Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þessi þróun er að fara í hönd núna. Spár gera ráð fyrir því að fólki sem er 67 ára og eldra muni fjölga um 150% á næstu 20 árum eða svo. Árgangarnir sem eru fædd- ir eftir seinna stríð eru miklu stærri en árgang- arnir á undan. Nú er fólk sem er fætt árið 1946 að komast á eftirlaunaaldur. Þetta er einn fyrsti stóri ár- gangurinn sem er að fara á eftirlaun núna,“ segir Bene- dikt Jóhannesson, stærð- fræðingur og fram- kvæmdastjóri Talna- könnunar, um fjölgun eldri borgara, en hann hefur veitt ýmsum nefndum og ráðuneytum ráðgjöf vegna þessa mála- flokks á síðustu árum. Miðspá Hagstofu Íslands vitnar um þessa þróun en samkvæmt henni mun einstaklingum sem verða 67 ára á árinu fjölga úr 2.496 í fyrra í 3.291 árið 2018. Er það aukning um 32%. Hagurinn ætti að vænkast Spurður hvernig velferðarkerfið sé undir þessa þróun búið bendir Benedikt á kerfis- breytingar sem voru gerðar á síðustu öld og hvernig þær muni gagnast lífeyrisþegum. „Stefnunni var breytt þannig að lífeyrissjóð- irnir sáu um stærri hluta framfærslu aldraðra en áður. Það eru allar líkur á að ráðstöfunar- tekjur aldraðra muni aukast töluvert mikið á næstu árum og áratugum. Ef maður hugsar um einstaka árganga er hagur manna heldur að vænkast.“ Talsvert hefur verið rætt um að lífeyrissjóð- irnir muni eiga í erfiðleikum með að standa undir skuldbindingum sínum í framtíðinni, meðal annars vegna lítillar ávöxtunar í dag. Benedikt telur sjóðina standa vel að vígi. „Það er rétt að þeir eiga við sinn vanda að etja en jafnvel þótt þeir verði með heldur minna fé umleikis eru þeir samt býsna sterkir. Það eru þó ýmis hættumerki. Sjóðirnir eiga ekki fyrir skuldbindingum sínum eins og er en það gæti lagast eftir því sem ávöxtun þeirra batnar aftur. Stóra hættan er kannski sú að fólk er alltaf að verða eldra og eldra. Það er al- veg fyrirsjáanlegt að það kallar annaðhvort á að meira verði lagt til hliðar til að setja í sjóð- ina eða að réttindi lífeyrisþega verði skert,“ segir Benedikt og víkur að mögulegri lausn. Hækki eftirlaunaaldurinn „Það getur hins vegar vel verið að lausnin á þessum vanda felist að hluta til í því að hækka eftirlaunaaldurinn. Heilsa manna er betri en hún var þegar ellilífeyrisaldurinn var ákveðinn á sínum tíma. Svo er það hitt að þegar fólk vinnur lengur njótum við krafta þess lengur. Þetta er því margþætt. Ég held að ef menn fresta því í þrjú ár að fara á ellilífeyri sparist við það rúmlega 25% af ellilífeyrisgreiðslum. Peningarnir hafa þá ávaxtast aðeins lengur og tímabilið á ellilífeyri er styttra.“ – Hvernig breytir ný aldurssamsetning þjóðfélaginu? Verður annað neyslumynstur samfara stærri eldri árgöngum? Afleiðingar fyrir þjóðfélagsskipanina „Ég hugsa að það sé rétt að það verði annað neyslumynstur. Svo er annað sem ég held að menn þurfi að hugsa um, nefnilega að það get- ur orðið annað pólitískt mynstur, eftir því sem aldraðir verða stærri hluti af samfélaginu og eru þar að auki hressari. Þetta getur því haft miklar afleiðingar fyrir þjóðfélagsskipanina,“ segir Benedikt Jóhannesson. Morgunblaðið/RAX Á Grund Inga Þórðardóttir, starfsmaður á Grund, og Victor M. Strange, heimilismaður þar.  Ráðgjafi stjórnvalda telur fjölgun eldri borgara breyta neyslumynstrinu  Þróunin geti haft áhrif í stjórnmálunum  Telur lífeyrissjóði standa vel Benedikt Jóhannesson Mun breyta þjóðfélaginu Stólfótur sem fjarlægður var úr höfði lög- reglumanns eftir viðskipti við verkamenn í Gúttóslagnum 9. nóvember 1932, var í gær afhentur Árbæjarsafni. Fóturinn var í vörslu Ólafs Þorsteinssonar, háls-, nef- og eyrna- læknis, sem hlúði að særðum eftir átökin. Sonarsonur Ólafs og alnafni afhenti safn- inu gripinn. „Ég man að afi minn nefndi það að þessi tiltekni stólfótur hefði setið fastur í höfði tiltekins lögreglumanns,“ segir Ólafur við mbl sjónvarp. Ólafur segir að stólfóturinn hafi skipað sérstakan sess á heimili afa síns. „Hann var aldrei tekinn fram nema við sérstök tilefni. Aldrei fengum við sem þarna vorum af þriðju kynslóð að nota hann sem leikfang. Hann var alltaf útskýrður sem vopn,“ segir Ólafur. Gúttóslagurinn svonefndi varð þegar bæjarstjórn Reykjavíkur sem þá fundaði í Góðtemplarahúsi Reykjavíkur fjallaði um til- lögu um að lækka laun í atvinnubótavinnu á vegum bæjarins. Fjöldi fólks mótmælti við Gúttó og átök urðu á milli lögreglumanna og verkamanna. Stólfætur voru meðal annars notaðir sem barefli. Margir slösuðust. Ólafur hefur eftir afa sínum sem var með læknastofu á Skólabrú 2 að mikið hafi verið um höfuð- meiðsl sem valdið hafi miklum blæðingum. Vopn Ólafur Þorsteinsson með stólfótinn sem afi hans fjarlægði úr höfði lögreglumanns. Barefli úr Gúttóslagnum á Árbæjarsafn * Ford Ka Trend Plus 3 dyra 1,2i bensín, 69 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 115 g/km. Miðað er við grænan óverð- tryggðan bílasamning til 7 ára og uppítökubíl / útborgun að verðmæti 950.000 kr. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Hlutfallstala kostnaðar 10,78%. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 ford.is Nýr FORD KA á frábæru verði frá 1.890.000 kr. Skiptu í ferskan, fiman, ferlega skynsaman Ford Ka á frábæru verði. Veldu sparneytinn borgarbíl og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. Ford Ka er líka þekktur fyrir afburða aksturseiginleika, gott notagildi og litríkan persónuleika. Komdu bara og prófaðu! FRÁ FORD KA 15.866 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 kr./mán.*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.