Morgunblaðið - 04.05.2013, Síða 29

Morgunblaðið - 04.05.2013, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Napurt Heldur var hráslagalegt um að litast í miðborg Reykjavíkur í gær, sæti og borð utan við Hressingarskálann voru auð og vegfarendur virtust ekki mjög kátir með veðrið. Ómar Aðeins er vika síðan hið versta virtist yfir- staðið í fjármálakrepp- unni í Evrópu. Stöð- ugleiki virtist vera að komast á aftur. En það reyndist blekking. Minniháttar vandamál (að minnsta kosti að umfangi) eins og á Kýpur var nóg til að gera úlfalda úr mý- flugu, þegar saman fór næstum ótrúleg vanhæfni „þríeykisins“ (framkvæmdastjórn ESB, Seðla- banka Evrópu og AGS). Á meðan ró var yfir mörkuðum af- hjúpaði kreppan á Kýpur til fulls hið stjórnmálalega stórslys sem hlotist hefur af evrukreppunni: Evrópu- sambandið er að liðast í sundur í kjarnanum. Skortur Evrópumanna á tiltrú á Evrópu um þessar mundir er mun hættulegri en sá titringur á mörkuðum sem borið hefur á á ný, enda verður hann ekki leystur með því að Seðlabanki Evrópu auki pen- ingamagn í umferð. Áður fyrr byggðist stjórn- málakerfi Evrópu á samkeppni, tor- tryggni, valdabaráttu og loks á stríð- um milli fullvalda ríkja. Það hrundi 8. maí 1945 og vék fyrir kerfi sem byggðist á gagnkvæmu trausti, sam- stöðu, lögum og reglu og málamiðl- unum. En eftir því sem fjár- málakreppan hefur grafið undan þessum undirstöðum er traust farið að víkja fyrir vantrausti, samstaða er að láta undan fyrir fornum fordómum (og jafnvel nýju hatri milli hins fátæka suðurs og hins ríka norðurs) og málamiðlun má sín lít- ils fyrir fyrirskipunum. Og aftur er Þýskaland í miðju sundrung- arinnar. Það er vegna þess að Þýskaland, sem er langöflugasta hag- kerfið innan Evrópu- sambandsins, hefur knúið fram aðferðafræði til að yfir- vinna evrukreppuna sem virkaði fyr- ir Þýskaland í upphafi aldarinnar, en við gjörólíkar efnahagsaðstæður, innan lands og utan. Það er vegna þess að fyrir Evrópuríkin í suðri sem eru í vanda stödd hefur blandan af aðhaldi og kerfislægum breytingum, studd af Þýskalandi, reynst banvæn, enda skortir á þriðju og fjórðu þætt- ina; eftirgjöf skulda og hagvöxt. Það er aðeins tímaspursmál hve- nær kjósendur í einu af stóru Evr- ópuríkjunum sem glíma við fjár- málakreppu kjósa sér forystu í stjórnmálunum sem fellst ekki leng- ur á fyrirmæli um aðhaldsaðferðir. Jafnvel nú, þegar kosningar nálgast, hafa ríkisstjórnir þjóðríkja meira eða minna lofað að vernda þegna sína fyrir Evrópu, enda hafi Þýska- land séð til þess að aðhald og kerf- islægar breytingar séu í forgrunni í glímunni við fjármálakreppuna. Sú röksemd að „ströng um- hyggjusemi“ (e. tough love) sé nauð- synleg í Suður-Evrópu vegna þess að annars hefði ekkert breyst þar, hefur verið afgreidd. Umhyggju- semin hefur svo sannarlega verið ströng og hefur haft í för með sér hraðan efnahagslegan samdrátt, gríðarlegt atvinnuleysi (allt að 50% meðal ungs fólks) og áframhaldandi efnahagslega hnignun, sem hlýst af aukinni vaxtabyrði. Svo sannarlega. Öll evruríkin ganga nú í gegnum hægvaxtarskeið, ef ekki kreppu. Hvað vill Þýskaland? Þýsk Evr- ópa myndi aldrei ganga og stjórn- málastétt landsins skortir bæði hug- rekki og staðfestu til að stefna að evrópsku Þýskalandi. Spurningin er því sú hvort Þýskaland vilji halda myntbandalaginu saman og þannig varðveita Evrópusambandið, eða mun það leyfa fáti og skorti á fram- sýni að hraða því að það grafi undan grunnstoðum Evrópu? Í þessari kreppu hefur ásetningur verið í bakgrunni en aðgerðir (eða skortur á þeim) í forgrunni. Dag- blaðið The International Herald Tribune vitnaði nýverið í Winston Churchill: „Það er ekki nóg að við gerum okkar besta; stundum verð- um við að gera það sem þarf.“ Það er einmitt það sem þarf að gera í Evr- ópu og á evrusvæðinu. Það hefur lengi verið ljóst hvað þarf að gera. Verðmiðinn á því að myntbandalagið komist af, og þar með Evrópuverkefnið, er nánara samstarf: bankabandalag, fjármála- bandalag og stjórnmálalegt banda- lag. Þeir sem eru þessu mótfallnir vegna þess að þeir óttast sameigin- lega ábyrgð, tilfærslu fjármuna frá ríkum til fátækra, og að missa full- veldið munu þurfa að sætta sig við endurkomu þjóðríkisins í Evrópu – og þar með brotthvarf þess frá al- þjóðasviðinu. Enginn valkostur – og svo sannarlega ekki óbreytt ástand – mun þar duga. Það er orðin almenn vitneskja í Evrópu að áframhaldandi fjár- málakreppa muni annaðhvort tor- tíma Evrópusambandinu eða leiða af sér stjórnmálalegt bandalag og að án samstöðu um lausn á núverandi skuldavanda og án skrefa í átt til sameiginlegrar útgáfu nýrra skulda- bréfa, verður evrunni ekki bjargað. Slík skref munu hafa í för með sér að víðtæk tilfærsla á fullveldi verður óhjákvæmileg. Eru Þýskaland – og Frakkland – reiðubúin til þess? Hin raunverulega kreppa í Evr- ópusambandinu og á hinu sameig- inlega myntsvæði er ekki efnahags- legs heldur er hún stjórnmálalegs eðlis – eða, svo meiri nákvæmni sé gætt, kreppa sem hlýst af skorti á stjórnmálalegri forystu. Skortur á framsýni, hugrekki og eindregnum ásetningi er til sýnis í öllum höfuð- borgum Evrópu, en einkum og sér í lagi í Berlín (og jafnt á meðal rík- isstjórnar og stjórnarandstöðu). Stjórnmálamenn í ríkjum Evrópu gagnrýna Evrópusambandið reglu- lega fyrir skort á lýðræðislegu lög- mæti. Samt liggur ábyrgðin að hluta til hjá þeim. Eða hafa Evrópusinnar orðið svo huglausir og niðurdregnir að þeir kjósa fremur að fela völdin í hendur þjóðernissinnum og lýð- skrumurum sem taka sér stöðu gegn Evrópu? Það yrði stórslys, enda er fjármálakreppan orðin of djúpstæð til að embættismenn geti leyst hana. Þjóðverjar búa sig nú undir þing- kosningar þar sem kreppan í Evr- ópu mun ekki gegna neinu hlutverki, eða að minnsta kosti minniháttar hlutverki – rétt eins og í forseta- kosningunum í Frakklandi í fyrra. Bæði ríkisstjórnin og stjórnarand- staðan telja að það væri betra að segja fólkinu sannleikann um veiga- mestu spurningar samtímans að kosningunum liðnum (og í ákveðnum skömmtum). Slík niðurstaða yrði lýðræðinu til háðungar. En hlutirnir gætu farið á allt annan veg ef framvinda krepp- unnar í Evrópu riðlar áætlunum þýskra stjórnmálamanna. Ekki er hægt að útiloka að eitthvað óvænt og óviðfelldið gerist; á þessu stigi gæti það reynst stærsta uppspretta vonar í Evrópu. Eftir Joschka Fischer » Verðmiðinn á því að myntbandalagið komist af, og þar með Evrópuverkefnið, er nánara samstarf: bankabandalag, fjár- málabandalag og stjórn- málalegt bandalag. Joschka Fischer Höfundur var utanríkisráðherra Þýskalands og varakanslari frá 1998 til 2005, hann var leiðtogi Græn- ingjaflokksins í nær 20 ár. © Project Syndicate/Institute for Human Sciences. www.project-syndicate.org Það sem grefur undan Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.