Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Segðu hvað þú vilt, hátt og snjallt og oft eru margir áhrifamenn í kallfæri. Gættu þess bara að sigurlaunin lendi svo í réttum höndum. 20. apríl - 20. maí  Naut Sérstök verkefni njóta aukinnar at- hygli og heppni. Hálfnað er verk þá hafið er, uppskeran verður góð hjá þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Enginn er eyland, því ræður sam- skiptahæfni miklu um hvernig gengur í líf- inu. Ef þig vantar félaga er fólk í vogar- og ljóns-merkinu upplagt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er hægt að leiða öðrum sann- leikann fyrir sjónir án þess að beita ofbeldi. Þú skalt leyfa listrænum hæfileikum þínum að njóta sín. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ástin hefur ýmis hlunnindi í för með sér. Forðastu rifrildi við fjölskyldumeðlimi, þau eru ekki þess virði. Haltu þínu striki í baráttunni við svefnleysið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ljúktu andlegu vinnunni af áður en þú mætir í vinnuna. Þó skjólið sé gott er samt mjög nauðsynlegt að takast á við lífið fyrir utan. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur reynst dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Þú ert í sviðsljósinu og skalt njóta þess óspart á meðan það varir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ævintýragirni þín kemur ber- lega í ljós næstu mánuðina. Gaumgæfðu vel alla málavexti áður en þú grípur til aðgerða svo allt snúist ekki á versta veg. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert sérlega sannfærandi í dag og átt því auðvelt með að selja bæði hluti og hugmyndir. Til að vinna hjarta fólks verður þú að framkvæma meira en eðlilegt er. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreyndir og það þurfa allir að gera. Frábærar gjafir og hlunnindi berast þér hugsanlega. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki áhyggjur af framvindu mála á vinnustað sliga þig því þótt syrti í ál- inn birtir öll él upp um síðir. Talaðu svo beint frá hjartanu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fylgdu málunum vel eftir jafnvel þótt þér kunni að leiðast öll smáatriðin. Dag- urinn í dag er góður til að sinna fjölskyld- unni. Karlinn á Laugaveginum hefurekki farið dult með skoðanir sínar og skeggræðir pólitíkina gjarna við vinkonu sína í kotinu uppi á Holtinu. Þau fylgjast grannt með skoðanakönnunum: Mín kerling á Holtinu hváði: Hvort er komið að því sem ég spáði að lúti í gras eftir gegndarlaust þras græningjaflokkurinn snjáði? Það er skemmtilegt að fletta Vísnasafni Sigurðar Jónssonar frá Haukagili, sem var allra manna fróðastur í þeim efnum og fór bet- ur með vísur en aðrir sem ég hef þekkt. Hann var nákunnugur systkinunum frá Grafardal og birt- ir vísur eftir þau sjö að tölu hverja á fætur annarri: Pétur Beinteins- son: Fyrir handan fjarðar djúp fjöllin standa sem ég kenni, tigið land í ljósan hjúp lagt sem andað gamalmenni. Halldóra B. Björnsson: Þó mér sitthvað þætti að og þótt ég kenndi ama á langri ævi lærði eg það að láta mér standa á sama. Einar Beinteinsson: Gæfist næði væna víf væri æði gaman að við bæði lítið líf létum fæðast saman. Sigríður Beinteinsdóttir: Mjúk í gangi er merin slyng makkann hringar Jóns í fang. Grasið angar grænt í kring, grjótið springur fróns um vang. Björg Beinteinsdóttir: Leiktu þér ekki að ljósunum sem loga í hjartans kjarna. Fyrir daðurdrósunum Drottinn passi Bjarna. Guðný Beinteinsdóttir: Gekk ég út í grimma hríð götuna ekki þekkti. Fannst mér þá sem veröld víð villti mig og blekkti. Sveinbjörn Beinteinsson: Þó að frjósi foldarsvæði fögur kjósa lögin má. Nú skal hrós í nýju kvæði norðurljósa gyðjan fá. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stökur systkinanna frá Grafardal Í klípu „VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ EINHVERJUM SEM GETUR SINNT MÖRGU Í EINU ... EN EKKI NÚNA Í VIÐTALINU SAMT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BORÐ VIÐ GLUGGANN, TAKK.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að láta keppnisskapið ekki hlaupa með þig í gönur þegar hún er í bílnum með þér. MANNAUÐS- DEILD BÍLSKÚRS- SALA 30 0 M . ODDI ER AÐ KLIFRA Í TRÉ. OG, EINS OG VIÐ HIN VITUM, ÞÁ ERU HUNDAR EKKI MJÖG GÓÐIR Í ÞVÍ. HVERNIG GENGUR, HRÓLFUR? HRÆÐILEGA! ÉG HEF MEIRA AÐ SEGJA ÞURFT AÐ SELJA AUGLÝSINGAPLÁSS. Á LEIÐINNI TIL KAUPMANNA- HAFNAR? BORÐAÐU Á SVENSEN VEITINGAHÚSINU! Vetur, vetur og aftur vetur. Vík-verji nýtur íslenskrar veðráttu um þessar mundir. Víkverji var nefnilega spurður um daginn hver uppáhaldsárstíð hans væri. Honum vafðist tunga um tönn og gerði sér grein fyrir því að hann ætti erfitt með að gera upp á milli þeirra. Ein- faldlega sökum þess að hver og ein hefur sína kosti og galla. Þær brjóta upp rútínuna og bæta kryddi í lífið. Þó sumarið sé yndislegt þá gæti Vík- verji ekki eingöngu dvalið í sumrinu. Það vantaði allt fúttið, rokið og um- hleypingana sem gefa til kynna að eitthvað sé að gerast. x x x Ætli dálæti Víkverja á snjó ogkulda nái ekki inn að hjartarót- um sökum þess að hann fæddist í snjóþungum desembermánuði? Hver veit? Víkverja finnst hann aldrei vera jafn mikið á lífi og þegar hann er vel gallaður að berjast við náttúruöflin; með vindinn í fangið eða frostbit á kinnum. Margir halda að veðrið sé verra en það er í raun og veru þegar þeir líta út um gluggann. Í tilheyr- andi útbúnaði sem nútímaþægindi bjóða upp á verður fátt til fyrirstöðu til að takast á við úrkomu eða kára. x x x Víkverja þykir fátt jafnast á við aðganga í snjó og finna marrið undir skónum í hverju skrefi. Hugur- inn róast við það eitt að heyra marr- ið. Lyktin úti verður einnig önnur í nýföllnum snjó, allt verður hreint og tært. Nánast er hægt að finna lyktina í loftinu áður en snjórinn fellur af himnum. x x x Annars geta höfuðborgarbúarvarla sagt að einhver vetur hafi verið hér að ráði. Janúar var sá tíundi hlýjasti sem mælst hefur á flestum veðurstöðvum á landinu. Sökum þessa getur Víkverji nefnilega gortað af því að hafa keyrt á sumardekkjum í allan vetur þar til nú. Þetta er nú svo sem ekkert til að hreykja sér af. En nú kárnar gamanið þar sem snjór og hálka eru líklega sest að. Og þó, það örlar á hlýindum í kortunum og freistandi að halda sumardekkjunum undir. víkverji@mbl.is Víkverji Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau. (Efesusbréfið 2:10) Hvern ætlar þú að gleðja í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.