Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Matur og drykkir Ólafur Ágústsson, veitingastjóri á Kex hos- teli, segir það mjög hafa færst í vöxt, og sé nú beinlínis í tísku víða um heim, að drekka bjór með mat frekar en vín. * „Veitingastaðir víða leggja orðið mikiðupp úr því að bjóða góðan bjór með mat, og einn af mínum uppáhalds hefur hreinlega það markmið að skipta út léttvíni fyrir bjór.“ * Ólafur segir fjölbreytni og sveigj-anleika bjórs meiri en víns. „Það er hægt að finna bjór sem hentar hvaða mat sem er, en stundum getur verið erfitt að finna vín sem hentar ákveðnum mat.“ * Stout bjór (dökkur og kraftmikill) pass-ar vel með dessertum, til dæmis dökku súkkulaði að sögn Ólafs. * Margir drekka hvítvín eða dessertavínmeð hvítu súkkulaði og ávöxtum. Ólafur seg- ir henta mjög vel að drekka léttan hveitibjór með slíku góðgæti. * Sérbrennt og malað kaffi er sums stað-ar notað í bjór við bruggun og sá mjöður fer mjög vel með ákveðnum eftirréttum, að sögn Ólafs. * „Einn kaldur“ er í uppáhaldi hjá mörg-um en bjór er borinn fram við mismunandi hitastig. Stout á t.d. aldrei að vera ískaldur. „Hann er ríkur af humlum og best að hafa hann 5 til 8 gráður. Það er vegna þess að hluti af því að drekka bjórinn er að finna lyktina og ef Stout er of kaldur minnkar hún mikið.“ * 45 gráðu reglan er góð, þegar bjór erhellt í glas. „Með því að halla glasinu í 45 gráður og rétta það af hægt og rólega eiga menn að fá fallega froðukollu á bjórinn. Munið að glasið þarf að vera vel hreint og kalt. En ekki þvo glasið með sápu!“ M eðal gesta á árlegri bjórhátíð á Kex, sem lýkur um helgina, eru eigendur bandaríska brugghússins Migra- tion. Það er starfrækt í borginni Portland í Oregon- ríki; félagarnir byrjuðu að brugga í smáum stíl fyrir nokkrum misserum en eru nú orðnir „alvöru“ – reka bæði brugg- hús og vinsælan bar. „Við hófum starfsemi fyrir þremur árum; komumst þá yfir gamlan bílskúr sem við breyttum. Rýmið er alls um 300 fermetr- ar, þar af notum við þriðjung undir bjórgerðina en pöbbinn er um 200 fermetrar,“ segir Eric Banzer-Lausberg, einn gestanna frá Portland, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Þeir hafa enn ekki selt vöru sína út fyrir Portland en þar er hann í boði á um það bil 100 stöðum. „Þetta er í fyrsta skipti sem bjórinn er í boði utan borgarmarkanna og þá munaði ekkert um það!“ segir Eric og hlær. Ástæðuna fyrir þátttöku í bjórhátíð Kex má rekja til þess að vinir eigenda Migration eiga vini hér uppi á Íslandi. „Eigendur Kex buðu okkur þess vegna að koma og þetta hefur verið mikið ævintýri. Þetta er fyrsta ferðin mín til Íslands, en örugglega ekki sú síðasta!“ segir bruggarinn, bersýnilega kom- inn í hóp Íslandsvina, sem svo eru kallaðir. „Það hittist svo skemmtilega á að ég var nýbúinn að endurnýja vegabréfið mitt en hafði ekki hugmynd um hvað væri framundan.“ Hann segir bjórhátíðir sem þessar mjög algengar ytra og Ore- gon sé mikið bjór-ríki. „Á svæðinu eru bestu brugghús í heiminum að mínu mati enda hráefni einstaklega gott. Þarna í norðvestrinu eru kjöraðstæður til humlaræktunar, hvergi er meira ræktað en í Oregon og nágrannaríkinu Washington og humlar þaðan notaðir til bjórgerðar um allan heim. Við búum að því að fá vöruna ferska enda bændurnir aðeins steinsnar frá okkur og bjórinn verður því gríðarlega góður.“ Færst hefur í vöxt að haldnar séu matarhátíðir þar sem bjór er í öndvegi; á sama stalli og vín hefur verið áratugum saman. „Bjór- kvöldverðir eru mjög vinsælir á Portland-svæðinu. Fólk borðar góðan mat og drekkur ákveðinn bjór með steikinni, annan með pastaréttum og þar fram eftir götunum. Bjór hentar allt árið um kring; það er ljúft að drekka bjór í hitanum á sumrin en hann passar líka vel að vetrarlagi.“ Bandaríska bruggaranum líst afar vel á bjórmenningu Íslend- inga. „Fólk er mjög áhugasamt um okkar bjór og er vel að sér varðandi humla og annað sem skiptir máli við bjórgerð. Maður er vanari því að karlar hafi meiri áhuga á bjór en íslenskar konur eru engir eftirbátar karlanna í þeim efnum.“ Eric Banzer-Lausberg byrjaði sem unglingur að vinna við bjór- dreifingu og segist hafa hrifist af miðinum löngu áður en hann náði aldri til að mega smakka á honum. „Ég vann við að dreifa ýmsum tegundum, þannig fór ég að því að borga reikningana en það var ekki mikil ástríða sem fylgdi starfinu. Nú er annað upp á teningnum; því fylgir mikil ástríða að brugga bjór og selja sinn eigin.“ Morgunblaðið/Kristinn BANDARÍSKIR GESTIR Á BJÓRHÁTÍÐ KEX Bjór hentar allt árið HALDIÐ ER UPP Á BJÓRDAGINN MEÐ ÁRLEGRI BJÓRHÁTÍÐ Á KEX HOSTELI Í REYKJAVÍK EN 24 ÁR VORU Á FÖSTUDAGINN, 1. MARS, FRÁ ÞVÍ SALA ÁFENGS ÖLS VAR LEYFÐ HÉR Á LANDI Á NÝ EFTIR ÁRATUGA BANN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bjórhátíðin á Kex hefur verið vel sótt og stemningin góð alla vikuna. Morgunblaðið/Kristinn Bruggararnir frá Portland sem þáðu boð eigenda Kex um að koma á bjórhátíðina. Mckean Banzer-Lausberg, Eric Banzer-Lausberg og Colin Rath. Góð ráð ódýr

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.