Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.04.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fyrri hluti 16. aldar, þegar komið var á lútersku, var mikið átakaskeið á Íslandi. Barist var með vopnum gegn siðbreytingunni sem ekki varð reyndin annars staðar á Norður- löndunum. En leynast áður óþekkt- ar heimildir um sögu Íslands á þess- um tíma í bóka- og skjalasafni Páfagarðs? Marga grunar að svo sé. Árið 1976 fannst þar bréf frá Ög- mundi biskupi Pálssyni í Skálholti til páfa á þessum umbrotatímum þegar Rómarkirkjan klofnaði. Marga grunar að finna megi einnig bréf frá Jóni Arasyni Hólabiskupi einhvers staðar í safninu en aðeins hefur fundist afrit af einu svarbréfi frá páfa til Ögmundar og uppkast að öðru til Jóns. Fræðimenn eru ekki á einu máli. Ólafur Haukur Árnason, sem nú stundar meistaranám í latínu og grísku við Kaupmannahafnarhá- skóla og lærði heimspeki við einn af háskólum Páfagarðs í Róm, bendir á að ýmis norrænir fræðimenn hafi rannsakað söfn páfa vandlega. „Mér finnst því lítil von um að einhverja merkilega, óþekkta heimild sem snerti sögu Íslands sé enn að finna þarna,“ segir Ólafur Haukur. Verið að opna söfn páfa Söfn Páfagarðs hafa smám saman verið opnuð fræðimönnum síðustu áratugina en fram yfir 1880 voru þau að mestu lokuð. Enskur kaþólikkaprestur og Íslandsvinur, Frank Bullivant, lærði íslensku en hann settist að í Róm. Bullivant fann skjöl um landið í einni safndeildinni, þ.á m. bréf Ögmundar sem deilir þar á keppinaut sinn, Jón Arason og vill fá lögsögu yfir honum. En bréfið var ritað nokkru áður en danski konungurinn sagði skilið við Róm – og hirti í leiðinni eignir kirkjunnar. Strangar reglur gilda um aðgang fræðimanna enda margt dýrgripa í bóka- og skjalasafni sem spannar hátt í tvö þúsund ár og margir ómet- anlegir. Menn verða að vera með vel skilgreint erindi, vita hvað þeir vilji skoða og hvers vegna. Fagmennska er í fyrirrúmi. Og oft getur þurft að beita aðferðum leynilögreglumanna til að rata á réttu skjölin. Senda þyrfti fræðimann til Rómar Þorsteinn Kári Bjarnason, yfir- maður Bókasafns Vestmannaeyja, segir mjög líklegt að hægt sé að finna merkileg gögn um sögu Ís- lands í söfnum páfa. Norrænir fræðimenn hafi ekki verið að leita þar að einhverju um Ísland heldur gögnum um sögu eigin þjóðar. Þor- steinn er vel að sér í handritafræði, latínu og málefnum Páfagarðs og heimsótti umrætt safn fyrir tveim áratugum. Hann er viss um að feng- ist fé til að senda íslenskan fræði- mann til dvalar í Róm til að rann- saka safnið myndi kaþólska kirkjan á Íslandi reyna að greiða götu hans eða hennar. „Í skjalasafninu gætu verið leyni- leg gögn frá Íslandi sem send voru beint til páfa,“ segir hann. „Slík skjöl gátu t.d. varðað presta sem biskup vildi vísa úr landi. Söfn sem geymdu slík gögn voru lokuð þang- að til á síðustu árum. Þar eru því gögn sem fræðimenn hafa ekki enn skoðað. Síðan má ekki gleyma að Ísland var mjög afskekkt, langt frá Róm og gögnin gátu verið skráð vitlaust. Þau geta fundist hvar sem er. Ég sá t.d. gögn um Islandia [þ.e. Ísland] í gögnum um Spán sem heitir Hisp- ania á latínu. Líka er hugsanlegt að Íslandi sé ruglað saman við Írland. Sá sem færi til Rómar og rannsakaði söfnin yrði að vera alveg fluglæs á latínu, kunna að leita og yrði að gefa sér mjög góðan tíma.“ Þorsteinn segir að fræðimaðurinn þyrfti að kynna sér vel umgengnis- hætti í Páfagarði, læra á siði og venjur, kynnast embættismönnum. Og hann ætti að einbeita sér að loka- skeiði siðbreytingarinnar á Íslandi. Þegar norrænir fræðimenn rann- sökuðu þessi mál settu þeir að sögn Þorsteins endapunkt þegar breyt- ingin var um garð gengin í þeirra löndum sem var áratugum fyrr en hjá okkur. En þá urðu dramatískir atburðir hér á norðurhjara og mannvíg vegna trúardeilna en heimildirnar oft af skornum skammti. Svör við ýmsum spennandi spurningum gætu fengist í Róm. Leyndarmál á rykugum hillum  Marga grunar að finna megi óþekkt gögn um sögu Íslands á 16. öld í skjalasafni Páfagarðs  Jón Arason biskup gæti hafa beðið um hjálp í slagnum við Danakonung og mótmælendur Aftaka „Öxin og jörðin geyma þá best,“ var svar ráðsmannsins í Skálholti árið 1550 þegar menn veltu fyrir sér hvað gera ætti við fangana, Jón Arason biskup, þá kominn vel á sjötugsaldur, og syni hans. Þeir voru hálshöggnir. Þessi vaxmynd af Jóni á höggstokknum er í Sögusafninu sem nú er verið að flytja í Ellingsen-húsið úr Perlunni. Svo fór að Jón Arason biskup reyndi að beita vopnavaldi með aðstoð sona sinna til að tryggja að landið yrði áfram kaþólskt. Hann lét víggirða Hólastað og safna mörgum hundruðum manna, vopnuðu liði, til að ógna stuðningsmönnum lúterskunnar. Litlu munaði að Jón næði öll- um völdum á landinu 1548-1549 en að lokum brást stríðsgæfan. Hann var handtekinn og háls- höggvinn ásamt tveim sonum sínum í Skálholti 1550. Jón biskup barðist fyrir kirkj- una en virðist einnig hafa litið á sig sem baráttumann Íslendinga gagnvart Dönum. Jón lét flytja hingað prent- smiðju, þá fyrstu á Íslandi. Hann var höfðinglegur ásýndum, há- vaxinn og gleðimaður mikill og gott skáld. Vísur hans eru kunn- ar en þar gerir hann stundum grín að sjálfum sér. Jón átti sér fylgikonu og sama var að segja um syni hans þótt prestsvígðir væru og ættu því að ástunda skírlífi. Jón átti minnst sex börn, talið er að allir Íslendingar að nýbúum undanskildum geti rakið ættir sínar til hans. Litríkur og herskár höfð- ingi á Hólum JÓN ARASON BISKUP Forn frægð Biskupssetrið á Hólum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Viðbragðsáætlun vegna slyss við sigl- ingar ferju á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar og Þorlákshafnar er nánast tilbúin hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Aðeins er eftir að rýna síðustu björgunaræfingar. Víðir Reynisson, deildarstjóri almanna- varnadeildar, reiknar með að skrifað verði undir áætlunina í þessum mán- uði. „Við erum betur í stakk búin en áð- ur og höfum lært ýmislegt af þessari vinnu,“ segir Víðir. Hann tekur fram að farþegaskip í vanda í Landeyja- höfn eða við Suðurströndina yrði flók- ið og umfangsmikið verkefni. Farið yfir viðbúnað Áætlunin tekur til siglinga Vest- mannaeyjaferjunnar til Land- eyjahafnar og Þorlákshafnar og er unnin í samvinnu við lögreglustjór- ana á svæðinu. Þá komu Sigl- ingastofnun og Eimskip að verkefn- inu og allir þeir sem hlutverki hafi að gegna í aðgerðum. Víðir segir að athugað hafi verið hvaða viðbúnað þurfi að hafa, miðað við það skip sem nú er notað og þær aðstæður sem eru í höfnunum. Hún miði við að allir sem geti komið til að- stoðar verði virkjaðir þegar óhapp verði. Þá hafa viðbrögð verið æfð til að fara yfir veikleika. Meðal annars var æfing með Landhelgisgæslunni sl. laugardag. Þá var farið yfir það hvern- ig hægt væri að draga Herjólf ef hann yrði vélarvanga. Víðir bendir á að til þess þurfi sérstakar aðferðir þar sem ferjan er með opnanlegt stefni. Til stendur að bæta búnað og að- stöðu í Landeyjahöfn, meðal annars aðgengi að varnargörðunum svo auð- veldara verði að koma björgunarliði og búnaði þangað ef skip strandar fyrir utan. Unnið hefur verið að áætluninni frá því á seinnihluta árs 2011 en kraftur var settur í verkið í vetur, eftir óhapp sem varð þegar Herjólfur rakst utan í varnargarð. Áætlanir fyrir fleiri svæði Til er viðbragðsáætlun fyrir Nor- rænu og Seyðisfjörð og hvalaskoð- unarbáta og ferjusiglingar við Húsa- vík. Áætlunin fyrir Vestmannaeyjaferju er unnin eftir sama kerfi. Byrjað er á undirbúningi fyrir viðbragðsáætlun fyrir siglingar við Reykjavík og á Faxaflóa og segir Víðir segir að í framhaldinu verði gerðar áætlanir fyrir aðra staði þar sem ferjur og skemmtiferðaskip koma. Viðbragðsáætlun vegna ferjuslyss  „Höfum lært ýmislegt af þessari vinnu,“ segir deildarstjóri almannavarnadeildar  Til stendur að bæta aðstæður og búnað í Landeyjahöfn  Byrjað á áætlun fyrir Faxaflóa Morgunblaðið/Styrmir Kári Áætlun Herjólfur siglir þessa dagana í Landeyjahöfn en viðbragðið miðast einnig við Eyjar og Þorlákshöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.