Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Sjálfsagt af talsverðri reynslu og slatta af kald-hæðni sagði Winston Churchill í kjölfar síðariheimsstyrjaldar að lýðræðið væri versta hugsanlega stjórnarformið, fyrir utan öll hin. Fyrir þann tíma, þá og nú hafa þessi ummæli hins vegar þótt eiga ljómandi vel við. Þrátt fyrir einhverja galla, er lýðræðið einfaldlega eina stjórnarformið sem frjálsir einstaklingar geta fellt sig við. Líkt og litskrúðugur forsætisráðherra Bretlands var hugsi yfir viðfangsefnum þjóðar sinnar og sam- tímans fyrir rúmum 65 árum, eru flestar þjóðir nú hugsi yfir því hvernig ákvarðanir stjórnmála og stjórnvalda geti nýst nýtist almenningi betur. Þar gegnir lýðræðið auðvitað lykilhlutverki. Það flækir hins vegar stöðuna að á sama tíma og þessi þörf fyrir aukið og árangursríkara lýðræði er svo rík, hefur traustið til þess sjaldan mælst minna. Í þessari mótsögn felst ein stærsta áskorun stjórnmálanna. Áskorun sem verður að svara með aukinni aðkomu almennings að ákvörðunum. Sér- staklega á þetta við um stjórnmálaflokkana og það mikilvæga lýðræðisstarf sem þar er unnið. Að end- urvinna traust krefst þess að fjöldinn geti tekið þátt, haft áhrif og innleitt breytingar. Margir flokkar hafa þegar brugðist við, þótt allir geti þeir og eigi að gera betur. Það vekur þó athygli að þeir flokkar sem yngstir eru að árum – og segjast helst hafa orðið til vegna aukinnar kröfu um lýðræði og almenna þátt- töku – gera í reynd minnst með þessi tækifæri. Þannig eru það hinir „hefðbundnari“ stjórn- málaflokkar sem halda fjölmenna landsfundi, þar sem í marga daga er skipst á skoðunum og leitað sameiginlegra lausna fyrir land og þjóð. Með þess- um fundum höfum við fylgst að undanförnu. Fyrst hjá Samfylkingunni þar sem rúmlega 1.000 manns áttu seturétt. Síðan hjá Framsóknarflokknum þar sem 700 manns áttu sama rétt. Og svo um síðustu helgi þegar 400 manns gátu setið landsfund Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og hjá Sjálf- stæðisflokknum þar sem rúmlega 1.700 einstakl- ingar áttu seturétt. Það eru einnig aðeins hinir „hefðbundnu“ stjórn- málaflokkar sem halda fjölmenn prófkjör eða nota lýðræðislegar aðferðir við að velja á framboðslista. Þannig tóku um 20.000 einstaklingar um allt land þátt í að stilla upp framboðslistum Sjálfstæðis- flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Það eru rúmlega helmingi fleiri en allir þeir sem tóku þátt í að stilla upp framboðslistum fyrir alla aðra stjórn- málaflokka. En á meðal þeirra stjórnmálaflokka eru ekki þeir flokkar sem nú bjóða fyrst fram til Al- þingis. Þar eru engin prófkjör, engir stórir fundir þar sem mikill fjöldi fólks kemur sameiginlega að ákvörðunum. Þaðan berast aðeins tilkynningar um hverjir taki sæti hvar og svo eru formenn þeirra framboða og annað forystufólk ýmist sjálfvalið eða handvalið af fámennum hópum sem ekki virðast eiga annað val. Vonandi er þessi tilhneiging nýrra stjórnmála- flokka, að stytta sér leið framhjá fjöldanum, ekki vísbending um það sem koma skal – enda löngu ljóst að meira er alltaf betra en minna þegar lýð- ræðið er annars vegar. Meira eða minna lýðræði *Að endurvinna traustkrefst þess að fjöldinngeti tekið þátt, haft áhrif og innleitt breytingar. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Hanna Birna Kristjánsdóttir hanna.birna.kristjansdottir@reykjavik.is Það voru margir góðir sprettir í kommentakerfum þessa vikuna eins og alltaf. Fyrirsögnin „Hommar sýna hús“ á Vísi hlaut misjafnar við- tökur en þar var fjallað um þá El- ton John og Dav- id Furnish. Rúm- lega 2.500 merktu við að þeim líkaði greinin en tónlist- armaðurinn Friðrik Ómar benti á þessar miklu vinsældir í færslu á fésbókinni: „Það er víst það sem dálkahöfundar sækjast eftir, um- fram allt, sama hversu ósmekk- legar fyrirsagnirnar þurfa að vera. Svo þú, ágæti höfundur þessarar greinar og/eða fyrirsagnar, inni- lega til hamingju:)“ Vísir hélt áfram fyrirsagnasmíð en Þorfinnur Ómarsson lét gamminn geisa eftir frétt um Jennifer Law- rence þar sem hún sást njóta lífsins eftir erfiða daga undanfarið: „Hvaða bull„f- rétt“ er þetta …?! Líklega hafa flestir ósk- arsverðlaunahafar í sögunni verið reykingafólk. Hverjum er ekki sama hvort þessi kona reykir eða ekki? Er Vísir orðinn að púrítana- löggu?“ sagði Þorfinnur og upp- skar 39 „læk“. Benti svo í stuttri færslu á að svona hefði ekki verið skrifað um 22 ára karlmann sem hefði fengið sér rauðvín. Hann fékk 22 „læk“ fyrir þá setningu. Þorfinnur var í miklu stuði og samkvæmt sinni eigin rannsókn kom ýmislegt í ljós. „Ég fullyrði að 80-90% þeirra sem voru á þess- um Ósk- arsverðlaunum hafi reykt upp- vafðar.“ Þorfinnur fékk 28 „læk“ á þessa línu. Hildur Helga Sigurð- ardóttir, sem lengi sérhæfði sig í fréttum um kóngafólk á Bretlandi og íslenskaði nöfn af einstakri kúnst, hafði hins vegar aðeins eitt að segja um að Vísir hefði gert frétt um að Jennifer Lawrence væri að reykja. „OMG,“ sagði hún en fékk engin „læk“. AF NETINU Jody Eddy hefur getið sér gott orð Vestanhafs fyrir ýmiss konar skrif um mat sem og eigin eldamennsku en hún skipuleggur nú sælkeraferð til Íslands fyrir Bandaríkjamenn. Ferðin hefur vakið athygli ytra en CNN-sjónvarpsstöðin fjallaði fyrir nokkrum vikum um þessa ferð sem farin verð- ur í ágúst. Nýjustu tíðindi úr herbúðum Eddy er að for- setafrú Íslands; Dorrit Mo- ussaieff, muni á einhvern hátt taka þátt í dagskránni. Ljóst er að ferðalangar munu prófa nokkra íslenska veitingastaði, þar á meðal Dill en Eddy er að skrifa matreiðslubók ásamt Gunnari Karli Gíslasyni, yf- irkokki og eiganda veitinga- staðarins. Jody Eddy er þekktur matarskríbent og kokkur í Bandaríkjunum. Munu hitta Dorrit Leikkonan og fyrirsætan Halla Vilhjálms- dóttir hefur síðustu daga spreytt sig á mót- orhjólaakstri en hún er á mótorhjóla- námskeiði í London, þar sem hún býr og starfar. Ef hún lýkur því námskeiði hefur hún lokið svokölluðu CBT-prófi þar í landi og má hún þá keyra mótorhjól á vegum úti. Halla er þekkt fyrir ævintýramennsku svo að það ætti ekki að koma á óvart að mótorhjólið heilli. Í lok síðasta árs kleif hún hæsta fjall Norður- og Suður-Ameríku ásamt kærasta sínum, Harry Koppel, en hún hafði þá enga reynslu af fjalla- mennsku. Halla sagði í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins í byrjun janúar að hún væri uppátækjasöm og foreldrar hennar væru öllu vanir í þeim efnum. Halla á mótorhjóli Ævintýramanneskjan Halla Vilhjálmsdóttir. Morgunblaðið/Golli Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.