Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Hagnaður Royal Bank of Scotland nam 393 milljónum punda á fyrsta árs- fjórðungi, eða sem nemur 71 milljarði króna en á sama tímabili í fyrra nam tap RBS 1,545 milljörðum punda, eða sem nemur 279 milljörðum króna. Stjórnarformaður bankans, Philip Hampton, sagði í gær að á næsta ári yrði hægt að hefja einkavæðingu bank- ans á ný en breska ríkið varð að bjarga bankanum frá gjaldþroti í hruninu. Að sögn Hamptons á hann von á því að breska ríkið hefji sölu á hlut sínum um mitt næsta ár. RBS einkavæddur á ný Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið valinn stjórnarformaður Sítusar, sem er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar og fer með mál- efni lóðanna við Austurhöfn. Tekur hann við af Pétri J. Eiríkssyni sem hefur unnið að uppbyggingu Hörp- unnar, lóðamálum og nýju hóteli við hlið Hörpunnar síðan 2009. Pétur hætti í desember síðast- liðnum sem stjórnarformaður í Por- tusi, félagi sem sér um rekstur Hörpunnar, en í lok síðustu viku hætti hann svo í stjórn Sítusar. Haraldur er lögfræðingur að mennt og útskrifaðist með embætt- ispróf frá lagadeild HÍ árið 1999. Þá tók hann meistaragráðu í Evr- ópu- og samanburðarlögfræði árið 2003 frá Oxford-háskóla og MBA- nám frá Oxford Brooks-háskólanum árið 2004. Haraldur Flosi er fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálafyrir- tækisins Lýsingar hf. og er einn stofnenda lögfræðistofunnar Lög- menn Bankastræti. Pétur sagði í samtali við mbl.is að hann hygðist einbeita sér að þeim félögum sem hann sitji nú þegar í, en hann er stjórnarformað- ur í Norðursiglingu á Húsavík og Klakka. Norðursigling sérhæfir sig í hvalaskoðun, en Klakki hét áður Exista og hefur á síðustu misserum verið að vinna að endurskipulagn- ingu Skipta og sölu á VÍS, en síð- arnefnda félagið fór á markað um daginn. Morgunblaðið/Júlíus Sítus Félagið fer með málefni lóðanna við Austurhöfn. Haraldur Flosi Tryggvason verður stjórnarformaður í stað Péturs J. Eiríkssonar. Nýr stjórnarfor- maður Sítusar  Haraldur Flosi tekur við af Pétri Haraldur Flosi Tryggvason Pétur J. Eiríksson Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis, sem hefur úr fiskroði þróað meðferð við þrálátum sárum, hefur lokið við hlutafjáraukningu fyrir eina milljón dollara. Það gerir um 116 milljónir króna. Ferli við að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum er langt komið og er búist við að því verði lokið fyrir árslok. „Farið var í hlutafjáraukninguna til að fjármagna markaðssetningu á vöru frá okkur, MariGen Omega3, í Miðausturlöndum og Bretlandi. Auk þess fer fjármagnið í að ljúka við klínískar prófanir svo hægt sé að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum en þar er stærsti markaðurinn fyrir vöruna,“ segir Guðmundur F. Sig- urjónsson, starfandi stjórnarfor- maður fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið. Til að komast á Bandaríkjamarkað þarf fyrirtækið m.a. að framkvæma tvær læknis- fræðilegar prófanir. Fyrri prófun- inni er lokið og sú seinni er langt komin. Þrír núverandi hluthafar fyrir- tækisins tóku þátt í hlutafjáraukn- ingunni, Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins: Hraðfrystihúsið Gunnvör á Ísafirði og Klofningur, einnig á Ísafirði. Einn nýr fjárfestir kom að hlutafjárútboðinu en það er fjárfestingarfélagið Omega, sem er m.a. í eigu Andra Sveinssonar, fyrr- verandi stjórnarmanns í Actavis, og Birgis Más Agnarssonar, stjórnar- manns í tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Aðalsamkeppnisvara Kerecis er unnin úr svínaþörmum og svína- þvagblöðrum. Kerecis gerði samn- ing í febrúar við alþjóðlega fyrir- tækið Medline Industries um að dreifa vörunni í Miðausturlöndum. Auk þess hefur fyrirtækið gert samning um dreifingu á vörunni í Bretlandi, en varan er CE vottuð og því má selja hana í Evrópu. Spá 500 milljóna veltu „Við erum á viðkvæmum tíma- mótum þar sem við erum að þróast frá því að vera tekjulaust nýsköp- unarfyrirtæki yfir í öflugt lækn- ingavörufyrirtæki með tekjur,“ seg- ir Guðmundur. Samningurinn í Miðausturlöndum ætti á næstu þremur til fimm árum að vaxa í 500 milljóna króna árleg viðskipti, að hans sögn. Kercis var stofnað árið 2009 af fjórum fyrrverandi vinnufélögum. Þrír þeirra höfðu starfað áður hjá stoðtæknifyrirtækinu Össuri, og er Guðmundur í þeim hópi, auk Bald- urs Tuma Baldurssonar húðlæknis. „Það getur skipt sköpum fyrir fyrirtækið að komast inn á Banda- ríkjamarkað. Þar eru um 100 þús- und manns aflimaðir á ári og 1,2 milljónir manna glíma við þrálát sár,“ segir Guðmundur. Milljón dollara hlutafjár- aukning og markaðssókn  Kerecis lauk mikilvægum áfanga til að fá markaðsleyfi í Bandaríkjunum í ár Stofnendur Á myndinni eru þrír af fjórum stofnendum Kerecis. Guð- mundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, er til vinstri. Þórólfur Árna- son var endur- kjörinn stjórn- arformaður Fríhafnarinnar á aðalfundi félags- ins á Hotel Nat- ura í fyrradag. Hann hefur verið stjórnar- formaður Frí- hafnarinnar frá árinu 2011. Þór- ólfur er einnig formaður stjórnar Isavia, sem annast rekstur og upp- byggingu allra flugvalla á Íslandi og stýrir flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Á aðalfundi Fríhafnarinnar var sitjandi stjórn sömuleiðis endur- kjörin. Í stjórninni sitja ásafmt Þórólfi þau Arnbjörg Sveinsdóttir, Bergur Sigurðsson, Ólafur Thordersen og Jónína Hólm. Áfram stjórnar- formaður Þórólfur Árnason  Þórólfur Árnason endurkjörinn Útboð á óverðtryggðum ríkis- bréfum, RIKB 22 1026, fór fram hjá Lánamálum ríkisins í gærmorgun. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð buðust á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarðaði söluverðið, samkvæmt frétta- tilkynningu frá Lánamálum ríkis- ins. Alls bárust 24 gild tilboð í flokk- inn að fjárhæð 7.200 m.kr. að nafn- verði. 21 tilboði var tekið fyrir 6.000 m.kr. að nafnverði á söluverð- inu 106,950 (6,25% ávöxtunar- kröfu). Tilboðum fyr- ir 6 ma. tekið                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-. +./-+0 ++1-12 3/-422 +0-0,1 +2-./0 +31-+0 +-+./3 +21-0 +,+-0+ ++5-/. +./-54 ++1-.+ 3/-142 3/-/+4 +2-.5+ +31-,1 +-+.42 +2,-13 +,3-41 3/2-+0+3 ++5-45 +.+-/2 ++,-+, 3/-102 3/-/23 +2-0+4 +31-.0 +-+.23 +2,-01 +,3-22 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Lækjargötu og Vesturgötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.