Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Matur og drykkir M jólkurafurðir og egg eru á meðal þess sem vegan- fólk neitar sér um svo og matvæli sem innihalda aukaefni sem eru komin úr dýraríkinu. Ýmsar súkkulaðitegundir innihalda lesitín sem er unnið úr mjólk og í sojaostum sem seldir eru hérlendis er oftast mjólkurduft (casein). Það var þó í vetur sem var byrjað að selja alveg vegan-osta og smurosta og var það frábær viðbót við úrvalið hér á landi. Margir Íslendingar eru grænmetisætur en vegan- lífsstíll er enn sem komið er ekki mjög algengur. Gyða Hrund Þor- valdsdóttir, gítarleikari í dauðarokkssveitinni Angist, hefur eingöngu borðað vegan-mat í ellefu ár. Hún þjáðist af mjög slæmu mígreni sem minnkaði um 80% eftir að hún fór að sneiða hjá mjólkurvörum og eggjum. Þá verður hún minna veik en áður. „Ég er að vinna í skóla og hef staðið af mér flestar pestir sem ganga. Það reyndar náði mér ein slæm núna fyrir stuttu,“ segir hún en það gefst lítill tími til að vor- kenna sér því Angist er á leiðinni til tónleikahalds í London. Gyða segir að það sé mikill misskilningur að vegan-fæði sé ekki næringarríkt. Sojabaunin er gífurlega prótínrík, tófú sé mjög kalk- og steinefnaríkt og omega-3 fitu sýruna færðu úr hör- og sólblómafræjum. Grænkál og spínat gefur járn, soja- mjólk er oftast kalkbætt og svona mætti lengi telja. „Stóra vandamálið sem grænmetisætur glíma við hér á Ís- landi er fátæklegt úrval af mat sem hentar. Það hefur lagast heilmikið síðan ég byrjaði í þessu en maður kemur alltaf heim frá útlöndum með fullar ferðatöskur af mat. Sojavörur og annar varningur sem tilheyrir vegan-eldhúsinu er mjög dýr og mætti halda að stjórnvöld líti á hollustuna sem mun- aðarvöru. Áhrif vegan-mataræðis á umhverfið er einnig mjög jákvæð því til dæmis miðað við framleiðslu á kjöti fer margfalt minni vatnsnotkun í framleiðslu á vegan-máltíð. Tölurnar eru eig- inlega bara mjög ógnvekjandi. Ég er kennari í unglingadeild í Setbergsskóla í Hafnarfirði og fyrir stuttu vorum við með þemadaga. Þemað var náttúran og var ég með vegan-stöð þar sem öll unglingadeildin, 150 unglingar, fóru í gegn á þremur dögum, elduðu þessa tofu uppskrift og fræddust um vegan-mataræði og umhverfisáhrif. Það gekk virkilega vel og af þessum 150 unglingum var bara einn sem vildi ekki smakka og flestum fannst þetta mjög gott. Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu verkefni með þeim og voru krakkarnir mjög áhugasamir og spurðu flottra og for- dómalausra spurninga. Ég var alveg í skýjunum eftir þetta.“ GYÐA HRUND ÞORVALDSDÓTTIR ÞUNGAROKKARI OG KENNARI Dýrt að vera „vegan“ ÞEIM FJÖLGAR STÖÐUGT SEM SNEIÐA HJÁ KJÖTI OG FISKI OG NEYTA ÞESS Í STAÐ EINUNGIS GRÆNMETIS OG JURTAFÆÐIS. ÞEIR SEM HAFA TILEINKAÐ SÉR SVONEFNT VEGAN-MATARÆÐI GANGA SKREFINU LENGRA OG SNIÐGANGA ALLAN MAT SEM INNIHELDUR SNEFIL AF DÝRAAFURÐUM, BÆÐI AF SIÐFERÐISÁSTÆÐUM OG HOLLUSTUÁSTÆÐUM. GYÐA HRUND, GÍTARLEIKARI Í ÞUNGAROKKSVEITINNI ANGIST, ER Í HÓPI ÞEIRRA SEM AÐYLLAST VEGAN FÆÐI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Gyða Hrund Þorvaldsdóttir er hrifin af tofu í matargerð. Morgunblaðið/Eggert 500 g tofukubbur t.d. úr Bónus (at- hugið að kaupa ekki silken tofu sem er í fernu). Marinering 3 matskeiðar sojasósa 3 matskeiðar vatn 1 matskeið agave-síróp 1 teskeið reykt paprikuduft t.d frá Pottagöldrum (mjög sterkt svo ekki nota meira en ráðlagt er til að byrja með. ½ teskeið hvítlauksduft ½ teskeið laukduft Aðferð Tofuið er sett í frysti í allavega sólar- hring áður en hafist er handa. Þannig breytir það um áferð og dregur betur í sig bragð af marineringunni. Síðan er það látið þiðna, tekið úr pokanum og rifið niður í hentuga stærð. Gott er að kreista vökvann úr to- fuinu, til dæmis með því að rífa það niður í pastasigti og þrýsta svo vel á þannig að vökvinn leki út um sigt- isgötin. Marineringin er löguð með því að blanda öllum hráefnunum saman og hræra vel því agavesírópið festist svo- lítið í botninn. Blandið svo tofuinu vel saman við marineringuna og látið liggja í smá stund, því lengur því betra en 10-15 mínútur er alveg nóg. Gott aðeins að róta í því á meðan það er að marinerast til að nýta alla mariner- inguna. Svo er það bara steikt á pönnu þar til þetta brúnast og síðan bara njóta! Að sögn Gyðu Hrundar er gott að nota þessa uppskrift til að gera pott- rétt og þá er hægt að bæta við græn- meti að eigin vali eða nota út í salat. Einnig er hægt að nota í staðinn fyrir hakk í tortillas vefjur með káli og salsa. SNILLDAR VEGAN-UPPSKRIFT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.