Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 SVIÐSLJÓS Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is „Við verðum vör við á Íslandi að aðal- samkeppnin á sviði ferðamála sé samkeppni milli þeirra flugfélaga sem eru að fljúga til og frá landinu. Mesta samkeppnin sem við eigum við að etja er samkeppnin við aðra áfangastaði en Ísland,“ segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. „Icelandair er búið að fjárfesta mikið í markaðssetningu á er- lendum mörkuðum og er með starfsfólk er- lendis í að kynna landið fyrir erlendum ferðamönnum og því mikilvægt að fjárfesta í markaðssetningu. Áfangastaðurinn Ísland selur sig nefnilega ekki sjálfur.“ Kaupstefnan haldin í 21. sinn Á ferðakaupstefunni Mid Atlantic í Laug- ardalshöllinni í gær voru kaupendur og selj- endur ferðaþjónustu teymdir saman í þeim tilgangi að mynda ný viðskiptatengsl, styrkja þau sem fyrir eru og auka ferða- mannastraum til Íslands. Kaupstefnan er haldin í 21. skipti og hefur aldrei verið fjöl- mennari, en hún er haldin á vegum Ice- landair. Þátttakendur á kaupstefnunni eru um það bil 700 og þar af eru hér 450 erlendir gestir frá 21 landi. „Á Mid Atlantic leiðum við saman kaup- endur og seljendur ferðaþjónustu frá Evr- ópu og Ameríku og svo Íslendinga til að kynna þá innlendu ferðaþjónustu sem þeir hafa upp á að bjóða,“ sagði Helgi. Kaupstefnan hefur stækkað mjög mikið síðustu þrjú árin, í svipuðum hlutföllum og leiðarkerfi Icelandair. „Leiðakerfi flugfélagsins hefur stækkað að meðaltali um 15% á ári síðastliðin þrjú ár og reiknum með svipuðum vexti árið 2013.“ „Þegar leiðakerfið vex og við aukum framboð ferða til og frá Íslandi eru meiri líkur á að við getum selt Ísland sem ákvörð- unarstað. Þegar við náum að auka fram- boðið á tengiflugi milli Evrópu og Banda- ríkjanna erum við jafnframt að búa til sætaframboð fyrir ferðir til Íslands.“ Meðal nýjunga í leiðakerfi Icelandair á árinu 2013 er að Toronto verður heilsársáfangastaður og flogið verður daglega til Parísar yfir há- veturinn. „Til samanburðar má nefna að á árunum 2002-2004 vorum við með 2-4 flugferðir til Parísar yfir vetrartímann, en nú verðum við með mjög reglulegt flug milli landanna,“ segir Helgi. Flogið milli Íslands og Alaska Anchorage í Alaska er nýr áfangastaður sem flogið verður til í sumar, ásamt Zürich í Sviss og St. Pétursborgar í Rússlandi. „Eina beina flugið milli Evrópu og Ancho- rage var áður frá Frankfurt en um var að ræða leiguflug. Flug Icelandair til Ancho- rage er hins vegar áætlanaflug. Ferðatíminn milli Íslands og Alaska er rúmir 7 klukku- tímar, sem er álíka langur flugtími og til Seattle eða Denver,“ segir Helgi, en að hans sögn hafa bókanir farið mjög vel af stað fyr- ir þetta flug og bókanir líta almennt mjög vel út hjá flugfélaginu miðað við væntingar. „Uppbyggingin á kaupstefnunni er að fólk er hér í Höllinni að kynna sína þjónustu, en svo bjóðum við líka upp á ferðir fyrir kaup- stefnugesti til Vestfjarða og Akureyrar. Með þessu erum við að reyna að jafna þess- ar árstíðasveiflur sem hafa einkennt ferða- þjónustuna, en líka að dreifa þeim erlendu ferðamönnum sem koma til Íslands um landið.“ Á milli Evrópu og Ameríku James Minton frá Visit Anchorage, ferða- málaráði Anchorage, var meðal kaup- stefnugesta. Að hans sögn munu fjöldamörg tækifæri skapast fyrir ferðaþjónustuaðila beggja vegna Atlantshafsins með tilkomu þessa beina flugs milli Íslands og Alaska. Flugleiðin um Ísland mun koma til með að vera sú besta fyrir fólk á ferð milli Alaska og Evrópu, sérstaklega Norður- landanna og Bretlands. „Þessi nýja flugleið styttir ferðina um fjöldamargar klukkustundir,“ sagði Minton. Aðspurður hvort ekki væri erfitt að fá fólk til að koma til Alaska, sérstaklega frá Íslandi, sagði hann að sú væri ekki raunin. „Norður-Evrópubúar eru vanir snjónum og kuldanum og það er því ekki til vand- ræða. Alaska býður upp á margt sem þú finnur hvergi annars staðar, eins og elgi sem ganga frjálsir um götur Anchorage. Alaskabúar eru líka mjög spenntir fyrir flugleiðum frá Íslandi, sérstaklega til Nor- egs í ljósi sameiginlegra hagsmuna landanna á sviði olíu- og sjávarútvegsmála. Að sama skapi finnst mörgum Alaskabúum spennandi kostur að heimsækja Ísland. Löndin eru vissulega svipuð á að líta, en Ísland á sér til að mynda miklu lengri sögu en Anchorage.“ Verður að segja frá fegurðinni Linn Falkenberg er í sjötta sinn á ferða- kaupstefnunni fyrir Ferðamálaráð Bergen í Noregi. „Það er mjög gott tækifæri fyrir okkur að geta komið saman hér á milli heimsálfanna og rætt viðskipti. Bandaríkjamenn eru sá hópur sem við erum helst að reyna að ná til hérna. Ísland er okkur mjög mikilvægt í þessari viðleitni okkar, bæði þegar kemur að því að ná tengslum og sem flugleið,“ sagði Falkenberg, en hún tók undir með Helga Má að áfangastaðir ferðamanna gætu ekki treyst á að staðir seldu sig sjálfir út á það eitt aðvera einstakir eða fallegir. „Orð- spor skiptir öllu máli. Noregur er fallegt land, en það er nauðsynlegt að segja fólki frá því,“ segir hún. Ísland kynnir sig ekki sjálft  450 erlendir gestir á ferðakaupstefnu í Laugardalshöll  Samkeppnin ekki meðal innlendra ferðaþjón- ustuaðila heldur landsins við aðra áfangastaði  Beint flug milli Íslands og Alaska í loftið með sumrinu Morgunblaðið/Golli Kaupstefnugestir Ferðakaupstefnan Mid Atlantic dró til sín 700 gesti í Laugardalshöllinni í gær, þar af 450 erlenda. Þetta er í 21. sinn sem kaupstefnan er haldin. Helgi Már Björgvinsson James Minton Linn Falkenberg „Ég vil leggja mitt af mörkum í því mikilvæga verkefni sem framundan er hjá Sjálfstæðisflokknum og von- ast til að framboð mitt styrki for- ystusveit flokksins enn frekar,“ seg- ir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. Hanna Birna sigraði með yfir- burðum í prófkjöri sjálfstæðismanna og skipar efsta sætið á framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður við komandi alþingiskosningar. Hún segist hafa fengið hvatningu til að bjóða sig fram. „Ég finn fyrir mikl- um stuðningi frá sjálfstæðisfólki um allt land og vona að það skili sér inn á landsfund,“ segir hún. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tók afstöðu í viðhorfskönnun sem Capacent Gallup vann um leið- toga Sjálfstæðisflokksins telur að Hanna Birna yrði sterkari formaður flokksins heldur en Bjarni Bene- diktsson, núverandi formaður. Hanna Birna segist ekki hafa vitað um þessa könnun fyrr en hún birtist í fjölmiðlum um hádegið í gær og hún hafi ekki haft áhrif á ákvörðun henn- ar. „Mér þykir auðvitað vænt um þennan mikla stuðning og er þakklát fyrir hann,“ segir hún og bendir jafn- framt á að þetta sé svipuð vís- bending og var fyrir síðasta landsfund þegar hún bauð sig fram til formanns. „Ég vona að ég svari þessu kalli með því að gefa kost á mér til forystu Sjálfstæðisflokksins. Ég sagði það á síðasta landsfundi og eftir prófkjörið að ég myndi ekki gefa kost á mér aftur gegn Bjarna Benediktssyni og það stendur,“ seg- ir Hanna Birna. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær um framboðið segir meðal ann- ars: „Í komandi kosningum skiptir miklu að Sjálfstæðisflokkurinn nái góðum árangri og stuðli að nauðsyn- legum breytingum til að binda enda á þá kyrrstöðu sem hér hefur hamlað uppbyggingu, framförum og lífskjör- um á síðustu árum. Aðeins með því að koma núverandi ríkisstjórn frá getum við vænst þess að skattar og skuldir lækki, atvinna aukist og Ís- land verði land tækifæra, lífsgæða og farsælla lausna.“ helgi@mbl.is „Ég vil leggja mitt af mörkum“  Býður sig fram til varaformennsku Hanna Birna Kristjánsdóttir Sigurður Helga- son, stjórnar- formaður Ice- landair Group, keypti í gær fjór- ar milljónir hluta í félaginu að and- virði 42 milljóna króna. Sam- kvæmt tilkynn- ingu frá Kaup- höll Íslands á Sigurður 14 milljónir hluta í Icelandair Group eftir kaup- in. Sigurður keypti hvern hlut á 10,55 krónur. Stærstu einstöku eig- endur í félaginu eru Lífeyrissjóður verslunarmanna og Framtaks- sjóður Íslands. Stjórnarformaður kaupir í Icelandair Sigurður Helgason Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. febrúar og einn til 14. febrúar í tengslum við rannsókn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu á um- fangsmiklu fíkniefnasmygli. Fjórmenningarnir, sem eru á fer- tugs- og fimmtugsaldri, voru hand- teknir í síðasta mánuði eftir að hald var lagt á verulegt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni. Efnin voru send hingað til lands í nokkr- um póstsendingum. Um tíma sat karl á þrítugsaldri einnig í gæslu- varðhaldi í þágu rannsóknarhags- muna en honum var sleppt í byrjun mánaðarins. Áfram í varðhaldi í stóru fíkniefnamáli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.