Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 ✝ HólmfríðurFriðriksdóttir fæddist á Sauð- árkróki 3. júlí 1937. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki 2. febrúar 2013. Foreldrar Hólm- fríðar voru Friðrik Guðmann Sigurðs- son bifvélavirki, f. 22.5. 1917, d. 5.9. 1987, og Brynhildur Jón- asdóttir, húsmóðir og verka- kona, f. 23.7. 1911, d. 18.4. 2007. Bróðir Hólmfríðar var Stefán Jónas Friðriksson, f. 31.1. 1941, d. 16.12. 1941. Uppeldissystir Hólmfríðar er Hildur Bjarna- dóttir, f. 1948, maki Bjarni Thors. Hólmfríður giftist 26.9. 1959 Jóni Karli Karlssyni frá Mýri Bárðardal, f. 11.5. 1937. Börn Hólmfríðar og Jóns eru: 1) Brynhildur Björg, f. 10.6. 1959, 23.4. 1969, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki, maki Guðný Jó- hannesdóttir, f. 4.1. 1974. Þeirra börn eru Rebekka Rán, f. 15.11. 1996, Árdís Eva, f. 6.5. 1997, Haukur Sindri f. 10.2. 1999 og Skírnir Már, f. 26.6. 2001. Starfsferill Hólmfríðar ein- kenndist í upphafi af hefð- bundnum verkakvennastörfum og verslunar- og þjónustu- störfum. Þannig vann hún við verslanir Kaupfélags Skafirð- inga, um tíma við fiskvinnslu og verksmiðjustörf, en lengst af á umboðsskrifstofu Brunabóta- félags Íslands á Sauðárkróki og seinna VÍS, þar af lengi sem um- boðsmaður ásamt eiginmanni sínum. Hún tók þátt í ýmsum fé- lagsstörfum og lengst af í Lions- hreyfingunni þar sem hún var mjög virk, bæði í sínum klúbbi og með eiginmanni sínum. Hún hafði mikinn áhuga á hvers kyns íþróttum, spilaði sjálf handbolta og var svo einn dyggasti stuðn- ingsmaður körfuboltans á Sauð- árkróki. Hún hafði einnig mikið yndi af allri handavinnu og skil- aði henni afar fallega frá sér. Útför Hólmfríðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 9. febrúar 2013, kl. 14. leikskólastjóri á Akranesi, maki Sig- mundur Ámunda- son, f. 7.4. 1956. Þeirra börn eru Jón Brynjar, f. 23.12. 1977, maki Berg- lind Karlsdóttir, f. 6.10. 1975. Birgir Óli, f. 11.4. 1980, hans börn eru Kristinn Bjarki, f. 21.11. 1998, dáinn sama dag, Harpa Sóley, f. 18.4. 2001 og Ísak Máni, f. 1.8. 2005. Sambýliskona Birgis Óla er Unnur Alexandra Sigurð- ardóttir, f. 22.9. 1971, hennar dóttir er Karolína Hrönn, f. 1.3. 1992. Bjarki, f. 1.9. 1990. 2) Friðrik, f. 3.8. 1960, véltækni- fræðingur, búsettur á Sauð- árkróki. Börn hans eru Stefán Friðrik, f. 18.8. 1982 og Ragn- hildur, f. 12.8. 1989, sambýlis- maður Ragnhildar er Aðalsteinn Arnarson, f. 3.4. 1986. 3) Karl, f. Öllu lokið, mamma. Slokknað ævi þinnar ljós. Hjúfrar sig að barmi þínum hvít og friðsæl rós. Lémagna sú hönd, er þerrði ljúfast vota kinn. – Drjúpi hljótt og rótt mín tár við dánarbeðinn þinn. Blessuð sé hver tíð, er leið á braut í fylgd með þér, vongleðin og ástúð þín, sem vakti yfir mér. – Bið eg þess af hjarta nú á bljúgri kveðjustund, að bænir þínar leiði þig sem barn á guðs þíns fund. (Kristinn Reyr) Við leiðarlok mömmu er margs að minnast bæði frá uppvexti og síðar. Ég minnist þess sem hún var mér og Simma og einstök amma drengjanna minna. Síðast en ekki síst minnist ég hennar sem hetjunnar sem barðist við veikindi sín sl. tíu ár af þvílíku æðruleysi og reisn sem orð ná ekki að lýsa og aldrei missti hún húmorinn. Þessi ár dvaldi hún á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki og naut þar þeirrar bestu aðhlynningar sem hægt er að hugsa sér. Stórfjöl- skyldan þakkar af alhug þeirra manngæsku og vináttu. Ég veit fyrir víst að nú er mamma farin á guðs síns fund. Þín dóttir, Brynhildur Björg. Ég var svo heppinn að vera langyngstur systkina minna og því varð baráttan um athygli mömmu aldrei mikil hjá mér. Á viðkvæm- um uppvaxtarárum naut ég móð- urástarinnar nær óskipt og geri mér grein fyrir því nú, þegar ég kveð mömmu hinni hinstu kveðju, hversu djúpstæð áhrif þessi hæg- láta, hlýja og gefandi kona hafði á mig. Margar af mínum fyrstu bernskuminningum eru um sjálf- an mig hlaupandi úr herberginu mínu og til mömmu, þar sem ég fékk hlýtt og innilegt faðmlag. Ekki út af neinu sérstöku, það var bara svo voðalega gott að finna hlýjuna sem frá mömmu streymdi. Ég var sannkallaður mömmu- strákur og ég held að ég hafi verið það fram á hennar síðasta dag. Ég entist á leikskóla í einn dag held ég, ég vildi hvergi annars staðar vera en hjá mömmu sem gutti. Mamma studdi mig með ráðum og dáð í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Hvort sem það var á íþróttasviðinu eða í tónlist, alltaf hvatti hún mig áfram og fylgdist með af hliðarlínunni. Hún mætti á flesta leiki sem Tindastóll spilaði í körfunni, allt fram undir það síð- asta og ég man hvað mér þótti það mikilvægt að hún væri meðal áhorfenda þegar ég var sjálfur að spila. Hólavegur 31 var ávallt op- inn fyrir vini mína og kunningja og ekki munaði mömmu um að bæta við diskum á eldhúsborðið ef ég dró félagana með mér heim á mat- ar- eða kaffitímum. Í hádeginu á leikdegi var eldað saltkjöt, enda trúði mamma því að með því fengi ég mikla orku fyrir átök kvöldsins og svo fór stundum að fleiri en einn liðsfélagi minn komu í mat líka. Það var nú ekki mikið vanda- mál. Mér er það mjög minnisstætt hvað mamma var dugleg að sauma. Ég gekk oft á tíðum í flík- um sem hún hafði saumað sjálf og hún vílaði ekki fyrir sér að sauma föt eftir pöntunum. Þannig vantaði mig einu sinni markmannsbuxur og hún var ekki lengi að sauma slíkar buxur með púðum á hnjám og mjöðmum. Eitt sinn langaði mig í upphitunargalla með smellu- buxum og sú var ekki lengi að búa það til í Tindastólslitunum og eftir öllum kúnstarinnar reglum. Það var mér gríðarlegt áfall þegar mamma veiktist 2003. Tilhugsunin um að eiga aldrei eftir að hitta þá móður sem ég þekkti og ól mig upp, var mér mjög þungbær. Breytingarnar sem urðu á hennar högum urðu miklar, en hún tókst á við lífið eftir þetta af æðruleysi og hafði pabba sér við hlið, sannkall- aðan klett í hafi, sem studdi hana og helgaði líf sitt umönnun hennar fram á hennar síðasta dag. Starfs- fólk dvalarheimilisins gerði henni svo lífið enn bærilegra og er leitun á öðru eins viðmóti og fagmennsku og þar er að finna. Þegar komið er að leiðarlokum eins og nú, er eðlilegt að minning- arnar streymi fram. Að lýsa þeim í stuttri minningargrein er ógern- ingur, en þeim mun meira ylja þær mér í huganum. Ég vildi óska þess að börnin mín og eiginkona hefðu fengið að kynnast þeirri konu bet- ur sem ól mig upp og kenndi mér svo margt gott í lífinu. Ég vona innilega að ég nái að endurspegla eitthvað af öllu því góða sem mamma stóð fyrir í mínu eigin daglega lífi. Karl Jónsson. Klettur, yndisleg móðir, amma, vinkona, eiginkona, allt eru þetta orð sem ég hef síðastliðin tæp níu ár heyrt um hana tengdamóður mína. Sjálf var ég svo óheppin að kynnast Lillu ekki áður en áfallið reið yfir en persónuleiki hennar varð aldrei samur þó svo að oft og tíðum hafi glitt í hina réttu Lillu. Það getur ekki hafa verið auðvelt að hafa verið kippt út úr hinu dag- lega lífi og yfir á hliðarlínuna en aldrei heyrði ég hana tengdamóð- ur mína kvarta yfir veikindum sín- um eða bera sig illa. Þegar glitti í hina glettnu móður og húsmóður fann ég til samkenndar og við náð- um vel saman. Áttum góðar ferðir bæði í borgina og á Akureyri þar sem kíkt var í búðir og gjafir keyptar. Lillu var umhugað um að passa upp á að börn og barnabörn fengju góðar gjafir og oft þótti henni tengdadóttirin ekki setja nógu mikið í pakkana og vildi fara að bæta í. Hún Lilla helgaði líf sitt eigin- manni og börnum og var óþreyt- andi að fylgja þeim eftir í lífi og starfi. Jóni sínum fylgdi hún í fé- lagsmálunum auk þess sem hún tók sjálf virkan þátt í félagsstarfi og var m.a. virk í Lionsklúbbnum Björk allt þar til heilsar leyfði það ekki lengur. Jón stóð eins og klett- ur við hlið eiginkonu sinnar í veik- indum hennar og allt til enda. Samband þeirra var fallegt, hreint og beint og okkur börnum og tengdabörnum til fyrirmyndar. Þá er ekki hægt annað en koma á framfæri þökkum til frábærs starfsfólks á deild 5 á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauðárkróki fyrir þá hlýju sem það alla tíð setti í umönnun Lillu okkar. Það er komið að kveðjustund. Hann Kalli minn var mömmu- strákur og mun alla tíð vera. Minning um góða konu mun lifa í afkomendum hennar sem í dag kveðja ættmóðurina. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðný Jóhannesdóttir. Þann 2. febrúar síðastliðinn kvaddi amma mín Hólmfríður Friðriksdóttir þennan heim eftir mikil og erfið veikindi undanfarin 10 ár. Þá rifjuðust upp margar minningar um hana sem munu hlýja mér um hjartarætur um mörg ókomin ár. Ég dvaldist mik- ið hjá ömmu þegar ég var yngri og eins komu hún og afi mikið til okk- ar fjölskyldunnar þegar við bjugg- um í Fljótunum á árunum 1978- 1981 og man ég vel eftir þeim heimsóknum þótt ég hafi ekki ver- ið hár í loftinu. Þegar við fluttum á Krókinn jukust samverustundirn- ar og var ég hjá ömmu og afa oft á hverjum degi og átti ég alltaf skjól hjá þeim ef mamma og pabbi fóru í ferðalög, eftir skóla eða eftir körfubolta- eða fótboltaæfingu. Oft kom ég snemma á morgnana til ömmu og afa og þá var uppá- haldsmorgunmaturinn ristað brauð, linsoðið egg og Nesquik- kakó. Amma mín var mikil áhuga- manneskja um allar íþróttir og þá sérstaklega körfubolta og fór hún á leiki með Tindastól þegar heilsan leyfði. Sjálfur fór ég ekki varhluta af íþróttaáhuga hennar og var hún mjög dugleg að fylgja mér, bæði þegar ég spilaði fótbolta og körfu- bolta og studdi hún mig mjög mik- ið. Þá eru eftirminnileg kvöldin þegar ég hjólaði til ömmu og horfði alltaf á Matlock og Derrick með henni þar sem við höfðum bæði mikinn áhuga á þessum þátt- um og voru oft skiptar skoðanir um hver væri morðinginn og hver ekki. Þótt ég yrði eldri þá minnk- uðu samskiptin lítið. Ég flutti reyndar frá Króknum til Reykja- víkur árið 1998 en ég var mjög duglegur að koma norður í heim- sókn og gisti ég alltaf hjá ömmu og afa vegna þess að mamma og pabbi fluttu líka í burtu frá Krókn- um þetta ár. Rúmlega tveimur ár- um seinna flutti ég á Skagaströnd og jukust heimsóknirnar á Krók- inn og þá voru amma og afi einnig mjög dugleg að heimsækja mig og Berglindi á Skagaströnd. En fyrir 10 árum dundi ógæfan yfir er hún veiktist skyndilega mjög alvarlega og þurfti hún að flytja á Heilbrigð- isstofnunina á Sauðárkróki. Það er alltaf mikið áfall þegar fótunum er kippt skyndilega undan mann- eskju í fullu fjöri og voru næstu ár mjög erfið. Hún náði aldrei líkam- legum bata en gat tjáð sig og vor- um við mjög dugleg að hringjast á og einnig ég að koma í heimsóknir á Krókinn til hennar. Hún tók veikindunum seinna meir af miklu æðruleysi og var dugleg að taka þátt í daglegu lífi hjá fjölskyldunni eins og fermingu yngri bróður míns á Akranesi árið 2004, fimm- tugsafmæli móður minnar á Akra- nesi árið 2009 og einnig þrítugs- afmæli hjá næstyngsta bróður mínum sem var haldið á Bifröst árið 2010 og þar hélt hún ræðu sem verður lengi í minnum höfð. En nú er kallið komið hjá ömmu minni og var hún eflaust hvíldinni fegin. Ég vil að lokum þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnunar- innar á Sauðárkróki fyrir frábæra umönnun á ömmu minni undan- farin 10 ár og bið góðan Guð að styrkja afa minn þar sem hann hefur misst lífsförunaut sinn til tæplega 60 ára. Elsku amma, takk fyrir mig. Þinn dóttursonur, Jón Brynjar Sigmundsson. Hólmfríður Friðriksdóttir  Fleiri minningargreinar um Hólmfríði Friðriksdótt- ur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Kríuhólar 2, 204-8976, 7,1420% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Eyþór Guðmundsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 10:30. Krummahólar 2, 204-9361, Reykjavík, þingl. eig. Jóhanna M. Krist- jánsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. ogTryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 10:00. Lambasel 32, 229-4556, Reykjavík, þingl. eig. Ásmundur Kristinsson og Sigrún Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunar- manna, miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. febrúar 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hátún 12, 229-8038, Reykjavík, þingl. eig. Hagtæki ehf, gerðar- beiðendur Íslandsbanki hf., Orkuveita Reykjavíkur og Reykjavíkur- borg, fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 14:30. Í Miðdalsl. II 125174, 208-4613, Mosfellsbæ, þingl. eig. Alda Valgarðs- dóttir, gerðarbeiðendur Mosfellsbær, Sýslumaðurinn í Hafnarfirði og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 10:00. Laugarnesvegur 100, 201-6480, Reykjavík, þingl. eig. Helga Björg Dag- bjartsdóttir og Ásgeir Óskarsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 15:00. Laxatunga 169, 231-6841, Mosfellsbæ, þingl. eig. þ.b. Elma Björk Diego, gerðarbeiðandi Mosfellsbær, fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 10:45. Sundlaugavegur 14, 201-8864, Reykjavík, þingl. eig. Björg Erlings- dóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf, fimmtudaginn 14. febrúar 2013 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. febrúar 2013. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför dóttur okkar, systur og mágkonu, HEKLU SIGMUNDSDÓTTUR dósents, Löngumýri 26, Garðabæ, sem andaðist fimmtudaginn 17. janúar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11 E, Land- spítalanum við Hringbraut, og Heimahlynningunni fyrir alúð og góða umönnun. Margrét Þorvaldsdóttir, Sigmundur Guðbjarnason, Snorri Sigmundsson, Sara Jewett Sigmundsson, Logi Sigmundsson, Ægir Guðbjarni Sigmundsson, Anna Linda Bjarnadóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU JÓHÖNNU JÓNSDÓTTUR, Dalbraut 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Karitasar og krabbameinsdeildar Landspítalans. Jón Gunnar Harðarson, Erla Skarphéðinsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kjartan Ólafsson, Steinunn Guðrún Harðardóttir, Níels Níelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru FREYJU NORÐDAHL, Reykjaborg, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir góða umönnun og einstaka hlýju. Guðbjörg Þórðardóttir, Kjartan Þórðarson, Sigrún Ragna Sveinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HAFSTEINS GUÐMUNDSSONAR rafvirkja, Ofanleiti 5. Sérstakar þakkir færum við dr. Guðmundi Rúnarssyni, hjúkrunarfólki á deildum 11B og 11G á Landspítalanum við Hringbraut og heimahjúkrun Karitasar fyrir góða umönnun. Sólveig Þóra Ragnarsdóttir, Helgi Hafsteinsson, Hildur Elfa Björnsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson, Stefanía Björnsdóttir, Elfar Þór Helgason, Birna Ósk Helgadóttir, Karen Guðmundsdóttir, Íris Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.