Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Síða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Síða 45
ekki að allir sem vettlingi gátu valdið væru kallaðir til skrafs. Eða var það bara til skrauts? Hagsmuna- samtök af alls konar tagi, bankastjórar, aðilar vinnu- markaðar og forsprakkar lífeyrissjóðanna, svo fáeinir fastagestir séu nefndir. Það var varfærnislaust kynt undir væntingum og vonum fólks um að raunveruleg- ar áþreifanlegar lausnir væru í farvatninu. Lausn- irnar koma í ljós „á næstu vikum“, var hin hefð- bundna tilkynning forsætisráðherrans. Kannski héldu einhverjir að sér höndum vegna þessa sjón- arspils. Og kannski sukku margir þeirra enn dýpra ofan í fenið af þeim ástæðum og enn örðugra varð um nokkurt bjargræði. En minna en ekkert gerðist. Skjaldborg Hæstaréttar Það eina sem hafði raunverulega þýðingu fyrir marga voru dómar Hæstaréttar um gengisbundnar kröfur. En jafnvel slíkir dómar skiluðu sér ekki til fulls vegna vanhæfni stjórnarherranna. Þeir reyndust ófærir og óundirbúnir til að bregðast við. Hver man ekki eftir ruglinu í kringum „Árna Páls lögin“ og það öngþveiti sem þau sköpuðu. Hver man ekki hvernig Helgi Hjörvar og hans lið lagðist á tillögur um að dómsmál, sem vörðuðu hin miklu skuldamál, skyldu fá flýti- meðferð? Hvað skyldi sá pólitíski skollaleikur hafa kostað margar fjölskyldur fjárhagslega tilveru? Hvernig gat ein ríkisstjórn haldið svo á málum að fyr- irheit eins og „norræn velferð“ og að „slá skjaldborg um heimilin“ urðu að skammaryrðum og enduðu með því að höfundar þeirra þorðu ekki lengur að taka þau sér í munn? Og hvernig stóð á því að hverri „sátt“ af annarri var sópað út af borðinu. Hver man ekki eftir að ríkisstjórnin þóttist mánuðum saman vera að vinna af heilindum að því að „ná sátt um sjávarútveginn“. Mörgum þótti það fagnaðaefni þegar tilkynnt var að sáttin hefði náðst. Sú gleði stóð í dagpart eða svo, en þá hljóp sjálfur formaður sáttanefndarinnar, Guð- bjartur Hannesson, frá sáttinni vegna þess að sjálf stjórnarforystan lagðist gegn henni! Hvenær hefur það gerst að forystumaður í stjórnmálum beitir sér fyrir því að viðsemjendur sínir slái nauðugir af sínum sjónarmiðum gegn loforði um sátt við ríkisvaldið en hann hefur ekki tryggt að húsbændur hans muni virða slíka sátt? Ríkisstjórnin gerði hvern sáttmálann af öðrum við „aðila vinnumarkaðarins“. Þeir voru hlaðnir loforðum. Þau áttu að tryggja stöðugleika. En svo var upplýst að varla nokkurt einasta loforð hefði verið efnt. Slík staða er óþekkt í áratugasamskiptum þessara aðila við ríkisvaldið. Hefur einhver gleymt hrópunum, stóryrðunum og svívirðingunum úr munni Steingríms J. Sigfússonar þegar talsmenn „aðilanna“ upplýstu um svikin? Þau voru slík að Björn Valur Gíslason hefði verið fullsæmdur af þeim. „Umfram aðra menn“ Stjórnarforystan lætur gjarnan eins og enginn ís- lenskur stjórnmálamaður hafi sinnt sínu starfi jafn- ötullega og hún hafi gert. Sífellt er verið að barma sér yfir því að ráðamenn séu að sligast af þreytu. Við hvað var verið að hamast? Skýrslu Rannsóknarnefndar Al- þingis var ekki fylgt eftir í samræmi við samhljóða samþykkt þingsins. Atli Gíslason, sem stýrði við- bragðavinnu Alþingis, hefur staðfest að ríkisstjórnin hafi gjörsamlega brugðist í þeim efnum. Alls konar rannsóknarnefndir aðrar hafa hins vegar verið skip- aðar. Hvað hefur komið út úr þeim? Ekki nokkur skapaður hlutur sem gagn er að. En kostnaðurinn við þær nemur þegar hundruðum milljóna króna. Lands- dómsaðförin steytti á grjóti og sá kostnaður nam einnig hundruðum milljóna króna. Önnur aðför, í þetta sinn að sjálfri stjórnarskrá landsins, er vonandi einnig að renna út í sandinn. Kostnaðurinn við það fá- ránlega brölt er að verða um 1.500 milljónir króna. Án boðlegra heimilda voru vogunarsjóðum og hræ- gömmum afhentir tveir stærstu bankar þjóðarinnar. Þjóðin er byrjuð að súpa seyðið af því, en hefur þó að- eins rétt dreypt á, enn sem komið er. Sparisjóða- klúðrið, sjóvárdæmið og allt hitt er ónefnt. En það sérkennilegasta og skaðlegasta af öllu var að láta undan sérvitringsafstöðu eins flokks og hefja í óðagoti og heimildarleysi aðlögunarferil stjórnskipunarinnar að ESB og efna þar með til sundurþykkju með þjóð- inni þegar hún þurfti mest á samstöðu að halda. Og ekki þarf að nefna delludansinn í kringum „icesave“, með hundraða milljóna króna kostnaði, sem þó var aðeins brotabrot af þeim útgjöldum sem tókst að af- stýra. Þegar til þessa er horft, sýnishorna af stjórnarfari á einu kjörtímabili, liggur svarið við upphafsspurning- unni þá ekki í augum uppi? Munu ekki kjósendur helst velta því fyrir sér í kjörklefanum í lok apríl hverjum megi helst treysta, hver sé helst verðugur trúnaðar þegar framtíðarheill þjóðar sé í húfi? Getur ekki verið að pólitísk heilindi hafi færst framar í for- gangsröð þegar kjósandi leggur saman það sem mestu skuli ráða um val hans að þessu sinni? Núver- andi stjórnarflokkar standa ekki einir frammi fyrir slíku mati kjósandans. Þar er enginn flokkur undan- skilinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þetta kortér á kjördag getur skipt sköpum eins og sum önnur kortér 3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.