Morgunblaðið - 04.05.2013, Síða 42

Morgunblaðið - 04.05.2013, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Ég fer út í óvissuna með stórfjölskyldunni og hef ekki hug-mynd um hvert ég er að fara,“ segir Inga Þyri Kjartans-dóttir, snyrtifræðingur og athafnakona í Reykholti í Bisk- upstungum, sem verður 70 ára í dag. Það hefur verið í nógu að snúast hjá henni vegna tímamótanna þar sem hún er nýkomin heim úr fimm daga ferð til Frakklands ásamt dætrum sínum, karlarnir skildir eftir heima. „Þetta var dásamleg ferð, keyrðum um sveitir Frakklands og enduðum í verslunarferð í London,“ segir Inga en fjölskyldan er sæmilega stór. Hún og eiginmaður hennar, Bergþór G. Úlfarsson, eiga samanlagt sex börn, 16 barnabörn og eitt barna- barnabarn. „Ég er óskaplega rík, á yndisleg börn og tengdabörn sem stjana við mig.“ Inga Þyri hefur komið víða við í atvinnurekstri allt frá því að hún opnaði fyrstu snyrtistofuna á Húsavík. Hún stofnaði og rak heild- verslanir í inn- og útflutningi. Árið 1997 stofnaði hún Heildverslun- ina Hjöl og opnaði Pronails naglaskólann sem síðar sameinaðist Snyrtiakademíunni í Kópavogi, sem þær Kristín Stefánsdóttir stofn- uðu. Kristín seldi hluta sinn 2007 og eru Inga Þyri og Bergþór nú meirihlutaeigendur. Hjónin reka í dag heildverslanirnar Hjöl og Bjarkarhól, verslunina Bjarkarhól í Reykholti og Snyrtiakadem- íuna, sem eru fjórir sjálfstæðir skólar á snyrti- og heilbrigðissviði. Inga Þyri hefur í áratugi verið virk í starfi Framsóknarflokksins, m.a. setið í bæjarstjórn Kópavogs og verið framkvæmdastjóri Landssambands framsóknarkvenna. „Það er óskaplega gaman að vera framsóknarmaður í dag og bætir upp árin sem maður fór grát- andi í rúmið á kosninganótt,“ segir Inga og hlær. bjb@mbl.is Inga Þyri Kjartansdóttir 70 ára í dag Ljósmynd/Þórður Bogason Fjölskyldan Inga Þyri fremst ásamt manni sínum, Bergþóri G. Úlf- arssyni, og fjölskyldu á Krít árið 2008, þegar Bergþór varð sjötugur. Í óvissuferð með stórfjölskyldunni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Arnheiður Breiðfjörð Gísladóttir og Mar- grét Kristín Th. Leifs- dóttir héldu tombólu fyrir utan verslunina Albínu á Patreksfirði til styrktar Rauða krossinum. Þær söfn- uðu samtals 5.758 krónum. Hlutavelta Dalvík Rakel Sara fæddist 25. júlí. Hún vó 3.684 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðrún Magnúsdóttir og Atli Þór Frið- riksson. Nýir borgarar Reykjavík Aron Heiðar Hlíðberg fæddist 13. júlí 2012 kl. 13.52. Hann vó 3.175 g og var 49,5 cm langur. For- eldar hans eru Sunna Björk og Sigur- jón Geir. J akob fæddist í Kaupmanna- höfn 4.5. 1953, ólst upp um skeið á Akureyri hjá móð- urafa og -ömmu er for- eldrar hans dvöldu í Bandaríkjunum, flutti með for- eldrum sínum til Reykjavíkur 1957 og ólst þar upp í Hlíðunum. Jakob var í tímakennslu hjá Sig- ríði Magnúsdóttur ömmusystur sinni, var í Ísaksskóla, Æfingadeild Kennaraskólans, Hlíðaskóla, lauk landsprófi frá Hagaskóla og stúd- entsprófi frá MH 1972, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík 1964-70, við Dick Grove School of Music 1977-79, og tónlistardeild University of California (UCLA) í Los Angeles 1979-80 og sótti einka- tíma hjá Mike Garson og Victor Feldman. Jakob stundaði nám við félags- Jakob Frímann Magnússon tónlistar- og athafnamaður – 60 ára Brúðhjónin og dæturnar, Katrín Borg, Birna Rún, Jarún Júlía og Jakob Frímann. Eiga bæði stórafmæli í dag og gifta sig í dag Enn í stuði Jakob Frímann með í Stuðmönnum í Hörpu þann 5.10. sl. Morgunblaðið/Ómar Það er óþarfi að eldast um aldur fram Dr. Earl Mindell: “Hver sem er á að geta haft útlit og líðan fyrir að vera 5-15 árum yngri en hann er.” Gréta Mörk, hjúkrunarfr. 54 ára: Eftir langvarandi vanlíðan prófaði ég Life Extension. Strax á fyrsta glasi leið mér verulega betur. Þrek og lífsþróttur hefur aukist stórum, ég sef betur og þoli miklu meira álag. Er léttari og jákvæðari í skapi og er orðin félagslyndari. Mér finnst ég vera áratugum yngri. Húðin er orðin mýkri, hrukkurnar færri og frískari yfirbragð. Ég mun taka Life Extension inn áfram. Aukið álagsþol og jafnvægi dregur úr streitu, vær svefn og léttari lund. Næring fyrir DNA og RNA starfsemi frumanna. Hefur áhrif á teygjanleika og stinnleika líkamans. Góður árangur við síþreytu, vefjagigt og vöðvabólgu Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. www.celsus.is 2 mánskammtur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.