Morgunblaðið - 04.05.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 04.05.2013, Síða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Chaudry Zulfiqar Ali, saksóknarinn sem rann- sakaði morðið á Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, var myrtur í fyr- irsát vopnaðra manna í Islamabad í gær. Hann var á ferð í bíl sínum á leið í réttarsal vegna Bhutto-málsins í Rawalpindi þegar hann var myrtur. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru árásarmennirnir á bifhjólum og létu þeir byssu- kúlum rigna yfir bifreið Ali áður en þeir flúðu af vettvangi. Hann var færður illa særður á sjúkrahús í kjölfarið en hann lést skömmu eftir komuna þangað af sárum sínum. Kona sem var á gangi þar sem saksóknarinn var á ferð lést einnig þegar hún varð fyrir stjórnlausum bíl hans. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á morð- inu en ekki leikur vafi á að það tengist störfum Ali sem saksóknara. Hafði fengið aukna vernd eftir hótanir Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pak- istan, er ákærður í málinu sem saksóknarinn sótti en hann er sakaður um að hafa ekki tryggt Bhutto nægilega öryggisgæslu á þeim tíma sem hún var myrt árið 2007. Rannsókn Sameinuðu þjóðanna árið 2010 benti til þess að hægt hefði verið að koma í veg fyrir morðið en Musharaff hafi ekki hafst nóg að til þess. Hann var ákærð- ur vegna málsins í febrúar 2011. Enginn hefur enn verið sakfelldur fyrir morðið á henni. Musharraf hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í nokkur ár en hann sneri aftur til Pakistan í mars þar sem hann hugðist bjóða sig fram í kosningum sem fara fram í næstu viku. Á með- an ásakanirnar á hendur fyrrverandi forset- anum eru í rannsókn situr Musharraf í stofu- fangelsi. Hann neitar allri sök í málinu. Hjá fréttaveitunni AFP kemur fram að stjórnvöld veittu Ali aukna vernd í fyrra eftir að nafn hans var nefnt í hótunum sem bárust lög- reglu og tengdust Bhutto-málinu. Þá er Ali sak- sóknarinn í máli sem varðar hryðjuverkaárásina í Mumbai árið 2008. Hann hafði ákært sjö menn sem taldir eru tengjast íslömsku öfga- samtökunum Lashkar-e-Taiba. Myrtur af óþekktum byssumönnum  Saksóknarinn í máli Benazir Bhutto drepinn í fyrirsát í Pakistan  Musharraf, fyrrverandi for- seti, ákærður í málinu  Var einnig saksóknari í máli vegna árásarinnar í Mumbai 2008 AFP Morð Lögreglumenn við bifreið Chaudry Zulfiqar Ali eftir að vopnaðir menn skutu á hann. Frambjóðandi myrtur » Einn af frambjóðend- unum í þingkosningunum sem fara fram þann 11. maí var skotinn til bana í gær ásamt þriggja ára gömlum syni sín- um eftir að þeir höfðu verið við bænir í mosku í borginni Karachi. » Saddiq Zaman Khattak var frambjóðandi Þjóðarflokks Awami, veraldlegs flokks í Pastun-héraði í norðvestur- hluta landsins. » Formaður flokksins segir að Khattak hafi áður fengið líflátshótanir. » Talibanar hafa ítrekað sent frá sér hótanir og staðið fyrir árásum í kosningabarátt- unni. Þeir hafa drepið 63 manns frá 11. apríl sl. Meðlimir í alþjóðlegu samtökunum Fréttamenn án landamæra, líma mynd af Vladimír Pútín, for- seta Rússlands, á vegg í París. Á myndinni, sem búið er að eiga við, sést Pútín gefa fingurinn en hún er hluti af myndaröð sem sýnir þjóðarleiðtoga sem samtökin segja að standi í vegi fyrir upplýsingafrelsi í heiminum. Á meðal annarra sem fengu mynd af sér var til dæmis Kim Jong-un, einræðisherra N-Kóreu. AFP Sagðir ógna upplýsingafrelsi í heiminum Fréttamenn án landamæra gagnrýna valdhafa Réttarmeina- fræðingar í Síle segja að fyrstu niðurstöður rannsóknar á líki nóbelsskáldsins Pablo Neruda staðfesti að hann hafi þjáðst af krabbameini á síðari stigum þegar hann lést. Hinn vinstrisinnaði Neruda lést árið 1973, aðeins nokkrum dögum eftir að verðandi einræðisherra landsins, Augusto Pinochet, rændi völdum af Salvador Allende, for- seta Síle. Grunur hefur lengi leikið á að Neruda hafi í raun verið myrt- ur af herstjórn Pinochet og því var lík hans grafið upp í síðasta mánuði til þess að rannsaka ásakanir um að ljóðskáldinu hafi verið byrlað eitur. Á sínum tíma var talið að Neruda hefði látist af völdum krabbameins. Rannsóknin hefur nú staðfest að hann þjáðist vissulega af sjúkdómn- um. Enn þarf þó að bíða eitur- efnarannsóknar áður en hægt verð- ur að segja til um dánarorsök hans. Staðfest að Neruda var fárveikur  Eiturefnarann- sóknar enn beðið Ættingjar Neruda með kistu hans. Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.