Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 E lísabet Ronaldsdóttir var í hópi kvenna sem mættu á nýliðna Edduhátíð í jakkaföt- um til að vekja athygli á rýrum hlut kvenna í kvikmynd- um og sjónvarpi. Engin kona var tilnefnd sem leikstjóri ársins og engin kona var tilnefnd sem sjón- varpsmaður ársins. Einungis þrjár konur fengu tilnefningu sem bestu leikkonur í aðalhlutverki og aukahlutverki. Elísabet hlaut Edduna á hátíðinni sem klippari fyrir Djúpið. Áður hefur hún hlotið verðlaunin fyrir klippingu á myndunum Reykjavík Rotterdam og teiknimyndinni Hetjur Valhall- ar. Spurð um tilefni aðgerða kvennanna segir Elísabet: „Ég er ein af stofnendum WIFT á Ís- landi sem eru samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi. Okkur finnst konur ekki vera nægilega sýnilegar í kvikmyndagerð, sýn þeirra og sögur fær ekki það pláss sem okkur finnst þær verð- skulda. Við ræddum okkar á milli hvernig við gætum vakið athygli á þessu á skemmtilegan hátt. Við megum nefnilega ekki gleyma því að konur eru þrátt fyrir allt ótrú- lega færar að fóta sig í kerfi sem er hannað kringum þarfir karla og margar tilnefndar til Eddu- verðlauna þetta kvöld á uppskeru- hátíð kvikmynda- og sjónvarps- gerðarinnar. Þá datt mér í hug að við myndum allar mæta í jakkafötum til að sýna hvað eins- leitnin verður mikil ef við erum öll eins. Þegar sýn helmings mann- kyns er útilokuð frá kvikmynda- gerð, sem er mjög öflugur miðill, þá er hættan sú að kvikmynda- heimurinn verði einsleitur og staðni.“ Hvernig tóku karlarnir á hátíð- inni þessu framtaki? „Flestir voru mjög ánægðir með þessa aðgerð okkar. Svo er alltaf einstaka maður sem fer í vörn sem ég tel að byggist á misskiln- ingi. Femínísk barátta er ekki barátta gegn körlum heldur bar- átta með konum. Ég hef staðið í femínískri baráttu í nokkuð langan tíma og iðulega heyrist sú skoðun að það sé kvenna að breyta ástandinu, það sé ekki á ábyrgð karla. En ef konur taka skrefið og gera eitthvað sjálfar til að vekja athygli á málefnum sem varða þær og jafnvel krefjast aðgerða þá er það oft tekið sem árás á karl- menn sem það er alls ekki. Við eigum okkur kvikmyndasögu og ef þetta ástand í ár væri eins- dæmi þá hefði ekki verið farið út í aðgerðir. En vandamálið er að þetta er ekki undantekning heldur viðvarandi ástand. Karlmenn í kvikmyndagerð eru ekki vanda- málið heldur skortur á konum. Ábyrgðin á því að breyta þessu er ekki karla eða kvenna heldur sam- eiginleg ábyrgð okkar allra.“ Sama sagan aftur og aftur Hvað er til ráða? „Ef vandamálið væri einfalt þá myndum við leysa það í dag. Það er góð byrjun að horfast í augu við það að þetta er alvarlegt vandamál sem okkur ber að leysa þótt það kosti okkur vinnu og geti verið sársaukafullt. Ég veit að margir líta á mig og segja: Hvað er þú að bægslast, þér gengur ágætlega. Já, mér gengur ágæt- lega. Ég hef heldur engan metnað til að verða kvikmyndaleikstjóri og hef dundað við að skrifa en aldrei skilað af mér handriti. Þegar ég bendi á að það halli á konur í kvikmyndagerð er það ekki af því að ég vilji koma sjálfri mér að. En vegna þess að mér þykir sér- lega vænt um sjónvarps- og kvik- myndagerð þá skiptir mig máli að í framtíðinni verði staða kvenna ekki sú sem hún er í dag. Ein af ástæðum þess að ég er stolt af því að vinna við kvikmyndagerð er að ég trúi því að hún eigi að vera framsækin og koma með nýjar víddir. Ef kvikmyndagerð festist í því fari sem hún er í núna þar sem fjallað er nær eingöngu um karlmenn út frá sýn karlmanna þá er hætta á því að sama sagan sé sögð aftur og aftur með örlítið breyttum áherslum. Það er ekki boðlegt. Einhverjir töldu þessar aðgerðir okkar kvennanna vera árás á Kvikmyndamiðstöð, sem þær voru alls ekki. Kvikmyndamiðstöð er mjög jákvæð gagnvart kven- handritshöfundum og kvenleik- stjórum og gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að sögur kvenna séu sagðar. Eftir þessi mótmæli okkar heyrði ég fólk segja: Konur sækja ekki um framleiðslustyrki til Kvikmyndamiðstöðvar. Þetta er miklu flóknara mál því það eru ekki höfundar og leikstjórar sem sækja um slíka styrki heldur fram- leiðslufyrirtæki sem hefur ákveðið að veðja á einstaklinginn og hæfi- leika hans. Þetta er erfið leið og þar eru margir þröskuldar bæði fyrir karla og konur en það er kristaltært að þröskuldarnir eru hærri fyrir konur. Það þarf hug- arfarsbreytingu. Ég vil að framleið- andi sem fær í hendur handrit frá konu lesi það vandlega og hugsi sig um tvisvar áður en hann lætur sér detta í hug að hafna því og íhugi á sama hátt hvort það geti borgað sig að veðja á kvenkyns leikstjóra í verkefni. Geri það fyrir kvikmyndagerðina. Og þjóðin á það skilið. Það er ekki óalgengt þegar leit- að er fjármögnunar að þess sé krafist að sögupersóna sem er komin yfir miðjan aldur og kven- kyns sé gerð tvítug þar sem það sé vænlegra til vinsælda sam- kvæmt markaðskönnunum. Svo sjáum við danska sakamálaþáttinn Glæpinn þar sem aðalkvenpersónan er sannarlega ekki tvítug en samt gengur þátturinn svona líka ljóm- andi vel. Danir hafa verið að brjóta kynjamúrinn í gegnum sjónvarps- Barátta með konum ELÍSABET RONALDSDÓTTIR KLIPPARI VAR Í HÓPI KVENNA Á EDDUHÁTÍÐ SEM VÖKTU ATHYGLI Á RÝRUM HLUT KVENNA Í ÍS- LENSKRI KVIKMYNDAGERÐ. ELÍSABET RÆÐIR UM KONUR OG KVIKMYNDAGERÐ, STARFIÐ OG BÖRNIN FJÖGUR. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * „Ég veit að margir líta á mig ogsegja: Hvað er þú að bægslast, þérgengur ágætlega. Já, mér gengur ágætlega. Ég hef heldur engan metnað til að verða kvikmyndaleikstjóri og hef dundað við að skrifa en aldrei skilað af mér handriti. Þegar ég bendi á að það halli á konur í kvikmyndagerð er það ekki af því að ég vilji koma sjálfri mér að.“ Svipmynd

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.