Morgunblaðið - 04.05.2013, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 124. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Leit afturkölluð - fór úr landi
2. Foreldrar sóttu piltana
3. Ég sagði honum að ég væri ólétt
4. Björn Valur biðlar til Sigmundar
Kórastarf hérlendis stendur í mikl-
um blóma, en nú um helgina er boðið
upp á a.m.k. fimm tónleika. Í dag má
þannig hlusta á Karlakórinn Fóst-
bræður í Langholtskirkju kl. 15 og
Sönghóp Átthagafélags Vestmanna-
eyinga á Reykjavíkursvæðinu í kirkju
Óháða safnaðarins kl. 15. Á morgun
syngur Léttsveit Reykjavíkur í Grafar-
vogskirkju kl. 17 og Kammerkór Hafn-
arfjarðar í Hafnarborg kl. 20, auk
þess sem Kammerkór unglinga í
Bústaðakirkju heldur fjáröflunar-
tónleika kl. 17, en kórinn heldur á
kóramót í Noregi í næstu viku.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Blómlegt kórastarf
Myndband Bjarkar Guðmundsdótt-
ur við lagið Mutual Core hreppti
Webby-verðlaun sem kennd eru við
rödd fólksins, en almenningur kaus
hennar myndband það besta. Webby-
verðlaunin njóta vaxandi virðingar og
eru veitt fyrir framúrskarandi efni á
netinu. Myndband Bjarkar hefur hlot-
ið mikla athygli og m.a verið sýnt á
risaskjáum á Times Square í New
York. Því var leikstýrt af Andrew
Thomas Huang en framleitt af Saga-
film. Í myndbandinu er
Björk grafin í sand
og koma eldfjöll
og veltandi
hraungrýti við
sögu. Dóm-
nefnd kaus
myndband Sig-
ur rósar við
lagið Fjögur
píanó, besta
myndbandið.
Björk og Sigur rós fá
Webby-verðlaun
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan og austan 10-18 á annesjum N-til en annars hægari. S-
læg átt 5-10 syðra. Væta á köflum og hiti 2 til 7 stig að deginum.
Á sunnudag Norðaustan 13-20 m/s og slydda eða jafnvel snjókoma NV-til, en annars
suðvestan og vestan 8-13 og skúrir eða slydduél. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Á mánudag Norðan og norðvestan 5-13 m/s, él og hiti um og undir frostmarki, frost N-
lands, en skýjað með köflum syðra og hiti 1 til 6 stig.
Úrslitin geta ráðist endanlega á Ís-
landsmótinu í handknattleik um
helgina. Framarar geta í dag tryggt
sér sigur í karlaflokki þegar þeir fara
með 2:0 forystu gegn Haukum í Hafn-
arfjörð. Hjá konunum verður hreinn
úrslitaleikur í Safamýri á morgun
þegar Fram tekur á móti Stjörnunni
en Fram náði að jafna metin í gær-
kvöld með sigri í Garðabæ. »2-4
Dregur til tíðinda í
handboltanum
Íþróttafélög innan vébanda
Íþróttasambands Íslands,
ÍSÍ, geta átt von á vett-
vangsathugun frá starfs-
mönnum embættis ríkis-
skattstjóra á næstu
mánuðum. Þetta kemur
fram í bréfi sem skattstjóri
sendi á Líneyju Rut Hall-
dórsdóttur, framkvæmda-
stjóra ÍSÍ, að hennar beiðni,
eftir fund Líneyjar með
skattstjóra. »4
Skatturinn skoðar
íþróttafélögin
David James, Hermann Hreiðarsson
og félagar í ÍBV taka á móti Skaga-
mönnum í fyrsta leik Íslandsmótsins
í knattspyrnu í Vestmannaeyjum á
morgun. Þá fer einnig fram fyrsti
leikurinn í efstu deild í Ólafsvík, á
milli Víkings og Fram, og í Kópavogi
tekur Breiðablik á móti Þór. Morgun-
blaðið fjallar ítarlega um
fyrstu umferðina.
»2-3
Íslandsmótið hefst í
Vestmannaeyjum
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
„Tilfinningin er æðisleg, ekki til
betri tilfinning,“ segir Guðmundur
Juanito Ólafsson, nemandi í 10.
bekk í Holtaskóla. Lið skólans sigr-
aði í Skólahreysti síðastliðinn
fimmtudag, en þetta er þriðja árið í
röð sem skólinn vinnur keppnina. Í
Skólahreysti keppa strákarnir í
upphífingum og dýfum en stúlk-
urnar keppa í armbeygjum og
hreystigreip. Saman keppir liðið
síðan í hraðaþraut.
Liðsheildin skilaði sigrinum
„Við æfðum mjög mikið, alla daga
vikunnar,“ segir Guðmundur. „Okk-
ur var meira að segja sagt að æfa
minna.“ Liðið hefur æft markvisst í
allan vetur og á hverjum föstudegi
er skólahreystitími á stunda-
töflunni.
Guðmundur æfir einnig fótbolta
og hefur lagt áherslu á skóla-
hreystigreinarnar samhliða því.
Hann var einnig í sigurliðinu í
fyrra og segir mikla liðsheild vera
innan skólans. „Við gerðum mynd-
band sem sýnt var niðri á sal,“ segir
Guðmundur, en það sýndi liðið við
æfingar og var það ætlað til hvatn-
ingar.
„Líðsheildin skilaði liðinu sigr-
inum,“ segir Guðmundur. „Það er
svo gott að hafa góða stuðnings-
menn.“
Fengu góðar móttökur
í skólanum
„Við fengum svakalegan stuðning
þegar við mættum í skólann í morg-
un,“ segir Kolbrún Júlía Guðfinns-
dóttir Newman, nemandi í 9. bekk í
Holtaskóla. Eftir sigurinn á fimmtu-
daginn gekk liðið niður í samkomu-
sal skólans í gær, föstudag, undir
dynjandi hvatningartónlist. Þar
fengu þau blómvendi og ham-
ingjuóskir vegna árangursins.
„Það var tekið mjög vel á móti
okkur,“ segir Kolbrún.
Hún æfir fimleika og segist vera
viss um að reynslan þaðan hafi skil-
að henni langt í keppninni á fimmtu-
dag. Hún hyggst taka þátt í keppn-
inni að ári og hvetur aðra
grunnskólanema til að gera slíkt hið
sama. „Það er alveg bókað mál,
þetta er rosalega gaman.“
„Æfðum alla daga vikunnar“
Holtaskóli sigr-
aði í Skólahreysti
þriðja árið í röð
Ljósmynd/Eyþór Sæmundsson
Ánægð Sigurlið Holtaskóla fékk góðar móttökur í skólanum eftir sigurinn. Guðmundur Juanito Ólafsson, Theodór
Sigurbergsson, Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman, Thelma Ósk Herbertsdóttir og Ingibjörg Sól Jónsdóttir.
„Eftir fyrsta sigurinn hefur orðið mikil vakning hjá krökkunum,“ segir
Einar Einarsson, einn af þjálfurum skólahreystiliðsins í Holtaskóla. Hann
segir krakkana mjög áhugasama. „Þau eru mjög virk í að gera þetta eins
flott og við getum.“
„Það er mikið af flottu íþróttafólki hér á Reykjanesinu,“ segir Einar.
Samkenndin hjálpi til og segir hann auðveldara að mynda stemningu í
minni bæjarfélögunum. „Þetta snýst ekki bara um að vinna keppnina,
heldur einnig að vinna nágrannaskólana.“
„Við förum í gegnum hollt mataræði og leggjum áherslu á nægan
svefn,“ segir Einar. „Við beinum því að keppendum að hanga ekki í snakk-
pokunum og gosinu á kvöldin.“ Hann segir krakkana taka hvatningunni
vel og þeir séu duglegir að borða hollan mat.
Samkenndin hjálpar til
SNÝST EINNIG UM AÐ VINNA NÁGRANNASKÓLANA
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
band af sigurveg-
urunum.