Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2013 BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ásýnd háskólasvæðisins á eftir að taka miklum breytingum á næstu árum en framkvæmdir við tvær nýj- ar byggingar eiga að hefjast á þessu ári. Annars vegar er um að ræða Hús íslenskra fræða sem á að rísa á reit við Þjóðarbókhlöðuna á Arn- grímsgötu 5 á horni Suðurgötu og Guðbrandsgötu og hins vegar bygg- ingu Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur á gatnamótum Suðurgötu og Brynjólfsgötu sem mun hýsa al- þjóðlega tungumálamiðstöð og deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á hugvísindasviði Há- skóla Íslands. Að sögn Guðmundar Ragnars Jónssonar, framkvæmdastjóra fjár- mála og reksturs hjá Háskóla Ís- lands, er búið að bjóða út jarðvegs- framvæmdir vegna Húss íslenskra fræða og stefnt sé að fyrstu skóflu- stungu í mars. Útboð á sjálfri bygg- ingunni fari svo fram í lok febrúar. Sameinað á einum stað Húsið verður um 6.500 fermetrar en þar af fær íslensku- og menning- ardeild hugvísindasviðs þriðjung þess en Stofnun Árna Magnússonar tvo þriðju hluta. Í því verður meðal annars sýningaraðstaða fyrir hand- ritin, kennslustofur, rými fyrir framhaldsnema og skrifstofur fyrir kennara og starfsfólk Árnastofn- unar. „Þetta verður kærkomið tækifæri til þess að sameina á einum stað stóran hóp fólks sem sinnir rann- sóknum á íslensku máli,“ segir Guð- mundur. Að hans mati má reikna með að bygging hússins taki þrjú ár og að hægt verði að flytja inn í það síðla árs 2015 eða snemma árs 2016. Árnastofnun hefur hingað til verið til húsa í Árnagarði en Guðmundur segir að enn eigi eftir að ákveða hvað verður gert við þá byggingu. Hann eigi þó erfitt með að sjá fyrir sér annað en að þar verði háskóla- starfsemi áfram. Fyrir á fleti þar sem Hús ís- lenskra fræða rís eru Hótel Saga og Þjóðarbókhlaðan þannig að bíla- stæðin á milli þeirra hafa verið þétt setin. Ásóknin í þau eykst vænt- anlega með tilkomu nýja hússins. Guðmundur segir að niðurgrafin bílastæði verði við það en til fram- tíðar þurfi að ráðast í stærri aðgerð- ir í bílastæðamálum HÍ. Nær inn á bílastæðin Í byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur munu meðal annars fara fram rannsóknir og kennsla á erlendum tungumálum og marg- vísleg fræðsla til almennings um mál heimsins. Hún verður 3.200 fermetr- ar að flatarmáli. Að sögn Guðmundar er sú bygg- ing skemmra á veg komin en enn er verið að hanna hana. „Við vonumst til þess að geta boðið bygginguna út á vormán- uðum. Það verður að reikna með um tveimur og hálfu ári í fram- kvæmdirnar þannig að bjartsýn- asta mat á því hvenær hún verður opnuð er um áramótin 2015 til 2016,“ segir hann. Byggingin kemur til með að ná inn á bílastæði sem eru aftan við Háskólabíó en Guðmundur segir að undir henni verði bílastæðakjallari þannig að fjöldi bílastæða ætti að haldast um það bil hinn sami eftir að hún er risin. Gert er ráð fyrir að byggingin verði tengd við Háskóla- torg, sem stendur hinum megin við Suðurgötu. Söfnuðu 800 milljónum Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslu ríkisins er heildarkostnaðurinn við bygging- arnar tvær áætlaður 5,4 milljarðar króna. Þar af fara 3,8 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og dreifist kostnaðurinn á árin 2013 til 2015. Ríkið leggur til 70% fjárins en 30% koma frá Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ). Til framkvæmda við byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur er áætlað að fari 1,6 milljarðar og að kostnaðurinn dreifist á árin 2013 og 2014. HHÍ leggur til þriðjung fjárins en afgangurinn er söfn- unarfé. Af þeim 800 milljónum sem átti að safna til að reisa húsið lögðu stjórnvöld til 200 milljónir. Sporaskja Hús íslenskra fræða við Suðurgötu. Hönnunin byggist á vinningstillögu Hornsteina arkitekta en það hefur sporöskjulaga grunnmynd og útveggir verða skreyttir handritatextum. Ný kennileiti við háskólann  Tvær nýjar byggingar rísa á háskólasvæðinu vestan Suðurgötu á næstu árum  Kostnaðurinn við Hús íslenskra fræða og byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur áætlaður 5,4 milljarðar króna Erlend mál Fyrsti áfangi byggingar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur er rúmir 3.000 fermetr- ar en byggingarsvæðið er um 6.000 fermetrar svo hægt verður að stækka það í framtíðinni. Nýbyggingar á háskólasvæðinu Loftmyndir ehf. Hús íslenskra fræða Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Þjóðarbókhlaða Hótel Saga Háskólabíó Aðalbygging Háskóla Íslands Hilmar Veigar Pétursson, fram- kvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtæk- isins CCP, fékk í gær UT-verðlaun Skýrslutæknifélags Íslands (Ský) árið 2013. Þetta var í fjórða sinn sem verðlaunin voru afhent og fór at- höfnin fram á UT-messunni í Hörpu, þar sem íslensk upplýsingatæknifyr- irtæki kynntu starfsemi sína og nýj- ustu tæknistrauma. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin og tók eiginkona Hilm- ars, Guðrún E. Stefánsdóttir, við þeim fyrir hans hönd. Hilmar er tölvunarfræðingur að mennt og gekk til liðs við CCP árið 2000 sem yfirmaður tæknimála og varð framkvæmdastjóri árið 2004. Frá 2003 hefur hann leitt EVE On- line verkefnið. Hilmar var nefndur einn af 20 áhrifamestu mönnum á sviði nettölvuleikja árin 2007 og 2008 af erlendu fagtímariti og er eftir- sóttur fyrirlesari víða um heim, seg- ir í fréttatilkynningu Ský. Hilmar hjá CCP fékk UT-verðlaunin  Talinn fyrirmynd og frumkvöðull UT Ólafur Ragnar, Arnfríður Guð- mundsdóttir og Guðrún E. Stef- ánsdóttir, eiginkona Hilmars. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Opnun kl. 15, laugardag 9. febrúar Allir velkomnir Gulir sjóndeildarhringir Nikhil Nathan Kirsh 9. – 24. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.