Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Ég fór til Stykkishólms fyrir helgi og hitti þar sjómenn. Þeir voru að gera út sex tonna bát á síld og leggja fjögur reknet. Hvert net tólf til fimmtán metrar að lengd. Þeir voru á sjó frá klukkan 10 til kl. 14 og höfðu tvö og hálft tonn í túrn- um. Þeir fá um það bil 180 krón- ur fyrir kílóið, en 15 krónur af hverju kílói fara í greiðslu til rík- isins. Ársveiði- heimild þeirra af síldveiðum þetta árið er aðeins átta tonn. Það er ekki gaman fyrir þessa sjómenn að horfa á síldina við bryggjusporðinn og geta ekkert annað gert í stöðunni en bara horfa. Svo kemur annað mál sem valdamenn þjóðarinnar hafa leyft að fara úr böndum: Það er inn- heimta innheimtufyrirtækja sem virðist algerlega taumlaus hér á landi. Ég lenti undir hæl þeirra þegar ég var settur inn á spítala í stuttan tíma og gat ekki borgað tilfallandi reikninga. Fjögur hundruð þúsund urðu að tveim milljónum og enginn afsláttur gef- inn þótt uppgjör væri í boði, enda skuldlaus fasteign í minni eigu. Aðeins gefinn stuttur frestur fram að áður ákveðnu uppboði. Þar sem ég hafði áður sagt frá þessari reynslu minni á síðu Morgunblaðs- ins hafa margir haft samband við mig fram á þennan dag og bent mér á að þeir hefðu lent í svip- uðum raunum, þar sem allar skuldir hefðu fimmfaldast á undra- skömmum tíma. Það má benda á að níu lögfræðistofur höfðu 3,7 milljarða króna í hagnað á árunum 2009-2010. Má ætla að innkoma umfram kaup og rekstrarkostnað síðustu fjögur árin nái líklega 6-7 milljörðum króna, sem mögulega greiðist út sem arður. Það þýðir miklu minni skatt en af almennum launum. Annars er ég ekki frá því að Mótus sé að missa sig nokkuð. Þeir voru með í innheimtu reikning á mig fyrir stuttu, upp á u.þ.b. 4.200 krónur. Þessi reikningur fór fljótlega í 42.000 krónur. Það góða við þá innheimtu var að sá reikningur var mér óviðkomandi. Þó varð ég að mótmæla kröfuhafa skriflega, ann- ars var innheimtan gild. Hvernig ætli standi á því að engin sam- keppni er á þessum „innheimtu- markaði“? Er einhver mafíuþróun í gangi? Höfum það bak við eyrað að greiðendur eru þeir alverst settu í þjóðfélaginu í dag. Margumræddur Landspítali: Þetta er vinnustaður mikils fjölda fólks. Á þessum vinnustað þarf að vera kyrrð og ró og meng- unarlaust þar sem kostur er. Hér er ekki um dósaverksmiðju, bíla- verkstæði eða bátaviðgerðastöð að ræða. Mitt mat er að enginn einn maður hefði treyst sér til að ákveða núhugsaða staðsetningu spítalans. Þessi ákvörðun gat að- eins verið tekin af stórum hópi manna. JÓHANN BOGI GUÐMUNDSSON, vélvirkja- og húsasmíðameistari. Stóri bróðir Frá Jóhanni Boga Guðmundssyni Jóhann Bogi Guðmundsson Fyrirsögnin er skrumskæld úr ljóði Steins Steinars um Jón Kristófer kadett í hern- um. Spillingin á það sameignlegt með áfengissýki að hún vef- ur upp á sig og breiðist út í faraldur spillingar, sem erfitt er að laga. Þjófnaður Spillingu má ekki rugla saman við gripdeildir frá því opinbera eða einkaaðila. Það er ætíð smá prosenta í hverju þjóðfélagi sem á erfitt með að hemja sig, ef það getur stolið ein- hverju svo lítið beri á og almenna orðið yfir það er þjófnaður. Í sumum Evrópuríkjum eru þjóðfélagshópar sem hafa þjófnað að atvinnu og hafa lagt leið sína til Íslands. Spillingin Á Vesturlöndum er fjármála- og pólitíska spillingin orðin það víðtæk að löndin eru ekki lengur fjárhags- lega sjálfbær og þurfa að lifa á lán- um. Þegar lántakan er orðin óbærileg eru löndin lögð inn á Alþjóða gjald- eyrissjóðinn, sem er nokkurskonar SÁÁ fyrir pólitíska lánafíkla. Heimsbyggðin stóð á öndinni um áramótin þegar Bandaríkjaforseti (BNA) var að berjast við repúblikana í fulltrúadeildnni, en BNA var að falla fram af fjármálaklettinum. Mál- ið snerist um að hækka skatt á auð- menn, sem hafa fjármagnað kosn- ingabaráttu hægri manna gegn loforði um lága skatta. Samkomulag náðist á síðustu mín- útu, gegn því að skorið yrði niður í ríkisútgjöldum. Obama forseti fór strax fram á að hækka skuldaþak BNA, en þakið er lög- bundið, því forsetinn veit að ef kemur til nið- urskurðar í ríkisút- gjöldum þá er demó- krötum að mæta, þeir eru varðhundar kerf- isins að undanskildum hernaðarútgjöldum, en þar styðjast báðar fylk- ingar við www.co- hengroup.net Frá þessum miklu átökum í BNA, má álykta að þetta mesta stórveldi allra tíma sé að nálgast sólarlagið. Frakkland Í Frakklandi er nýr forseti Francois Hollande, en hann vann for- setakosningarnar með loforðalista sem var fullkomlega óraunhæfur. Hann lofaði auknum fjárfestingum í atvinnuvegum, en fv. forseti hafði verið á sparnaðarhjali við Þýska- landskanslara. Hollande vissi fyr- irfam að hann gat ekki efnt þetta því þá hefði lánshæfismat Frakklands hrunið og ofurskattur á auðmenn var ógiltur af stjórnlagadómi. Auðmenn fluttu úr landi og mesta athygli hlutu frægu leikararnir sem flugu til Moskvu og fengu faðmlag frá Pútin og rússneskan passa í hönd. Óraun- hæf kosningaloforð til að fífla al- menning eru ekkert annað en spill- ing. Grikkland Þegar Grikkir svindluðu sig til upptöku evru brast á mikið lánafyllirí með viðeigandi spillingu og ríkisvæð- ingu til að hygla þeim ranglátu á kostnað almennings. Það var engu líkara en Grikkir ætluðu að fá við- urkennda nýja Ólympíugrein, „hvít- flibba-skattsvik“. Christine Lagarde, þá fjármálaráðherra Frakklands, sendi grískum yfirvöldum lista yfir Grikki sem áttu fúlgur á svissneskum bankareikningum, en eftir tvö ár hef- ur listinn ekki verið birtur. Fv. for- sætisráðherra Grikklands, George Papandreous, kom fyrir skömmu í sjónvarpsviðtal og sagði að alþjóða fjármálakerfið væri orðið valdameira en stjórnmálakerfin. Hann hafði góða ástæðu til að vera óhress því 89 ára gömul móðir hans var á Lagarde- listanum með 550 milljónir dollara. Nomenklatura Orðið nomenklatura er latína og þýðir nafnalisti, en orðið var notað yf- ir Sovét-kommaklíkuna sem hugsaði aðeins um forréttindi og auðgun, en vanrækti að stjórna ríkinu. Það eru fleiri listar í gangi en gríski Lagarde-listinn og mín spurn- ing er hvort „nomenklatura“ hafi ekki flust frá Moskvu til Bruxelles. Íslensk stjórnvöld og fjár- málamenn hafa ekki misst af þessari þróun og þarf að gera því sérstök skil. ElíasKristjánsson elias@icelandbeahfarm.com En spillingin er lævís og lipur Eftir Elías Kristjánsson » Það eru fleiri listar í gangi en gríski Lagarde-listinn og mín spurning er hvort „nomenklatura“ hafi ekki flust frá Moskvu til Bruxelles. Elías Kristjánsson Höfundur er fv. forstjóri. E N N E M M / S IA / N M 26 92 1 www.bygg.is LANGALÍNA 15-23 Byggingafélag Gylfa og Gunnars byggir á 28 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði. Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 3ja hæða fjölbýlishúsi við Löngulínu 15-23 í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru frá 67-157 fm. Íbúðirnar verða með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar verða ýmist með góðum svölum eða stórri timburverönd. Stæði í bílageymslu fylgja flestum íbúðum. 150 m gönguleið í leikskóla og 350 m í grunnskóla Fjölskylduvænt hverfi í fallegu umhverfi R E Y N S L A • F A G M E N N S K A • M E T N A Ð U R NÝTT Sjálandi Garðabæ Sími: 520 9586 – Fax: 520 9599 Sími 562 4250 www.fjarfesting.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF BORGARTÚNI 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.