Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 ákváðu að flytja heim síðasta sumar og taka alfarið við hótelinu sjálf. „Þegar maður leggur svona mikið undir er langbest að fylgja verkefninu eftir sjálfur,“ segir hún. Hvað varð um veturinn? Fyrirhugað var að hefja framkvæmdir haustið 2011 en þær drógust vegna veðurs. „Veturinn í fyrra var erfiður og við gátum ekki byrjað að neinu gagni fyrr en í mars á síðasta ári. Eftir það hafa framkvæmdir gengið eins og í sögu, maður hefur varla orðið var við veturinn í vetur. Við erum veðurguðunum ákaflega þakklát,“ segir Sig- urlaug en viðurkennir að það hafi verið svo- lítið strembið fyrir sig, forfallna skíðamann- eskjuna, að biðja mánuðum saman um gott veður og lítinn snjó. Ion-hótelið var opnað 1. febrúar síðastlið- inn og segir Sigurlaug viðtökur hafa verið framar öllum vonum. Nýting á gistirými er um 80% fyrsta mánuðinn, nær eingöngu út- lendingar. Það hlýtur að teljast góður ár- angur hjá nýju hóteli um miðjan vetur. Hún þakkar þetta ekki síst mikilli umfjöllun í bresku pressunni, blöðum á borð við Daily Telegraph og The Independent. „Það hefur verið mikið álag á starfsfólkið okkar sem hefur staðið sig með stakri prýði. Við vissum að þetta yrði mikil törn í febrúar en nú þegar reksturinn er kominn af stað ætti álagið á starfsfólkið að minnka strax í mars og vaktir að verða með eðlileg- um hætti. Allir hafa gert þetta með bros á vör enda ekki á hverjum degi sem maður opnar hótel,“ segir Sigurlaug. Sjálf viðurkennir hún að hafa unnið allt að tuttugu klukkustundir á sólarhring und- anfarna þrjá mánuði. „Ég hef verið í öllu, allt frá því að annast reksturinn og ráða starfsfólk yfir í að fylgja á eftir fram- kvæmdum. Ég hef á tilfinningunni að ég sé komin með Margrétar Thatcher-heilkenni, er beinskeitt og sef bara í fimm klukku- stundir á nóttu. Ég er löngu hætt að dansa kringum hlutina, nú eru það bara ákvarð- anir og afgreiðslur og fókusinn á stóru myndinni,“ segir Sigurlaug og blaðamaður veltir fyrir sér hvernig hún sé í góðu skapi – að því gefnu að þetta sé úrilla útgáfan! Vaskur úr endurunnu gúmmíi Þá er komið að skoðunarferð um hótelið og hún hefst óvænt á klósettinu inn af lobbí- inu. „Afsakaðu að ég skuli draga þig hér inn,“ segir Sigurlaug hlæjandi, „en ég má til með að sýna þér svolítið.“ Þar á hún við vaskinn sem er úr endur- unnum hjólbörðum en umhverfisvænar lausnir og hugvitssamleg nýting á nátt- úrulegum efnum eru grundvallarþættir í hönnun og byggingu hótelsins. Hún nefnir einnig lífræn og sanngirnisvottuð (e. fair trade) handklæði og sængurföt í öllum her- bergjum, ljós úr endurunnum bylgjupappa og umslög úr endurnýtanlegum pappa utan um aðgangskortin að herbergjunum. „Við reynum að hugsa þetta alla leið í gegn og stefnum á umhverfisvottun fyrir hótelið á næstu mánuðum.“ Athygli vekur að teppi eru á herbergja- göngunum en Sigurlaug segir það hafa ver- ið nauðsynlegt til að hljóðeinangrunar. Teppin eru umhverfisvottuð. Kapp er best með forsjá í þessu sem öðru en Sigurlaug segir um tíma hafa staðið til að hafa rúmgaflana úr endurunnum hjól- börðum. Frá því var hins vegar horfið þeg- ar menn áttuðu sig á því að á sólbjörtum sumardögum myndi leggja angan frá rúm- unum, nú eða fnyk. „Við vildum ekki að fólk vaknaði upp á morgnana haldandi að það væri statt á dekkjaverkstæði,“ segir Sigurlaug hlæjandi. „Þessi umhverfisstefna má ekki snúast upp í andhverfu sína.“ Seint verður sagt að vatnsmál séu í ólestri í og við hótelið en fráveitan er sú fullkomnasta á landinu. Upp á það hefur Sigurlaug pappíra frá heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Fyrirtaks spa-aðstaða er á hótelinu og myndarleg setlaug á palli fyrir utan. Sí- rennsli er í setlauginni sem þýðir að vatnið endurnýjar sig á sólarhring. Þannig fellur hún undir þá skilgreiningu að vera nátt- úruleg og fyrir vikið þarf hvorki að nota hreinsiefni né klór. Það kemur sér vel Hótel Ion fer vel við hraunið á Nesjavöllum. Góð kynning erlendis hefur þegar skilað sér en nýting á gistirými var um 80% fyrsta mánuðinn eftir opnun. Alpagenglarnir Sigurlaug og Halldór með Matterhorn i baksýn. Umhverfisvænni díselolía hjá Olís Ef allir díselbílar á Íslandi notuðu VLO-díselolíu myndi það jafngilda kolefnisbindingu 8,6 milljóna trjáa!* PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 30 12 5 *Á einu ári losar díselbílafloti Íslendinga um 345 þúsund tonn af koltvísýringi jafngilda því að gróðursetja 8,6 milljónir trjáa eða skóg sem nemur öllu byggðu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.