Morgunblaðið - 04.05.2013, Side 30

Morgunblaðið - 04.05.2013, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Fjölmargir sem búa hér á landi eiga annað móðurmál en ís-lensku og margir þeirra hafa komið hingað á fullorðinsárum.En hvernig í ósköpunum fer fólk að því að læra íslensku semannað mál? Við sem eigum það að móðurmáli höfum flest lært það því sem næst fyrirhafnarlaust með máltökunni og gætum varla sagt frá því hvernig við fórum að því. En hvernig horfir ástkæra, ylhýra málið okkar við öllum þeim sem hafa alist upp við mál með allt öðru vísi beygingar- og hljóðkerfi? Hvernig skyldi það til dæmis vera fyrir þá sem eiga móðurmál þar sem lítið er um beygingar að átta sig á slíku kerfi? Með allar flóknu beygingarnar í huga hljótum við að dást að öllu því duglega fólki sem tekst á við þetta og nær m.a.s. góðri færni í málinu. Það gerist svo sannarlega ekki fyrirhafnarlaust. Það er auðvitað alls ekki vonlaust verkefni að læra ís- lensku og fyrir fólk sem ætl- ar sér að búa hér á landi er það alveg örugglega fyrirhafnarinnar virði. Það getur líka verið mjög skemmtilegt og allt er hægt ef viljinn er fyr- ir hendi. En einfalt er það ekki! Það er nefnilega svo ótal margt sem þarf að læra. Fólk þarf að átta sig á því að maður breytist í mann og séu þeir síðan margir er talað um menn sem verða svo að mönnum í enn einu fallinu. Já, þetta hljómar svo eðlilega í okkar eyrum en líklega ekki í eyrum þeirra sem eru að læra málið. Svo ég tali nú ekki um mannanöfn sem lítið eru beygð í öðrum málum og við beygjum svo um munar þannig að Hjörtur verður til dæmis að Hirti og til Hjartar og þá er nafnið farið að hljóma eins og allt annað orð. Ætli þetta sé ekki álíka framandi fyrir þá sem eru að læra íslensku og fyrir okkur borg- arbúana að beygja orðin ær og kýr en þá beygingu verðum við einfald- lega að læra utan að. Hér er samt aðeins nefnt lítið brot af öllu því sem læra þarf til að geta tileinkað sér málið okkar. Það er því ekkert und- arlegt að íslenskunámið kosti töluverða fyrirhöfn. En hvernig ætli það sé svo fyrir þá sem eru að læra málið að heyra okkur tala? Það mætti stundum halda að hver setning væri eitt orð og því ótrúlegt að fólk geti greint orðaskil og lært orðin sem soðin eru saman í öllum þessum graut. Við höldum stundum að framburður okk- ar sé líkur því sem við skrifum en það er hann örugglega sjaldnast. „Góðan daginn“ hljómar til dæmis alls ekki eins og það er skrifað þeg- ar við heilsum í flýti! „Góadæji“ væri kannski stundum nær lagi. „Ég ætla“ er líka örugglega oftast borið fram „jætla“ eða jafnvel „jatla“ og endalaust væri hægt að tína til fleiri skemmtileg dæmi. Við tölum lík- lega sífellt hraðar og þurfum kannski að fara að hægja aðeins á okkur svo við töpum ekki stórum hluta orðanna í öllum flýtinum. Kannski á það ekki bara við um þá sem eru að læra málið að eiga erfitt með að skilja allan þennan orðaflaum en það væri líklega efni í annan pistil. Hér er hestur, um hest, frá … Tungutak Aðalheiður Þorsteinsdóttir adalheidurt@gmail.com El ín Es th er Fannst þér erfitt að læra íslensku, Pedró, fyrst eftir að þú komst til landsins? Nei Nei, ég lesti barra blogg og adhugasendir á VefsíÐum og lærþy að herrma efdir þvý. Það var ekert máll! Málið MJÓLKURÍS GAMLI ÍSINN Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23 Það hefur orðið minniháttar uppnám í kringumstjórnarmyndunina eins og við mátti búast.Ákvörðun forseta Íslands um að veita SigmundiDavíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknar- flokksins, umboð til stjórnarmyndunar er skiljanleg en hún er líka umdeilanleg. Það er hægt að færa rök fyrir því, að Bjarni Benediktsson hefði átt að fá það umboð. En eins og venjulega festa menn sig í smáatriði og gera úlfalda úr mýflugu, sem er sérfag stjórnmálamanna og viðbrögð sumra sjálfstæðismanna vegna þeirra vinnuað- ferða Sigmundar Davíðs að ræða í upphafi við formenn og forystumenn allra flokka og framboða, sem fengu þing- menn kjörna eru af þeim toga. Bjarni Benediktsson hefur með sínum viðbrögðum endurspeglað þær umræður inn- an Sjálfstæðisflokksins. Mér finnst það rétt aðferð hjá formanni Framsóknar- flokksins að tala við alla forystumenn flokka í upphafi og fá þannig yfirsýn yfir það, sem menn eru að hugsa í öllum flokkum. Raunar má segja að það sé lýðræðisleg skylda hans. Að auki verða sjálfstæðismenn að gera sér grein fyrir því, að ekki þykir öllum í Framsóknarflokknum sjálfsagt að mynda ríkisstjórn til hægri. Þótt margt hafi breytzt í Framsókn- arflokknum hefur það grundvall- aratriði ekki breytzt að þar hefur alltaf verið og er enn sterk andstaða gegn samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Það á ekki sízt við um landsbyggðina. Auðvitað verð- ur formaður í Framsóknarflokki að horfa til beggja átta og vega og meta stöðuna. Innan Sjálfstæðisflokksins er líka og hefur verið ára- tugum saman andstaða við samstarf við Framsókn- arflokkinn. Það hefur stundum verið erfitt fyrir formenn í Sjálfstæðisflokknum að leiða flokkinn inn í samstarf við Framsóknarflokkinn. Bjarni heitinn Benediktsson gat ekki hugsað sér undir lok Viðreisnartímabilsins að eiga fyrir höndum samstarf við Framsókn og sagði vinum sín- um, að hann sjálfur mundi ekki taka sæti í slíkri stjórn. Það var heldur ekki auðvelt fyrir Geir Hallgrímsson að mynda slíka ríkisstjórn sumarið 1974 eða fyrir Davíð Oddsson vorið 1995. Við Morgunblaðsmenn þeirra tíma vorum t.d. ekki hrifnir af þeirri stjórnarmyndun Davíðs, eins og kom skýrt fram í blaðinu. Það breytir ekki því að í kjölfar þessara kosninga blasir slík stjórnarmyndun við enda málefnaleg samstaða óvenjulega mikil með flokkunum að þessu sinni. Innan Sjálfstæðisflokksins má heyra raddir þess efnis, að þeir geti alveg eins unnið með Samfylkingu og Bjartri framtíð eins og Framsóknarflokkurinn. En þeir hinir sömu virðast ganga út frá því sem vísu, að þeir tveir flokk- ar mundu vilja vinna með Sjálfstæðisflokknum. Mín skoð- un er sú, að það mundu þeir aldrei gera og alveg sér- staklega ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til öndvegis í slíkri ríkisstjórn. Sú var tíðin, að Sjálfstæðisflokkurinn réð því, sem hann vildi ráða í okkar samfélagi. Sú tíð er liðin, hvort sem okk- ur sjálfstæðismönnum líkar það betur eða verr og það er veruleiki, sem Sjálfstæðisflokkurinn á að horfast í augu við og mundi styrkja hann verulega pólitískt ef hann við- urkenndi þennan veruleika fyrir sjálfum sér og öðrum. Að þessu sögðu er ljóst að flokkarnir tveir eru sammála um það grundvallaratriði að stöðva aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Það er spurning um útfærslu hvernig það er gert í verki og sjálfsagt að gera það á þann veg að fullur friður ríki á milli okkar og Evrópusambands- ríkja um þá niðurstöðu nýs Alþingis og nýrrar rík- isstjórnar og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði. Jafnframt þarf það að liggja ljóst fyrir að einhvern tíma á kjör- tímabilinu verði þjóðin spurð, hvort hún vilji taka þessar viðræður upp á ný. Láti einhverjir í verðandi stjórn- arflokkum sér til hugar koma að standa ekki við þau fyrirheit ættu þeir hinir sömu að horfa til VG og þess ófarnaðar, sem svikin í ESB-málum hafa leitt yfir þann flokk. ESB-málin verða ekki ágreinings- efni á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarlokks. Lík- legra er að hið efnislega vandamál verði lausn á skulda- vanda heimilanna. Innan Sjálfstæðisflokksins er takmörkuð trú á að leið Framsóknarflokksins gangi upp. En sú nálgun gæti gengið upp fyrir flokkinn að hann segi sem svo, að hann vilji gera Framsóknarflokknum kleift að sýna fram á að hún gangi upp. Önnur hugmynd, sem verið hefur til einhverrar umræðu á meðal manna í báðum flokkum er sú að íslenzka ríkið sæki fé í hendur þrotabúa gömlu bankanna með því að fara í skaðabótamál við þau þrotabú á þeirri forsendu að gömlu bankarnir hafi valdið íslenzka ríkinu stórfelldu fjárhagslegu tjóni. Ekki er ósennilegt að þessi hugmynd, sem á sér rætur utan flokk- anna komi til einhverrar skoðunar. Auðvitað eru skiptar skoðanir um þessi mál innan beggja flokka og ekki bara þeirra í milli. Það má heyra að innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið einhverjar efasemdir um þá skattapólitík, sem flokkurinn lagði áherzlu á í kosn- ingabaráttunni. Sumir telja að þar hafi verið of langt gengið. Aðrir að kynning á þeirri stefnu hafi ekki verið sem skyldi. Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, hefur í sínum skrif- um lagt áherzlu á að traust yrði að vera til staðar á milli formanna flokka í stjórnarmyndunarviðræðum. Mér er nær að halda þrátt fyrir uppákomur fyrstu dagana eftir kosningar að slíkt traust sé einmitt til staðar á milli for- manna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og að þeir geti unnið saman. Nú er tækifærið þeirra. Það mundi styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins að horfast í augu við að hann ræður ekki lengur öllu í íslenzku samfélagi. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Það var rétt aðferð að byrja á samtölum við forystu allra flokka Íslenskir stjórnmálaforingjarþurfa að berjast í þremur lotum, fyrst að komast á framboðslista, síð- an að afla atkvæða í kosningum og loks að mynda stjórn. Hefur síðasta lotan oft reynst vandasamari en bú- ist hafði verið við og fáir viljað kann- ast við afkvæmið, þegar það fæddist eftir erfiðar hríðir. Árni Pálsson pró- fessor sagði til dæmis um þjóðstjórn- ina, sem mynduð var vorið 1939: „Það vilja allir hafa hana, en enginn kannast við hana.“ Stundum festast stjórnmálamenn í kreddum um stjórnarmyndanir. Einn leiðtogi Framsóknarflokksins á liðinni öld, Eysteinn Jónsson, and- mælti því í nóvemberlok 1946, þegar einhverjir flokksbræður hans máttu ekki til þess hugsa að mynda stjórn með sjálfstæðismönnum: „Við erum allir meira og minna haldnir af andúð og samúð með hinum ýmsu flokkum. En við erum búnir sem miðflokkur, ef við göngum í bindindi um að ræða við aðra flokka.“ Fjölmiðlar vaka jafnan eins og gammar yfir stjórnarmyndunum, og sagði Ólafur Jóhannesson, þá for- maður Framsóknarflokksins, eftir að hann hafði myndað stjórn sum- arið 1971: „Ég efast um, að okkur hefði tekist þetta, ef sjónvarpið væri ekki í sumarleyfi.“ Þá var venjan sú, að Sjónvarpið sendi ekki út í júlí- mánuði. Enginn maður myndaði oftar stjórn á tuttugustu öld en Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, 1934-1961, en hann var fimm sinnum forsætisráðherra. Þegar bandarískur sendimaður fann að því við hann, að hann hefði myndað stjórn með kommúnistum 1944, svaraði hann að bragði: „Þeir höfðu svo góð meðmæli.“ Sendimaður hváði. Ólafur sagði þá: „Frá Roose- velt og Churchill!“ Þá barðist Stalín við hlið þeirra Roosevelts og Churc- hills. Stjórnarmyndun gekk erfiðlega í ársbyrjun 1950, og hugðist Sveinn Björnsson forseti skipa utanþings- stjórn. Ólafur Thors talaði þá til hans af miklum þunga: „Heldur þú, að það sé hlutverk þitt sem forseta að koma í veg fyrir, að hér á landi sé þingræði og þingræðisstjórn?“ Tókst Ólafi skömmu síðar að mynda sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, þótt hann yrði að vísu sjálfur ekki forsætisráðherra. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Stjórnarmyndanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.