Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013
Það er útilokað að
ætlast til þess að al-
menningur sökkvi sér
ofan í öll þjóðfélagsmál.
Ég held að flestir setji
sig í besta falli inn í mál
sem snerta þá frá degi
til dags en hlusti að öðru
leyti í mesta lagi á fjöl-
miðlafólk, og stjórn-
málamenn sem eru
þeim að skapi. Þannig
mótar málflutningur stjórnmála-
manna og fjölmiðlafólks skoðanir
mjög margra og því finnst mér al-
gjört lágmark að þetta fólk setji sig
almennilega inn í þau mál sem það
kýs að fjalla um opinberlega, en
sleppi því ella. Þegar þetta fólk fer
rangt með staðreyndir þá ætla ég rétt
að vona að það sé vegna þekking-
arleysis eða fáfræði, sem þó er mjög
slæmt, en ekki vegna þess að það sé
vísvitandi að blekkja kjósendur. Mig
langar í þessari grein að taka tvö
dæmi um rangar fullyrðingar sem
sorglega oft er haldið fram af stjórn-
málamönnum og fjölmiðlafólki.
Skattar á Íslandi
eru lágir
Margoft hafa
ákveðnir íslenskir
stjórnmálamenn full-
yrt, án athugasemda
fjölmiðlamanna sem
tekið hafa við þá viðtöl,
að skattar á Íslandi séu
ennþá töluvert lægri en
á hinum Norðurlönd-
unum. Af tveimur or-
sökum er mjög villandi
að bera saman prósent-
ur í skattkerfi okkar Íslendinga ann-
ars vegar og svo á hinum Norð-
urlöndunum hins vegar. Í fyrsta lagi
greiðir vinnuveitandi á Íslandi sér-
stakt gjald af launum sinna starfs-
manna sem kallast tryggingagjald en
á hinum Norðurlöndunum er sam-
bærilegt gjald hluti af tekjuskatts-
greiðslum launþeganna. Í öðru lagi
tryggja Íslendingar sér lífeyrisrétt-
indi með því að greiða 4% af launum
sínum í skyldulífeyrissjóð og svo
greiðir vinnuveitandinn 8% til við-
bótar. Á hinum Norðurlöndunum er
ígildi bæði þessa framlags launþeg-
ans og vinnuveitandans líka hluti af
tekjuskattsgreiðslum launþegans. Til
þess að fá réttan samanburð skulum
við hugsa okkur tvo einstaklinga sem
báðir kosta vinnuveitanda sinn
430.600 danskar krónur, eða
9.491.712 íslenskar krónur, á ári. Það
jafngildir 790.975 íslenskum krónum
á mánuði. Annar býr í Danmörku,
sem er oft tekin sem dæmi um land
með mjög háa skatta, en hinn á Ís-
landi og við skulum skoða hversu stór
hluti af launakostnaði vinnuveitand-
ans fer í opinber gjöld og til að
tryggja viðkomandi einstaklingi líf-
eyrisréttindi.
Í Danmörku er þrepaskipt og stig-
hækkandi skatthlutfall með hækk-
andi tekjum og þar að auki er skatt-
urinn samsettur úr mörgum þáttum.
Til einföldunar nýti ég mér upplýs-
ingar á vefsvæði skattsins í Dan-
mörku. Ég varð að velja einhverja
línu úr töflunni hér fyrir neðan til að
skoða og ég valdi töluna 430.600
danskar krónur á ári, sem jafngildir
790.975 íslenskum krónum á mánuði,
til þess að taka laun sem væru í hærri
kantinum en alls ekki þau hæstu. Þar
með er ég örugglega með a.m.k. hluta
af þeim hópi sem kallaðir hafa verið
„millistéttaraular“. Þessa sömu tölu
notaði ég svo líka til útreikninga mið-
að við forsendur á Íslandi. (Sjá töflu
1.)
Af 430.600 dkr á ári í heildar-
launakostnað vinnuveitandans fara
150.000 dkr eða 34,8% í opinber gjöld
og til að tryggja viðkomandi launþega
lífeyrisréttindi.
( Sjá töflu 2.)
Á einum mánuði þýðir þetta
345.874 kr í opinber gjöld og til að
tryggja launþeganum lífeyrisréttindi
sem jafngildir 43,7% af heildar-
launakostnaði vinnuveitandans.
Af þessum tölum má sjá að af mán-
aðarlegum launakostnaði vinnuveit-
anda upp á 790.975 kr fara í Dan-
mörku 34,8% í opinber gjöld og til að
tryggja lífeyrisréttindi viðkomandi
launþega en 43,7% á Íslandi. Þetta er
raunin þrátt fyrir að í Danmörku séu
svo t.d. barnabætur og ígildi vaxta-
bóta ekki tekjutengd eins og á Íslandi
sem getur hækkað jaðarskattskatt-
byrðina mjög verulega hjá íslensku
barnafólki svo ekki er það ástæðan
fyrir þessum mun.
Fyrirtækjaskattar
á Íslandi eru lágir
Hér er á sama hátt verið að bera
saman kerfi sem eru í grundvall-
aratriðum ólík og því verður sam-
anburðurinn blekkjandi. Í „háskatta-
landinu“ Danmörku greiða
fyrirtækin í skatt til ríkisins 25% af
hagnaði, ef einhver er, en ekkert ef
fyrirtækið skilar ekki hagnaði. Á Ís-
landi greiða fyrirtækin vissulega
„bara“ 20% skatt af sínum hagnaði, ef
einhver er, en því til viðbótar greiða
þau síðan n.k. ígildi skatts af launum
starfsmanna sinna sem ég nefndi hér
fyrir ofan, þ.e.a.s. 7,79% í trygginga-
gjald og 8% í mótframlag í lífeyr-
issjóð, algjörlega óháð afkomu.
Vangaveltur
Auðvitað geta stjórnmálamenn og
fjölmiðlafólk alveg haft þá skoðun að
best sé að fólk borgi meiri hluta tekna
sinna til ríkisins og þaðan sé fjár-
munum svo útdeilt á réttan og sann-
gjarnan hátt. Þessi hugsjón byggist
væntanlega á því að stjórnmála- og
embættismenn séu hæfari til að fara
með fé heldur en við hin. Ég tel að
vísu að þetta ágæta fólk sé ekkert
betur skapað en aðrir en þessar hug-
sjónir eiga a.m.k. ekkert skylt við hin
Norðurlöndin.
Vonandi
bara fáfræði
Eftir Jónas Þór
Birgisson
» Það er mjög alvar-
legt mál þegar
stjórnmálamenn og fjöl-
miðlafólk halda hrein-
lega röngum staðhæf-
ingum að kjósendum
Jónas Þór Birgisson
Höfundur er lyfsali og stundakennari.
Tafla 1. Tekjur og skattgreiðslur einstaklinga í Danmörku á heilu ári
Heildarlaun Skattskyld Tryggingagjald Útsvar, trúfélags- Tekjuskattur Hátekjuskattur Skattur af Heildarskattar
laun og heilbrigðisgjald eigin tekjum og tryggingagj.
148.400 kr. 129.900 kr. 3.900 kr. 28.700 kr. 4.600 kr. 100 kr. 37.300 kr.
179.900 kr. 157.900 kr. 4.600 kr. 37.800 kr. 6.000 kr. 100 kr. 48.500 kr.
213.000 kr. 179.200 kr. 8.700 kr. 44.800 kr. 7.300 kr. 100 kr. 200 kr. 61.100 kr.
264.300 kr. 213.000 kr. 15.100 kr. 55.700 kr. 9.300 kr. 100 kr. 300 kr. 80.500 kr.
313.000 kr. 246.200 kr. 20.800 kr. 66.600 kr. 11.300 kr. 200 kr. 300 kr. 99.200 kr.
364.900 kr. 284.000 kr. 26.100 kr. 78.800 kr. 13.400 kr. 1.100 kr. 500 kr. 119.900 kr.
430.600 kr. 339.600 kr. 31.300 kr. 96.500 kr. 16.100 kr. 5.100 kr. 1.000 kr. 150.000 kr.
720.800 kr. 548.400 kr. 46.000 kr. 161.200 kr. 25.700 kr. 34.000 kr. 21.500 kr. 288.400 kr.
Heimild: http://www.skm.dk./tal_statistik/indkomstfordeling/8905.html.
Tafla 2. Tekjur og skattgreiðslur einstaklinga á Íslandi á mánuði
Heildarlaun 683.112 kr.
Tryggingagjald 53.214 kr.
Mótframlag í lífeyrissjóð 54.649 kr.
Heildarlaunakostnaður vinnuveitanda 790.975 kr.
Framlag launþega í lífeyrissjóð 27.324 kr.
Skattstofn 655.788 kr.
Tekjuskattur í miðþrepi 171.337 kr.
Tekjuskattur í lægsta þrepi 85.882 kr.
Persónuafsláttur 46.532 kr.
Frádráttur samtals 345.874 kr.
Heimild: http://www.rsk.is/
Eldri borgarar Hafnarfirði
Þriðjudaginn 5. febrúar 2013 var
spilað á 16 borðum hjá FEBH (Fé-
lag eldri borgara í Hafnarfirði),
með eftirfarandi úrslitum í N/S:
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 373
Óli Gíslason – Sverrir Jónsson 362
Örn Einarsson – Viðar Valdimarss. 345
Jón Sigvaldason – Katarínus Jónss. 344
Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 341
A/V:
Kristrún Stefánsd. – Sverrir Gunnarss. 397
Tómás Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss.
376
Ágúst Vilhelmss. – Kári Jónsson 369
Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 363
Knútur Björnsson – Sæmundur Björnss.
358
Sautján borð í Gullsmára
Spilað var á 17 borðum í Gull-
smára mánudaginn 4. febrúar. Úr-
slit í N/S:
Katarínus Jónsson - Jón Bjarnar 328
Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 325
Örn Einarsson - Jens Karlsson 315
Jón Stefánsson - Viðar Valdimarsson 313
Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 293
A/V:
Ásgr. Aðalsteinss. - Ragnar Ásmundss. 308
Jón Jóhannsson - Sveinn Sveinsson 301
Svanhildur Gunnarsd. - Magnús Láruss.
298
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 298
Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 296
Stöðug og góð þátttaka er í spila-
mennskunni í Gullsmára
þessa dagana. Spilað var á 17
borðum fimmtudaginn 7. febrúar.
Úrslit í N/S:
Sigurður Björnss. - Stefán Friðbjarnars.
344
Katarínus Jónsson - Jón Bjarnar 293
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 285
Jónína Pálsd. - Þorleifur Þórarinss. 284
Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 275
A/V
Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 306
Ernst Backmann - Hermann Guðmss. 298
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 297
Guðbjörg Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 297
Elís Helgason - Gunnar Alexanderss. 297
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Borðplötur
í öllum stærðum og gerðum
• Swanstone
• Avonite
• Harðplast
• Límtré
Smíðað eftir máli
og þínum óskum
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. febrúar.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku & förðun
föstudaginn 15. febrúar
Í blaðinu verður fjallað
um tískuna vorið 2013 í
förðun, snyrtingu, fatnaði
og fylgihlutum, auk
umhirðu húðarinnar,
dekur og fleira.
Tíska & förðun