flóknu og erfiðu skuldamálum sem heimilin eiga við að glíma, ekki síst vegna lagalegrar óvissu um ýmis mikilvæg mál, doða og ráðaleysis stjórnvalda. „Það er því krafa Fram- sóknarflokksins að stökkbreytt hús- næðislán verði leiðrétt á sanngjarnan hátt enda um forsendubrest að ræða við efnahagshrunið 2008. Brýnt er að að lausn fáist sem fyrst í dómsmál varðandi skuldir heimilanna en ólíð- andi er hve langan tíma hefur tekið að greiða úr málum,“ segir í tillög- unni. „Þurfum að rjúfa umsátrið“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Fulltrúar Borgfirðingar eiga sína fulltrúa á flokksþingi Framsóknarflokksins og taka þeir virkan þátt í störfum þess. 740 fulltrúar hafa rétt til setu á þinginu og á fyrsta degi þingsins voru um 450 þeirra mættir. Formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu við upphaf 32. flokksþings Framsóknarflokksins. Hann vill leiða starfið áfram.  Sigmundur Davíð sagði á flokksþingi að sigur í Icesave-málinu gæfi tækifæri til að taka á ógnunum efnahagslífs og heimila  Sagði tillögur um leiðréttingu á skuldum heimilanna hafa verið raunhæfar Flokksþing » 32. flokksþing er haldið í Gullhömrum í Grafarholti og lýkur á sunnudag. » Í dag halda almennar um- ræður áfram, kosið verður í embætti og afgreiðsla álykt- ana hefst. Þá verða Bjartsýnis- verðlaun Framsóknarflokksins 2013 afhent. » Á morgun verða ályktanir afgreiddar. Jafnréttisviður kenning Framsóknarflokksins 2013 verður afhent. Þinglok eru áætluð um kl. 14. Sigurður Ingi Jó- hannsson, þing- maður Framsókn- arflokksins í Suðurkjördæmi, lýsti því formlega yfir í ræðu á flokksþinginu í gær að hann byði sig fram til vara- formennsku. Kos- ið verður í embætti varaformanns í dag en Birkir Jón Jónsson er að hætta þingmennsku og gefur ekki kost á sér áfram. Í gærdag höfðu ekki fleiri framboð verið tilkynnt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lýsti því formlega yfir í setningar- ræðu sinni að hann vildi leiða flokk- inn áfram. Niðurstöður skoðanakannana benda til að fylgi Framsóknar- flokksins sé að aukast. Létt var yfir framsóknarmönnum á flokks- þinginu í gær og góð stemning. Vill í varafor- manninn Sigurður Ingi Jóhannsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði flokkinn ítrekað hafa bent á það á síðustu misserum að hagvöxt- urinn sem ríkisstjórnin hefði hreykt sér af væri borinn uppi af eyðslu séreignasparnaðar lands- manna og miklum makrílveiðum. „Þegar við bentum á mikilvægi þess að taka olíuleit og þjónustu við hana föstum tökum var talað um óraunhæfar væntingar og fjarlæga framtíðardrauma. Nú, aðeins fjór- um árum síðar, hafa rannsóknir staðfest að olíu og gas er að finna í íslenskri lögsögu,“ sagði Sigmund- ur Davíð í ræðu sinni. „Þegar við bentum á að breytt loftslag, mannfjölda- og búsetu- þróun í heiminum gerði það að verkum að við þyrftum að efla ís- lenska matvælaframleiðslu vorum við sökuð um sérhagsmunagæslu. Mikilvægi landbúnaðar og inn- lendrar matvælaframleiðslu er að aukast,“ sagði Sigmundur Davíð og benti á fleiri dæmi um málflutning flokksins. Makríll ber uppi hagvöxt ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is Rjómabolla laugardag, sunnudag og mánudag einfaldlega betri kostur verð 250,-/stk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.