Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Húmanistaflokkurinn stendur fyrir málþingi í Þjóðarbókhlöðunni við Birkikmel, laugardaginn 9. febrúar kl. 13, undir yfirskriftinni: „Er þörf á hugarfarsbreytingu?“ Á málþingið mæta fjölmargir hópar og samtök sem hafa örstutta framsögu hver um sig á mál- þinginu. Þessi samtök eru m.a.: Akido, Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, Alþýðufylkingin, An- arkistar, Ásatrúarfélagið, Besti flokkurinn, Björt framtíð, Boð- skapur Silo, Bót, félag um bætt samfélag, Búddistafélag SGI, Dög- un, Félag múslima á Íslandi, Félag nýrra Íslendinga, Félag um sam- félagsbanka, Fjölmenningarráð, Háttvirtir öryrkjar, Hernaðar- andstæðingar, Húmanistaflokk- urinn, Landvernd, Múltí Kúltí, Náttúruverndarsamtök Íslands, No Borders, Píratapartýið, Raddir fólksins, Samhljómur menningar- heima, Samtök um samskipti án of- beldis, Waldorfskólinn, Zeitgeist hreyfingin, Þjóðarflokkurinn, Þjóð- kirkjan og Öryrkjabandalagið. Hugarfarsbreyting til umræðu ÚR BÆJARLÍFNU Albert Eymundsson Hornafjörður Atvinnulíf hefur verið gott í hér- aðinu og næga vinnu að fá á nýju ári. Vetrarvertíð fór vel af stað og þegar vel gengur í sjávarútveginum þá hef- ur það áhrif víða í samfélaginu til góðs. Uppsjávarskipin fóru strax til loðnuveiða og eru búin að veiða rúm- lega helming af 16.500 tonna kvóta. Menn fagna auknum loðnukvóta svo áframhald verður á veiðum og vinnslu þegar loðnugöngur fara að nálgast Hornafjörð eins og þær gera árlega. Netavertíðin byrjaði með eindæmum vel og muna menn ekki aðra eins fiskgengd svona snemma árs.    Fjarskiptamál í dreifbýli eru í deiglunni. Sveitarfélagið hefur keypt fjarskiptakerfi Martölvunnar sem þjónaði hluta héraðsins og mun vinna að enn betri netþjónustu við dreifbýlið. Þetta er mikið hagsmunamál en ferðaþjónusta er orðin afgerandi at- vinnugrein í héraðinu og netsam- skipti alltaf að verða mikilvægari í þeirri grein.    Barnafjölskyldur geta glaðst yfir lágum leikskólagjöldum og verðlagningu á skólamáltíðum en Hornafjörður kemur vel út í sam- anburði hvað þessi mál varðar.    Strandganga Ferðafélags Aust- ur-Skaftfellinga nýtur vinsælda en markmiðið er að ganga milli sýslu- marka í áföngum. Göngunni lýkur nú í febrúar og þá hafa verið gengnir a.m.k. 350 km eða gott betur.    Safnamál hafa verið í mikilli uppstokkun síðustu misserin. Búið er að flytja elsta húsið á Höfn, Gömlu búð, á Heppusvæðið þar sem það stóð upphaflega. Vatnajökuls- þjóðgarður fær þar aðstöðu og safnastarfsemi í húsinu verður endurskipulögð. Flutningur hússins tengist áætlunum um að byggja upp Heppusvæðið sem líkast og það var í upphafi byggðar á Höfn.    Vegleg gjöf barst á dögunum þegar Lovísa Gunnarsdóttir og Sverrir Scheving Thorsteinsson af- hentu sveitarfélaginu söfn sín sem innihalda 35 málverk eftir Höskuld Björnsson, litskyggnur sem margar hverjar eru teknar á ferðum um Vatnajökul, sérprentað safn um margskonar efni eins og jökla og jarðfræði, munasafn, landakort gömul og ný, vopnasafn, bækur og uppsett dýr og fugla. Netavertíðin byrjaði með eindæmum vel á Höfn Afhending safnanna Unnsteinn Guðmundsson, Sverrir Scheving Thor- steinsson, Lovísa Gunnarsdóttir og Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fólk sem ber velferð fuglanna á Tjörninni í Reykjavík fyrir brjósti hefur rætt um að stofna vinnuhóp í samstarfi við Fuglavernd og Nor- ræna húsið, Vini Tjarnarinnar. Hugmyndin er að hægt verði að kalla til starfa hóp fólks til að fram- kvæma einföld en nauðsynleg verk svo sem að hreinsa rusl úr friðland- inu í Vatnsmýri á vorin, uppræta ágengar plöntur, útbúa hreiður o.fl. Þetta kemur fram í skýrslu fugla- fræðinganna Jóhanns Óla Hilmars- sonar og Ólafs Karls Nielsen, Fugla- líf Tjarnarinnar árið 2012. „Við ætlum að fara í gang í apríl í vor þegar verður kominn tími á framkvæmdir,“ sagði Jóhann Óli, en hann er formaður Fuglaverndar. Hann segir að hugmyndin sé að aug- lýsa eftir fólki á vef Fuglaverndar og senda tölvupóst á félaga. Þá hefur Norræna húsið hug á að vera með í verkefninu. Jóhann segir að Ólafur Karl eigi hugmyndina að stofnun vinnuhópsins. Rætt hefur verið við starfsmenn Norræna hússins um samstarf við Fuglavernd á þessu sviði. Jóhann Óli segiri að lengi hafi ver- ið hamrað á nauðsyn aðgerða við Tjörnina í árlegum skýrslum. Lítið hafi orðið úr framkvæmdum af hálfu Reykjavíkurborgar til þessa. Norræna húsið stóð fyrir miklum framkvæmdum í friðlandinu í Vatns- mýrinni til þess að bæta aðbúnað fugla og votlendisplantna. Votlendi var endurheimt, uppfylling var fjar- lægð af um 4.700 m2 svæði, girðing fjarlægð og grafið síki í kringum hluta friðlandsins. Fuglarnir brugð- ust strax við breytingunum, einkum krían. Hún lagði undir sig flag sem þarna myndaðist og fór að verpa. Jóhann Óli segir að krían vilji opin varpsvæði en ekki ofvaxin gróðri. Þess vegna þurfi að halda svæðinu opnu. Sama gildir um hvönnina í Þorfinnshólma, þar sem kría hefur orpið. „Við höfum talað um það í 10-15 ár að uppræta hvönnina en það hefur enginn gengið í það,“ sagði Jóhann Óli. „Það ætti að duga að setja þarna jarðvegsdúk og möl yfir til að byrja með.“ Vinir Tjarnarinn- ar ætla að taka til  Hreinsa þarf friðlandið í Vatnsmýri Morgunblaðið/Eyþór Tjörnin Fuglalífið við Tjörnina og í Vatnsmýri setur svip á miðborgina. Búið er að upplýsa innbrot í íbúðar- hús í Seljahverfi í Breiðholti sem átti sér stað á fimmtudagsmorgun. Tveir erlendir menn sem handteknir voru í nágrenninu fljótlega eftir að tilkynn- ing barst um innbrotið hafa játað og telst málið upplýst samkvæmt upp- lýsingum lögreglu. Mennirnir voru með hluta af þýfinu á sér þegar þeir voru gripnir höndum en hluta þess höfðu þeir hent frá sér. Það fannst þó fljótlega. Mennirnir voru grunaðir um nokkur innbrot á höfuðborgarsvæð- inu að undanförnu en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum á fimmtudag. Ekki var talinn grund- völlur til þess að óska eftir gæslu- varðhaldi yfir þeim. Annar mann- anna hefur verið búsettur hér á landi í nokkurn tíma en hinn er nýkominn til landsins. Frá áramótum hefur verið brotist inn á fimm heimili í Breiðholti og Kópavogi að sögn Heimis Ríkarðs- sonar, lögreglufulltrúa á lögreglu- stöð 3, sem sinnir verkefnum á þessu svæði. Fyrir utan það sem nú er upp- lýst var tilkynnt um annað innbrot á því svæði á miðvikudagsmorgun. Í janúar voru tveir Litháar hand- teknir vegna innbrota sem framin voru í desember og janúarbyrjun en þeir komu báðir til landsins í desem- ber. Heimir segir það alltaf koma upp annað slagið að til landsins komi menn sem hefji afbrot fljótlega eftir komuna. kjartan@mbl.is Játuðu á sig inn- brot í Breiðholti  Ekki óskað eftir gæsluvarðhaldi Morgunblaðið/ÞÖK Innbrot Mennirnir voru með þýfið á sér þegar þeir voru handteknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.