Morgunblaðið - 04.05.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 04.05.2013, Qupperneq 48
»Hvernig honumtókst að renna full- komlega saman við lagið sem hann var að flytja, tilfinningin svo sterk og sannfærandi að fólki varð orða vant Banastikan mín („deadline“) var út- runnin á föstudaginn næstsíðasta (26. apríl) þegar frétt þess efnis að George Jones væri látinn barst. Ég hefði vitaskuld húrrað inn minning- argrein hefði mér unnist tími til og þess vegna koma hugleiðingar mínar um þennan meistara nú, með næstu lest ef svo mætti segja. Leiðir mínar og Jones lágu saman með nokkuð sérkennilegum hætti. Það var um miðjan tíunda áratuginn og ég var að vafra um einn af marg- miðlunardiskum Encarta sem Micro- soft gaf út um hríð. Þetta var fyrir al- ræði internetsins og Wikipedíu sjáið til. Þar var að finna hljóðbút með lagi í flutningi Jones en bútarnir voru ekki margir og sýnir það m.a. vel í hversu miklum metum hann var þarna vestra. Lagið var „Shes’s Lonesome Again,“ búturinn á að giska 15 sekúndur. En seiðmagnið í röddinni var slíkt að ég var með það í hausnum í fjölmörg ár á eftir. Þar og þá sannfærðist ég um kynngi þá sem rödd hans bjó yfir og sá þann kost vænstan að kanna feril hans betur. Grjótharður Jones hóf innreið sína í sveita- tónlistina á sjötta áratugnum en stjarna hans skein skærast á þeim sjöunda og áttunda. Árið 1969 giftist hann annarri kántrístjörnu, Tammy Wynette, og var samband þeirra með eindæmum stormasamt (þau skildu árið 1975). Jones var drykkfelldur mjög og sáu sumir hann sem einhvers konar kjörson Hanks Williams hvað lífsstíl varðaði en Jones var undir miklum áhrifum frá kántríkónginum. Jones var enda ávallt með aðra löppina kirfilega í grjóthörðu honkí-tonkíi þó að síðar á ferlinum yrðu silkimjúkar ballöður helsta einkennismerkið. Jones náði um síðir að rífa sig frá Bakkusi og hann kom reglulega fram allt til enda nánast, risa- tónleikaferðalag var meira að segja á teikniborðinu fyrir árið í ár og var ýjað að því að það yrði hans síðasta. Eins og áður segir verður mönnum tíðrætt um hreinleikann sem var í rödd Jones. Hvernig honum tókst að renna fullkomlega saman við lagið sem hann var að flytja, tilfinningin svo sterk og sannfærandi að fólki varð orða vant. „Þetta var ekki flutn- ingur, bara hljóðið í manni sem var að brotna saman fyrir framan þig,“ sagði Mark Hagen hjá BBC í minn- ingarorðum og Hank Wangford hjá Guardian lýsir því hvernig Jones lengdi á tónunum og skreytti þá með tilfinningalegri dýpt sem fáir – ef ein- hverjir – gátu leikið eftir. Áhrif Jones hafði þá djúpstæð áhrif á kántrírokkara eins og Gram Parsons sem söng eitt af einkennislögum Jon- es og Wynette, „That‘s All It Took“, á fyrstu sólóplötu sinni GP árið 1973 ásamt Emmylou Harris. Hæfileikar skera á öll kynslóðabil og -stefnur og yngri rokkarar eru með Jones á stalli. Twitter-vottum hefur þannig rignt inn frá ólíklegustu áttum; Tom Mor- ello, Kings of Leon og Caitlin Rose hafa öll sent alnetinu línu en einnig samtíðafólk eins og Kenny Rogers og Dolly Parton. Sjálfur Merle Haggard sparar þá ekki stóru orðin og segir: „Heimurinn kann að hafa misst mesta kántrísöngvara allra tíma.“ Jones lést á sjúkrahúsi í Nashville og var 81 árs. „Hann hætti að syngja í dag…“  Kántrígoðsögnin George Jones lést í síðustu viku  Rödd hans þykir sú feg- ursta sem kántrítónlistin hefur getið af sér Parið Herra og frú kántrí, Tammy Wynette og George Jones, þegar allt lék í lyndi. 48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2013 Verslunin Nexus á Hverf- isgötu 103 heldur „ókeypis myndasögudaginn“ hátíð- legan í dag, laugardag, og býður gestum og gangandi ókeypis myndasögur. Við- burðurinn hefst klukkan 13. Í boði verða yfir fimmtíu titlar, allt frá ofurhetju- sögum til dramatískra vestrafrásagna og vís- indaskáldsagna, þannig að allir áhugamenn um mynda- sögur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nexus er í hópi yfir tvö þúsund verslana víða um lönd sem taka ár hvert þátt í þessum alþjóðlega myndasögudegi en tilgangurinn er að kynna myndasöguformið sem af- þreyingarmiðil.Talið er að allar þessar verslanir gefi yfir þrjár milljónir blaða í dag. Gefa ríkulegt úrval myndasagnablaða Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsælt Fjöldi áhugamanna um myndasögur fékk gefins blöð hjá versluninni Nexus í fyrra. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Komdu í bíó! Þú finnur upplýsingar um sýningartíma okkar og miðasölu á www.emiði.is og www.miði.is Stórkostleg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna 14 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is MISSIÐ EKKI AF FYNDNUSTU OG BESTU MYNDINNI Í SERÍUNNI ÍSL TAL KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ROBERT DOWNEY JR. BEN KINGSLEY GWYNETH PALTROW GUY PEARCE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS! Stór og yfirdrifinn teiknimyndahasar af betri gerðinni. T.V. - Bíóvefurinn  VJV Svarthöfði Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU POWE RSÝN ING KL. 10 :40 - T.K. kvikmyndir.is H.V.A -Fréttablaðið LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L 12 12 12 IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 2 -5 -8 -10:10 -10:40(P) LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 2 - 4 - 6 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 - 8 SCARY MOVIE 5 Sýnd kl. 10:30 THE CROODS 3D Sýnd kl. 2 - 4 G.I. JOE 2 RETALIATION 3D Sýnd kl. 8 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi -Empire -Hollywood Reporter

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.