Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Side 34
*Græjur og tækniEf marka má tölur fyrir síðasta ár um sölu tónlistar á netinu er ólöglegt niðurhal á undanhaldi »36 Þ að er náttúrlega mikið umstang að flytja og mikið af vörum sem maður þarf að koma niður í kassa. einhvern veginn datt mér þetta í hug. Að leita leiða til að flytja með nútímaþæg- indum,“ segir Baldur Eiríksson, verkefnisstjóri hjá Reiknistofn- un Háskóla Íslands. Hann fór því á netið, fann smáforrit og kerfi sem heitir Box me up og býður notanda upp á að skrá allt niður sem sett er ofan í hvern kassa og prenta svokallaðan QR-kóða fyrir kassann. „Svo þegar þú smellir á kóðann þá sérðu hvað er í þessum kassa. Þetta er ekki flóknara en það,“ segir Baldur. QR-kóði er texti sem snjallsími getur lesið og unnið úr. Í sjálfu sér getur hver sem er farið og gert QR-kóða með nafninu sínu, flóknara er það ekki. „Það eru engir galdrar á bak við þetta. Það sem var vesenið var að prenta kóðana út og líma á kassana. En þetta er þægilegra en að skrifa eldhús, stofa, svefnherbergi og svo framvegis. Flesta kassana sem við vorum að flytja með núna not- uðum við einnig þegar við fluttum heim frá Danmörku fyrir tíu árum og höfum flutt þrisvar sinnum síðan. Vinkona mín fékk kassana síðan líka lánaða þegar hún flutti þannig að það stóð margt og mikið á hverjum kassa. Þetta var því einfalt og gott. Maður verður að nota tæknina. Það er komið 2013. Það er ýmislegt til,“ segir Baldur hress og kátur. Vilji fólk nýta tæknina við flutningana má kynna sér þennan mögu- leika á vefslóðinni www.boxmeupapp.com. Baldur segir að það séu engir töfrar á bak við QR kóðana. Mestu vandræðin voru að líma kóðana á kassana.Skannað og séð. Baldur flutti með nútímaþægindum. Baldur Eiríksson með einn kassa sem merktur er QR kóða. Þessi geymdi eldhús- áhöld. NÝTTI TÆKNINA VIÐ FLUTNINGA Notaði QR-kóða til að hjálpa sér að flytja BALDUR EIRÍKSSON, VERKEFNISSTJÓRI HJÁ REIKNISTOFNUN HÍ, NOTAÐI QR-KÓÐA TIL AÐ MERKJA INNIHALD Í HVERJ- UM KASSA ÞEGAR HANN STÓÐ Í FLUTNINGUM. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.