Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 24
Þórdís er nýlega farin að sauma út í áklæði á kolla. Þórdís Jónsdóttir við glæsilega veggmynd sem hún saumaði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þræði nál og held svo út í óvissuna ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR Á AKUREYRI HEFUR LENGI HAFT GAMAN AF ÞVÍ AÐ SAUMA ÚT. HÚN BÝR TIL SÍN EIGIN MUNSTUR OG EFTIR AÐ FRÉTTIST AF PÚÐUNUM HENNAR HEFUR ÞÓRDÍS HAFT NÓG AÐ GERA MEÐ NÁLINA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Litadýrð er oft mikil í garnhrúgunni hjá Þórdísi. Púðar Þórdísar eru flestir með fallegu blómamynstri sem hún hannar sjálf. Þórdís segist í nokkur ár hafa verið heilluð af munstrunum í íslenska faldbúningnum og saumað púða þar sem hún styðst við þau munstur. Einn þeirra má sjá́ á myndinni hér til vinstri. Þ órdís Jónsdóttir á Akureyri er orðin þekkt fyrir glæsilega púða sem hún saumar en hún fæst einnig við útsaumaðar veggmyndir og er nú byrjuð að sauma út kolla. Á síðasta ári sýndi hún verk sín í menningarhúsinu Hofi ásamt systrum sínum, Mar- gréti og Maríu Sigríði, sem báðar eru menntaðir myndlistarmenn, og vakti töluverða athygli. Margrét vinnur við leirlist á Akureyri en María Sigríður starfar sem listamaður á Ítalíu. „Púðasaumurinn minn byrjaði á því að þegar veitingastaðurinn Friðrik V var fluttur í Gilið á Akureyri árið 2007 og ég fengin til að sauma púða þangað inn. Svo fóru hjólin að snúast og ég fór að fá pantanir frá fólki sem þótti gaman að geta valið liti og munstur eftir því hvað hentaði hverjum og einum og síðan hef ég varla lagt frá mér nálina!“ segir Þórdís í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. „Fólk sér að einn eða fleiri litríkir púðar gera hlýlegt yfirbragð á heimilið. Ég hef tekið þátt í nokkrum sýningum á vegum Handverks og hönnunar og síðastliðið sumar héldum við systur mínar sýningu í Hofi á Akureyri. Þar sýndi ég einnig útsaumaðar veggmyndir og ætla að halda áfram að vinna við það með púðasaumnum.“ Útsaumur Þórdísar er allur handunninn og tekur því mikinn tíma að vinna hvern og einn púða. „En ég nýt hvers spors sem ég sauma . Ég geri öll mín munstur sjálf en reyni samt að halda í gömlu útsaumshefðina. Ég hef í nokkur ár verið heilluð af munstrunum í íslenska faldbúningnum og hef saumað púða þar sem ég styðst við þau munstur. En það er nú samt oft þannig að ég þræði bara nálina og held af stað og úr þeirri ferð spretta blóm í fögrum lit- um. Ég hef alltaf haft gaman að allri handavinnu en er ekki sérmenntuð í því.“ Hægt er að skoða púða Þórdísar á facebook: Handbróderaðir púðar – Þórdís Jónsdóttir . PÚÐAR, VEGGMYNDIR OG KOLLAR *Heimili og hönnunHeima hjá Birnu og Gunnari á Rauðarárstíg er nýjum og gömlum munum blandað saman »26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.