Morgunblaðið - 04.05.2013, Page 14

Morgunblaðið - 04.05.2013, Page 14
ÚR BÆJARLÍFINU Sigmundur Sigurgeirsson Sveitarfélagið Árborg Sunnlenski sveitadagurinn er í dag, en það er fyrsta sumarhátíð ársins á Suðurlandi. Er þetta í fimmta sinn sem þessi hátíð er hald- in, og eru það tvö fyrirtæki á Sel- fossi, Jötunn Vélar og Vélaverk- stæði Þóris sem standa að hátíðinni. Fer hátíðin fram á athafnasvæði þessara fyrirtækja austast í bænum. Fyrst og fremst er sunnlenski sveitadagurinn óður til landbún- aðarins og mikil tenging við bændur og afurðir þeirra. Er þar margt til sýnis er tengist sunnlenskri fram- leiðslu og hafa fyrirtæki nýtt daginn til að kynna matvöru, hönnun og fleira, en ekki síður er þar að finna dýrin úr sveitinni sem jafnan vekja kátínu unga fólkins.    Íþróttastarfið í Árborg er í blóma og knattspyrnumenn og -kon- ur eru að undirbúa sig fyrir átök sumarsins. Selfyssingar eiga sterkt lið í Pepsi-deild kvenna í sumar og verður spennandi að fylgjast með þeim ásamt strákunum sem ætla sér örugglega að endurheimta sæti sitt í deild þeirra bestu eftir sumarið. Þá er mikið að gera hjá fimleikafólki, fjölmennt mót er haldið á Selfossi um helgina en framundan er þó vor- mót Fimleikasambandsins, sem haldið verður dagana 10. til 12. maí. Þar er von á 750 keppendum af öllu landinu, sem þýðir að halda verður vel á spilunum fyrir mótshaldarana, sem eru hin öfluga fimleikadeild Sel- foss. Stefnir í að þetta verði stærsta mót fimleikasambandsins til þessa. Búast má við fjölmenni í bænum þá dagana, en sömu helgi stendur yfir menningarhátíðin Vor í Árborg.    Búið er að opna upplýsinga- stofu fyrir ferðamenn í félagsheim- ilinu Stað á Eyrarbakka, en þar verður ýmsar upplýsingar um svæð- ið að finna, myndsýningar og fleira tengt ferðaþjónustu á ströndinni. Að sögn Siggeirs Ingólfssonar, staðarhaldara, er stefnan sett á að byggja upp skábraut og timburstíg ofan á sjóvarnargarðinn við Stað og hefur beiðni um slíkt verið sam- þykkt í bæjarráði. Bíður Siggeir þess að fá samþykki Siglingastofn- unar fyrir stígnum en sjóvarnar- garðurinn er í eigu stofnunarinnar. Hann segir fjölda ferðamanna fara um Eyrarbakka á leið sinni um Suð- urland og hann bindur vonir við að þeim fjölgi enn í sumar, enda er margt að sjá á þessum sögulegu slóðum við ströndina.    Óhætt er að segja að fjöl- breytt starf sé í Selfosskirkju sem kemur fram í þátttöku ýmissa aðila í messum. Þessi fjölbreytni hefur skilað sér í góðri messusókn. Ára- löng hefð er fyrir starfsemi barna- og unglingakóra í kirkjunni og syngja kórarnir oft við messu. Það munu þeir einnig gera í Krossa- messu á morgun en þá verður einnig úthlutað sérstökum viðurkenning- arkrossum til stúlkna sem eru að hætta þátttöku í kórnum sökum ald- urs. Kvöldmessur á sunnudags- kvöldum hafa einnig verið vel sóttar, slíkar messur hafa verið á léttari nótum þar sem þekktir tónlistar- menn hafa séð um tónlistarflutning. Á fyrsta degi sumars var kirkju- starfið enn á óhefðbundnum nótum þar sem fimleikafólk setti mark sitt á messuna með sýningu ásamt því að þjálfari og afreksstúlka úr hópn- um fluttu hugvekjur sem höfðu mikil áhrif á kirkjugesti. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Fjölbreytni Iðkendur fimleikadeildar settu mark sitt á messu í Selfosskirkju nýverið. Viðburðaríkt vor í Árborg Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Stærst i skemmt istaður í heimi! Þjónustusamningur í áskrift hjá Nova er til 6 mánaða, greitt með kreditkorti. Nánari upplýsingar á nova.is. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr. í áskrift, skv. þeirri leið sem er valin, en í frelsi 1 GB. Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter 4G hneta 12.990 kr. með þjónustusamningi í áskrift. Fullt verð í áskrift og frelsi: 19.990 kr. 4G hnetu er hægt að nota á 4G og 3G þjónustusvæði Nova. 1 GB 1.190 kr. 15 GB 3.990 kr. Fyrsti mánuðurinn á 0 kr.! 4G netþjónusta Hægt að nettengjaallt að 10 tæki (WiFi) 4G hneta fyrir fólk á ferðinni! Múrbúðin hefur ákveðið að loka timbursölu fyrirtækisins að Bakkabraut í Kópavogi. Ástæðan er sögð vera að stærstu kaup- endur slíkrar vöru hafi ákveðið að vera áfram í viðskiptum við mark- aðsráðandi aðila þrátt fyrir að verðlækkun hafi orðið á timbri og grófvöru með innkomu Múrbúðar- innar á markaðinn. Í tilkynningu frá Múrbúðinni segir að lítil verðsamkeppni hafi verið í áðurnefndum vöruflokkum milli Byko og Húsasmiðjunnar áð- ur en Múrbúðin kom til sögunnar. Með innkomu Múrbúðarinnar á markað hafi tvö áðurnefndu fyrir- tækin brugðist við með því að lækka verð og lagt ofuráherslu á að halda stórum viðskiptavinum. Þá er minnt á að rannsókn Sam- keppniseftirlitsins og sérstaks sak- sóknara á ætluðu broti Byko og Húsasmiðjunnar á samkeppnis- lögum sé enn til rannsóknar. Múrbúðin hættir að selja timbur  Stóru kaupend- urnir komu ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.