Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 9
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 07:00 Vakna upp með þá hefðbundnu valmögu-leika í huga að sofa lengur og verða of sein (sem er alltaf vond hugmynd) eða viðurkenna vanmátt minn og þiggja kaffi í rúmið, annaðhvort frá 11 ára syni mínum eða eiginmanni. Ég vel síðari kostinn enda dýr- keypt að setja í bakkgír þegar hér er komið við sögu. Ég er eins og gömul díselvél, lengi í gang en ódrepandi þegar af stað er komið. 08:00 Við Jónatan Hugi 5 ára göngum til leik-skóla, stundum hellist yfir mig þessi barns- lega löngun til að verða eftir með honum, borða einfald- an, hollan mat á réttum tíma, hlusta á sögur í leshorni og fara út að leika, en þetta bráir fljótt af mér. Ég kyssi Ljónshjartað bless og hleyp út um öryggishliðið. 08:30 Morgunskokkið. Talandi um gamlar dís-elvélar; seigfljótandi hreyfingar í hvít- klæddu landi. Þetta er gamall vani, einn af þeim betri sem ég hef tamið mér, ég hlusta á tónlist og sem í hug- anum prédikun næsta sunnudags. 10:00 Mætt niður í Akureyrarkirkju, tek einnkaffibolla með samstarfsfólki, að sjálfsögðu fara aðeins fram háguðfræðilegar umræður þar sem undirrituð leggur fram tímamótakenningar og hlýði loks öllum yfir boðorðin 10 (já eða ekki). 10:15 Tek á móti fyrstu sóknarbörnum dagsins íviðtal, erindin eru mörg og mismunandi en þegar öllu er á botninn hvolft lærum við hvert af öðru svo allir græða á endanum, það er fegurðin við prest- starfið. Þroskagróði er ómetanlegur. 12:00 Hádegisverður á Kaffi Ilm í Hafnarstræti,dýrindis matur í fallegu gömlu, gulmáluðu húsi, það er jafn glaðlegt að innan sem utan því inni bíða manns glaðbeittar konur með móðurlegt viðmót. Þær eiga og reka staðinn og standa þar vaktina alla daga. 13:00 Ráðstefna í Háskólanum á Akureyri –„Zonta segir nei“ – þar sem viðfangsefnið er ofbeldi gegn konum og spurningin sem fyrirles- ararnir líkt og undirrituð fást þar við er hvernig sam- félagið geti í sameiningu brugðist við þessu meini sem reynist nú stærsta heilbrigðisvá er steðjar að konum um víða veröld. Undirrituð fjallar um hlutverk kirkj- unnar í því samhengi og um konurnar í lífi Jesú. Jesús var nefnilega femínisti og snilldin við aðferðir hans í þeim efnum var fólgin í því að hann ruddi braut kvenna með því að fela þeim mikilvæg hlutverk þannig að þær urðu í raun leiðandi í annars karllægu samfélagi. Hann kom ekki fram sem einhver verndandi hetja gagnvart þeim heldur jafningi sem kom auga á styrkleika þeirra. En síðan tók hefðin auðvitað til við að endurskrifa sög- una og í þeirri sögu eru konur frekar settar í bakgrunn- inn. Þá er það hlutverk okkar guðfræðinga að leiðrétta þann misskilning því það skiptir mjög miklu máli fyrir kvennabaráttuna. 18:00 Mæli mér mót við eiginmann minn til 13ára, hann hefur líka alið manninn á ráð- stefnu í dag þó hún sé nokkuð annars eðlis, þar var ver- ið að ræða raunfærnimat í atvinnulífinu og nú stendur til að fagna með vinnufélögum hans í SÍMEY (Símennt- unarmiðstöð Eyjafjarðar). Á þeim vinnustað ríkir sér- staklega vandaður vinnuandi sem opinberast m.a. í mjög svo útpældum vinnustaðahrekkjum þar sem menn geta átt allt eins von á því að skrifstofan þeirra verði strípuð á meðan þeir bregða sér á salernið eða bíllinn þeirra borinn yfir á næsta bílastæði. Föstudagskvöld í þessum selskap er skothelt dæmi. 02:00 Leggst á koddann vel nærð á líkama ogsál eftir viðburðaríkan dag þar sem gaman og alvara umhverfist um sálartetrið, það er best. Get aldrei kvartað undan viðburðasnauðum dögum, og í raun get ég sjaldan kvartað, því allir dagar hafa til- hneigingu til að verða nokkuð góðir. DAGUR Í LÍFI HILDAR EIRAR BOLLADÓTTUR Sr. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju: „Get aldrei kvartað undan viðburðasnauðum dögum.“ Morgunblaðið/Golli Seigfljótandi hreyfingar í hvítklæddu landi SR. HILDUR EIR BOLLADÓTTIR PRESTUR Í AKUREYRARKIRKJU ER LÍFSGLÖÐ KONA. HÚN HAFÐI NÓG FYRIR STAFNI Í VIKUNNI; SAT PRESTASTEFNU Í HÖFUÐBORGINNI EN BRUNAÐI NORÐUR Á FIMMTUDAG OG LÝSIR HÉR GÆRDEGINUM – AÐ HLUTA TIL FYRIR FRAM… Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsska- purinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfs- fólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Bjóðum einnigupp á trimform
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.