Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013
✝ Ingibjörg Guð-laug Hall-
grímsdóttir fædd-
ist 7. maí 1948 á
Klukkufelli í
Reykhólasveit.
Hún andaðist á
heimili sínu á Ísa-
firði hinn 29. jan-
úar 2013. For-
eldrar hennar
voru María Char-
lotta Christensen
frá Reykjavík, f. 26. október
1912, d. 4. maí 2004, og Hall-
grímur Sveinsson frá Hofs-
stöðum í Reykhólasveit, f. 1.
ágúst 1912, d. 21. júlí 1996.
Systkini Ingibjargar eru: Birg-
ir Hallgrímsson, f. 25. desem-
ber 1935, og Gíslína Rannveig,
f. 6. maí 1941. Ingibjörg hóf
Múli, f. 18. mars 1977, í sam-
búð með Stefaníu Helgu Ás-
mundsdóttur, eiga þau þrjú
börn. 5) Kristján Bjarni, f.
28. september 1978, í sambúð
með Elísabetu Margréti Jón-
asdóttur og eiga þau fjögur
börn. 6) Óskar Gunnar, f. 17.
apríl 1981. 7) Aron Elmar, f.
2. febrúar 1991, í sambúð
með Natalie Chaylt.
Ingibjörg var heimavinn-
andi húsmóðir fyrst um sinn
eða þar til elstu börnin henn-
ar komust á skólaaldur, þá
fór Ingibjörg að vinna úti og
byrjaði hún að vinna í
Rækjustöðinni á Ísafirði, í
gegnum tíðina vann hún við
ræstingar í Kaupfélagi Vest-
firðinga og Sparisjóði Vest-
firðinga en síðustu ár vann
hún hjá Rækjuverksmiðjunni
Kampa sem áður var Bása-
fell, og Mótusi. Ingibjörg
verður jarðsungin frá Ísa-
fjarðarkirkju laugardaginn 9.
febrúar 2013 og hefst athöfn-
in kl. 14.
sambúð með Karli
Georgi Kristjáns-
syni frá Ármúla
við Ísafjarð-
ardjúp, f. 21. apr-
íl 1945, d. 29. júlí
2004. Þau slitu
samvistum. Börn
Ingibjargar og
Karls eru: 1) Rósa
María, f. 10. maí
1968. 2) Sigurður
Guðmundur, f. 12.
janúar 1971, í sambúð með
Fanneyju Erlu Hansdóttur,
eiga þau þrjú börn, fyrir á
Sigurður tvær dætur og
Fanney eina dóttur. 3) Bylgja
Hrönn, f. 14. júlí 1974, gift
Hilmari Skúla Hjartarsyni,
eiga þau tvö börn, fyrir á
Bylgja tvö börn. 4) Ármann
Elsku besta mamma, þetta
var mjög óvænt fyrir alla, þú
kvaddir alltof fljótt en minning-
arnar lifa. Við höfum átt svo
góðar stundir saman sérstak-
lega í olofsferðunum með Verk-
vest og þú varst svo ánægð
með ferðina sem við fórum með
þeim til Vestmanneyja í ágúst
síðastliðnum. Minningarnar úr
þessum ferðum eiga eftir að
ylja þegar söknuðurinn hellist
yfir eins og allar skemmtilegu
stundirnar sem við höfum átt
bæði við prjónaskap bara tvær
og með fleirum. Síðasti prjóna-
hittingurinn okkar var einstak-
lega skemmtilegur vegna þess
að Aron Elmar bættist í hópinn
og þú hlóst manna mest yfir
þeim tilfæringum sem hann
sýndi með prjónana. Þú hefur
verið kletturinn okkar systk-
inanna allra í gegnum tíðina og
helgaðir þig algjörlega börnum
og barnabörnum sem og fjöl-
skyldunni allri. alltaf varstu til
staðar hvenær sem var fyrir
alla.
Til vitnis um það má segja
frá að þegar Sella frænka kom í
heimsókn eitt skiptið og sá allt
renneríið á fólki inn og út hjá
þér þá lét hún útbúa skilti sem
á stóð Hótel mamma – opið all-
an sólarhringinn og færði þér.
Átti það skilti einstaklega vel
við á þínu heimili og hékk alltaf
fyrir framan útidyrnar þínar.
Þessi fallegi texti hans Óm-
ars Ragnarssonar kemur ekki
að ástæðulausu upp í hugann
þegar maður hugsar til þín:
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig
og þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á
að þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð
ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust
má.
Hún er íslenska konan, sem gefur
þér allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í
mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig
og gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún
rís, og sjá: Þér við hlið er þín
hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar
og vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Elsku mamma, lífið verður
skrítið og tómlegt án þín og
söknuðurinn mikill þar sem við
vorum vanar að hittast eða í
það minnsta heyrast alla daga
en ég er handviss um að þú
sért á góðum stað og hittir
ömmu og afa ásamt fleirum
sem farnir eru á undan þér og
verður það huggun þegar sökn-
uðurinn hellist yfir.
Þín dóttir,
Rósa María.
Hér sit ég með blýant í
hendi. Minningarnar um
mömmu koma hver af annarri
en að koma þeim á blað er erf-
itt því hugurinn er ennþá í
leiðslu og líkaminn dofinn.
Sársaukinn nístir inn að beini
af söknuði og tómleika. Mamma
var heilsuhraust kona sem féll
frá með skyndilegum hætti sem
við sættum okkur ekki við. Að
taka upp símann og heyra í
mömmu var fastur liður á
hverjum degi, einnig að hitta
hana sem oftast yfir kaffibolla
og góðu spjalli, enda er ég mik-
il mömmustelpa. Að heyra ekki
í röddinni hennar eða sjá hana
aftur er sársauki sem ég get
ekki lýst, hann er svo mikill.
Minningarnar um mömmu mun
ég alltaf varðveita og halda á
lofti.
Ég þakka mömmu fyrir alla
þá miklu ást og umhyggju sem
hún færði mér og börnunum
mínum Antoni Ívari, Alexíu
Ýri, Ingibjörgu Mögnu og Karli
Skúla sem sakna hennar mikið.
Sofðu rótt, elsku mamma
mín, ég veit að þú og pabbi tak-
ið á móti mér þegar minn tími
kemur.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Með þökk fyrir allt.
Þín
Bylgja Hrönn.
Elsku mamma, tengda-
mamma og amma. Það er ótrú-
legt að hugsa til þess að þú sért
farin. Það er svo erfitt að trúa
því, okkur langar svo að koma í
kaffi og góðu vöfflurnar þínar,
og það brást ekki að þú bauðst
börnunum upp á ís. Mikið þykir
mér vænt um það þegar ég
heyrði það frá systkinum mín-
um að þú ætlaðir að koma mér
á óvart með peysunni sem þú
varst að prjóna en áttir bara
örlítið eftir til að klára. Þú
varst alltaf svo glaðlynd, bros-
andi og alltaf svo hlý og
skemmtileg, þú tókst alltaf þátt
í öllum fíflalátunum með okkur.
Það er erfitt að sætta sig við
orðinn hlut, þú þessi harðdug-
lega kona sem vannst myrkr-
anna á milli og allt saman gert
fyrir börnin þín og barnabörn
sem voru alltaf númer eitt, þú
vildir allt fyrir okkur gera. Við
munum svo vel eftir hlátrinum
þínum, eins og t.d. þegar við
keyrðum þig á Chevrolet Mal-
ibu-inum þínum í bæinn í seinni
vinnuna þína en þá kom eitt af
uppáhaldslögunum þínum, „San
Francisco“, í útvarpinu og auð-
vitað var tekinn aukahringur
og hlustað, fíflast og hlegið.
Okkur er efst í huga hvað þú
varst hlý, brosmild og góð kona
sem aldrei sagði styggðaryrði
um nokkurn mann, stóðst alltaf
eins og klettur við bakið á okk-
ur í blíðu og stríðu. Þetta ljóð
lýsir þér vel:
Við kveðjum þig með tregans þunga
tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin
ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
Móðir, amma, minningin um þig
er mynd af því sem ástin lagði á sig.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku mamma mín, tengda-
mamma og amma, þú lifir
áfram í hjörtum okkar og
draumum.
Kær kveðja,
Kristján Bjarni, El-
ísabet, Grétar, Natalía,
Hera og Karl.
Elsku besta amma mín, ég
vil tileinka þér þetta ljóð sem
ég orti 2009 og gaf þér í jóla-
gjöf sama ár:
Ég horfi á fjöllin, hjartað slær.
Ég horfi í augun þín, hjartað slær.
Ég finn sársauka, hjartað slær.
Ég græt, hjartað slær.
Ég brosi í gegnum tárin, hjartað
slær.
Ég finn hamingju, hjartað slær.
Ég sef, hjartað slær.
Ég vakna og hjartað slær.
Elsku amma, takk fyrir allt,
elska þig.
Þín ömmustelpa að eilífu,
Alexía Ýr Ísaksdóttir.
Ingibjörg Guðlaug
Hallgrímsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku mamma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín verður sárt saknað.
Þinn elskandi sonur,
Óskar Gunnar.
Elsku mamma.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Reinhold Niebuhr.)
Þín verður sárt saknað.
Þinn elskandi sonur,
Aron Elmar.
Fleiri minningargreinar
um Ingibjörgu Guðlaugu
Hallgrímsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGVELDUR BJARNADÓTTIR
THORODDSEN,
lést á Hrafnistu mánudaginn 4. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 12. febrúar kl. 15.00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á líknarfélög.
Ásta Steinunn Thoroddsen, Bolli Héðinsson,
Gígja Guðfinna Thoroddsen,
Ólafur Thoroddsen, Sigurbjörg Sverrisdóttir,
Einar Gunnar Guðmundsson, Arna Hauksdóttir,
Sverrir Bollason, Inga Rún Sigurðardóttir,
Atli Bollason, Ásrún Magnúsdóttir,
Brynhildur Bolladóttir,
Ólöf Jónína Thoroddsen,
Hrafnhildur Thoroddsen
og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir sýndan samhug vegna fráfalls systkinanna
HREINS HERMANNSSONAR
og
HERMÍNU HERMANNSDÓTTUR.
Sú nánd og umhyggja sem fjölskyldum okkar hefur verið veitt
hefur reynst ómetanleg og án hennar værum við öll fátækari.
Yndisleg systkini sem snertu tilveru svo margra með fallegu
hjartalagi.
Minning ykkar lifir um ókomna tíð í hugum okkar og hjörtum
Sérstakar þakkir fær krabbameinsdeild Landspítalans við
Hringbraut.
Hrefna Haraldsdóttir og fjölskylda.
Kári Jónsson og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir fyrir vináttu, samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR ÞÓRS
SIGURBJÖRNSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar-
heimilisins Höfða og Sjúkrahúss Akranes.
Sigurður Villi Guðmundsson, Dagbjört Friðriksdóttir,
Þórunn Guðmundsdóttir, Bjarni Ásmunds,
Vilhjálmur Þór Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir,
Salvör Guðmundsdóttir, Stefán H. Stefánsson,
Sigurbjörn Guðmundsson, Svandís Ásgeirsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HÉÐINS ÁGÚSTSSONAR,
Skúlagötu 20,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi.
Gylfi Ómar Héðinsson, Svava Árnadóttir,
Hörður Héðinsson, Berglind Bendtsen,
Rut Marsibil Héðinsdóttir, Þorkell Einarsson,
Páll Vignir Héðinsson, Gunnhildur Kjartansdóttir,
Ágúst Héðinsson, Baldvina Snælaugsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Sendi mínar hjartans kveðjur öllum þeim sem
vottuðu sambýlismanni mínum,
SÍMONI KRISTJÁNSSYNI
frá Neðri-Brunnastöðum,
virðingu sína, sendu mér blóm og samúð í
öllum mannlegum myndum.
Guð blessi ykkur öll.
Lilja Guðjónsdóttir,
Akurgerði 25, Vogum.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800