Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Qupperneq 23
3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Heilsa og hreyfing Þetta byrjaði allt á því að ég vaknaði einn morguninn með hárautthálsbindi um mittið. Í undrun minni strauk ég niður eftir þessarigersemi og hugði mér gott til glóðar, ég gæti skartað bindi í mín- um uppáhaldslit næst þegar ég færi í jakkaföt. En þetta er ekkert venjulegt hálsbindi, því frá því bringuskartið læddi sér milli fóta mér, þá hefur rauður litur skotið upp kolli í hvers- deginum í ólíklegasta samhengi. Vinkona mín sem aldrei kemur í heimsókn til mín í vinn- una, birtist óvænt, í eldrauðri kápu. Önnur vinkona mín bauð í kokteil, hann var fagur- rauður. Frændi minn sendi mér mynd af nýja bílnum sínum, sá var rúbínrauður. Ég heim- sótti kæran vin og litla stelpan hans kom til mín og bauðst til að lakka á mér neglurnar, með blóðrauðu lakki. Trylltir tuddar sem ég kannast við hafa sent út boð um samkundu þar sem þeir ætla að vera rauðir í gegn. Og einn daginn fóru þeir um mig rauðum hrafnsfjöðrum, nokkrir meðlimir lestrarfélagsins Krumma og vinnufélagar mínir, þegar þeir lásu upp til- nefningar um forvitnilegustu kynlífslýsingu í íslenskum skáldverkum frá síðasta ári. Þar kom meðal annars fyrir smurolíulykt og grjóthart stál við beran kvið. Sló þá léttum roða á vanga þeirra sem sátu undir lestrinum. Sumir voru tæplega vinnufærir lengi eftir að gustur rauðu hrafns- fjaðrarinnar fór um starfsstöðina. Þetta eru aðeins örfá dæmi um innkomu rauða litarins undanfarna daga, en mér var allri lokið þegar ég kveikti á útvarpinu þar sem ég var að keyra heim eftir einn vinnudaginn og á eyrunum skall þessi líka ólík- indafrétt um að páfinn í Róm fengi ekki við brotthvarf sitt úr Vatíkaninu að halda sérgerðum rauðum leðurskóm. Ég gapti ógurlega í undrun minni og hló upphátt svo við blasti föl- rauður úfurinn í kokinu. En í stað þess að hendast heim og grafa bindið í jörðu niður og standa þar yfir rauðþrútin af reiði, þyljandi særingarorð til að kveða niður magt hins görótta slifsis, þá ákvað ég að fagna þessum óvæntu örlaga- glettum. Takk, kæra hálsbindi, fyrir að prjóna rauðan þráð í gegnum dagana. Mér finnst ólíkt skemmtilegra að lifa litríka daga en grámóskulega. Samt er ég mikill aðdáandi sauðalitanna, bara svo því sé haldið til haga. ÆRANDI RAUÐUR KRISTÍN HEIÐA Stigið í vænginn Tvær rannsóknarstofur sjá um að upprunagreina kjötsýni fyrir Matvælastofnun. Þetta er gert með DNA-rannsókn. Matís sér um að upprunagreina unna kjötvöru en rannsókn- arstofan á Keldum DNA-greinir hrátt kjöt. Anna Kristín Daníels- dóttir, sviðsstjóri hjá Matís, segir eftirspurnina hafa aukist mikið. „Það hefur verið mun meira um þetta en áður. Ég veit ekki hvort áhuginn er kominn til að vera,“ segir hún og bætir við að Matís muni þá leggja meiri áherslu á þjónustuna og lækka verðið. Matís tekur í dag 20 þúsund krónur fyrir að greina eitt sýni. Anna seg- ist þó ráðleggja viðskiptavinum að taka fleiri sýni til að fá sem raunhæfasta niðurstöðu. „Það er mikilvægt að sýni séu ekki tekin úr sömu pakkningu eða sömu framleiðslulotu,“ segir hún. Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, staðfestir að ekki hafi verið mikið um þessar rannsóknir fram til þessa. „Þeir framleiðendur sem hafa leyfi til að flytja út lamba- kjöt til Bandaríkjanna þurfa þó að láta rannsaka kjötið mán- aðarlega,“ segir hann. Árlega lætur stofnunin rannsaka mörg hundruð sýni úr landbúnaðarvörum. „Aðallega er þá kannað hvort vörurnar innihaldi lyfjaleifar, þungmálma eða skor- dýraeitur. Svo hefur ekki verið,“ segir Kjartan. arh31@hi.is Kostar 20 þúsund að greina kjöt FÆRST HEFUR Í AUKANA AÐ KJÖT SÉ UPPRUNAGREINT. TVÖ FYRIRTÆKI SINNA GREIN- INGUNNI FYRIR MATVÆLASTOFNUN. HJÁ MATÍS KOSTAR GREININGIN UM 20 ÞÚSUND. Upprunagreining kostar sitt, en í vikunni komust nautakjötslausar nautabökur í fréttirnar eftir að slík greining var framkvæmd á völdum vörum. Morgunblaðið/Sverrir Talsverða athygli vakti þegar January Jones, leikkonan góðkunna úr Mad Men, sagði frá því á síðasta ári að hún hefði borðað eigin fylgju en sonur hennar er 16 mánaða í dag. Jones lýsir fylgjuátinu nánar í viðtali sem birtist í tímaritinu Glamour sem kemur út eftir helgi. Jones telur að þetta uppátæki hafi hjálpað andlegri heilsu hennar auk þess sem hún telur að hún hafi fyrr náð sér líkamlega eftir barnsburð. Sérfræðingar segja flestir að fylgjuát sé gagnslaust og engin næringarefni sé að finna í henni. „Út frá næring- arfræðinni er ekkert upp úr fylgjuáti að hafa,“ lét sér- fræðingur hjá St. George-sjúkrahúsinu í London hafa eftir sér í viðtali við Telegraph í gær. January Jones segist þess fullviss að það að leggja eigin fylgju sér til munns hjálpi heilsunni. AFP LEIKKONAN ÚR MAD MEN HNEYKSLAR Telur fylgjuát borga sig Síðustu misserin hefur mikil seta Vesturlandabúa í vinnu verið til umfjöllunar en langtímaseta er talin skaðleg bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Niðurstöður rannsóknar á vegum Háskólans í Leic- ester er enn ein staðfesting á því hve mikilvægt það er að standa upp frá skrifborðinu. Samkvæmt henni er árangursríkara að stytta þann tíma sem vinnandi fólk, með hefðbundinn átta tíma vinnudag, situr við skrifborðið en að hendast í ræktina fyrir eða eftir vinnu. Að minnsta kosti ef horft er til eins algengasta lífsstílstengda sjúkdóms Vesturlanda; sykursýki af gerð 2. Fjallað var um rannsóknina á vef- miðli breska dagblaðsins The Telegraph í gær.Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa upp. © NBC Universal, Inc. MIKILVÆGT AÐ STANDA UPP Sjúkdómur skrifstofufólks
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.