Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 29
KORTIÐ GILDIR TIL
31. maí 2013
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1100
2 FYRIR 1
Á TAPAS BARNUM
AF ÓVISSUFERÐ
MOGGAKLÚBBUR
Framvísið Moggaklúbbs-
kortinu áður en pantað er.
Tilboðið er í boði mánudaga og
þriðjudaga til og með 26. febrúar 2013
ATH! Gildir ekki með öðrum tilboðum.
RESTAURANT- BAR
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013
Vegna umfjöllunar í
Morgunblaðinu um
virðisaukaskatt á bæk-
ur sunnudaginn 3.
febrúar sl. vilja Félag
bókagerðarmanna
(FBM) og Samtök iðn-
aðarins (SI) koma eft-
irfarandi á framfæri:
FBM og SI styðja
málarekstur Prent-
smiðjunnar Odda eða móðurfélags
þess, Kvos, gegn íslenska ríkinu, þar
sem reynt er að fá því hnekkt að
lagður sé á 25,5% virðisaukaskattur
á bækur sem prentaðar eru hér á
landi og ætlaðar eru til endursölu, þá
fyrst og fremst fyrir bókaútgef-
endur.
Ef erlendar prentsmiðjur prenta
bækur eða tímarit fyrir íslenskan
bókaútgefanda er einungis lagður á
7% virðisaukaskattur við toll-
afgreiðslu, en íslenskum prent-
smiðjum er gert að leggja á 25,5% af
fullkláruðum bókum eða tímaritum.
Hjá þeim viðskiptavinum íslensku
prentsmiðjanna sem eru virðis-
aukaskattsaðilar og geta fengið virð-
isaukaskattinn endurgreiddan þýðir
þetta meiri fjárbindingu. En fyrir þá
viðskiptavini sem eru ekki virðis-
aukaskattsaðilar, svo sem fjár-
málastofnanir og ýmis opinber fyr-
irtæki, þýðir þetta einfaldlega hærra
verð sem nemur muninum á virðis-
aukaskattinum.
Ljóst er að þarna er í raun verið
að tollvernda erlenda framleiðslu og
þannig stuðla að því að flytja íslensk-
an iðnað og bókaframleiðslu úr landi.
Virðisaukaskattur
á bækur og tímarit
Eftir Georg Pál
Skúlason og Orra
Hauksson
Georg Páll Skúlason
» Ljóst er að þarna er í
raun verið að toll-
vernda erlenda fram-
leiðslu og þannig stuðla
að því að flytja íslensk-
an iðnað og bókafram-
leiðslu úr landi.
Georg Páll er formaður Félags bóka-
gerðarmanna og Orri fram-
kvæmdastjóri SI.
Orri Hauksson
Á þriðja þúsund
fyrirtækja glímir við
tifandi tímasprengju
í boði bankanna.
Þetta eru fyrirtækin
sem fengu hluta af
skuldum frestað
vegna þess að þau
réðu ekki við afborg-
anir af þeim að fullu
eftir efnahagshrunið.
Meinið er að stór
hluti þessara fyrirtækja getur
ekkert frekar ráðið við að greiða
biðlánin þegar kemur að gjald-
dögum á þessu ári og því næsta.
Ástæðan er einföld. Fyrirtækin
standa ekkert betur en þau gerðu
þegar gálgafresturinn var veittur.
Útgjöld hafa stóraukist vegna
hækkunar opinberra gjalda og
veikari krónu. Tekjur aukast lítið,
standa í stað eða dragast saman.
Um 700 lítil og meðalstór fyrir-
tæki fengu skuldafrest til þriggja
ára í gegnum „Beinu brautina“.
Nokkur þúsund til viðbótar fengu
mismunandi útgáfur af svipaðri
fyrirgreiðslu í bönkunum. Flest
eiga þessi fyrirtæki sameiginlegt
að skulda meira af stökkbreyttum
skuldum en þau ráða við.
Fallöxi biðlánanna
Biðlánin hanga yfir fyrirtækj-
unum eins og fallöxi. Þetta leiðir
til stöðnunar, því forráðamenn
fyrirtækjanna treysta sér ekki í
uppbyggingu eða annan vöxt. Þeir
vita ekkert hvað tekur við þegar
kemur að gjalddögum á lánum
sem þeir geta ekki borgað. Fyr-
irtækin eru heldur ekki söluvæn-
leg með ósjálfbæran skuldaklafa.
Án uppskiptingar á lán-
astaflanum og frestunar hluta
þeirra hefðu fyrirtækin vissulega
ekki getað staðið í skilum við
bankana. En gera þarf skýran
greinarmun á biðlánunum og lán-
um sem verið er að greiða af.
Hagfræðingur Samtaka fjármála-
fyrirtækja segir að al-
mennt séu lítil vanskil
rekstrarlána fyr-
irtækja sem hafa
gengið í gegnum fjár-
hagslega end-
urskipulagningu. Slíkt
sé vísbending um að
getan til að greiða
biðlánin sé almennt
góð. Engin innistæða
er fyrir þessari álykt-
un. Höfundur þessarar
greinar hefur starfað
með fjölmörgum fyrirtækjum að
endurskipulagningu fjármála eftir
hrun. Alls staðar er sama sagan,
bankarnir gera ýtrustu kröfur um
afborganir lána. Þeir mergsjúga
fyrirtækin, sem reyna af bestu
getu að standa undir greiðslum.
En þau geta ekki meir.
Bankarnir stöðva hagvöxt
Bankarnir hafa eignfært kröfur
á litlu og meðalstóru fyrirtækin
sem þeir vita fyrirfram að þeir
geta aldrei innheimt að fullu.
Samt ætla þeir að halda þessu
ferli til streitu. Staðan er ekki að-
eins slæm fyrir viðkomandi fyr-
irtæki, heldur ekkert síður fyrir
þjóðarbúið í heild sinni. Alkunna
er að fjölgun starfa er mest hjá
litlum og meðalstórum fyrir-
tækjum. Þar er gróskan, hreyf-
anleikinn og sveigjanleikinn. Öll
stórfyrirtæki byrjuðu sem lítil
fyrirtæki.
Ef fjármálastofnanir ætla að
halda fjórðungi íslenskra fyr-
irtækja í spennitreyju ósjálfbærra
skulda, þá mun seint bóla á þeim
hagvexti sem allir telja nauðsyn-
legan fyrir viðreisn eftir hrunið.
Skuldatíma-
sprengja bankanna
Eftir Sævar Þór
Jónsson
Sævar Þór Jónsson
» Á þriðja þúsund fyr-
irtækja glímir við
tifandi tímasprengju í
boði bankanna.
Höfundur er lögmaður.
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
ERUM AÐ
TAKA UPP
NÝJAR VÖRUR
FYRIR HERRA!