Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 9
14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 B örnin á leikskólanum Garðaborg í Fossvogi eru öll lítil ljóðskáld, en út er komin bókin Núna er hann beina- grind uppi í himninum. Í bókinni má finna ljóð eftir börnin, en þau yngstu eru aðeins tveggja ára. Eygló Ida Gunnarsdóttir leikskólakennari stjórnaði gerð bókarinnar, en hún gerði einmitt lokaverkefnið sitt í Kennarahá- skólanum um ljóðagerð barna. „Ég hef áhuga á ljóðum, og var að dútla við að leyfa þeim að semja ljóð og þá stakk Kristín leikskólastjóri upp á því að gefa út bók,“ segir Eygló um upphafið að bókinni. Ljóðagerð vanmetið listform Eygló byrjaði á að fræða börnin um ljóð og út- skýrði fyrir þeim að þau kæmu úr þeirra eigin huga. Hún brýndi fyrir þeim að ljóðin ættu sér fá takmörk og allt væri mögulegt, og það mætti al- veg semja um það sem ætti sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Eygló telur að ljóðagerð sé listform sem hefur setið í skugga af annarri sköpunarvinnu í kennslu ungra barna, en með ljóðum geta börnin skoðað eigin huga og sagt frá því sem þeim liggur á hjarta. Semja oft út frá reynslu sinni Ragnhildur Sunna, fjögurra ára, samdi ljóð um litla bróður sinn. „Hann heitir Dagur, alveg eins og dagurinn uppi í himninum,“ segir hún, en ljóð- ið var samið stuttu eftir að hann fæddist. „Þetta ljóð hennar er gott dæmi um hvernig þau vinna. Hún ákvað fyrst að hún ætlaði að skrifa um bleikan lit og byrjaði að tala um nátt- kjólinn sinn og þá fór hún að rifja upp. Og þá kom ljóð um litla bróður,“ segir Eygló. „Einn drengur, Kári, fór að tala um hundinn sinn, en hann vildi yrkja um uppáhaldsdýrið sitt. Úr varð fallegt ljóð frá innstu hjartarótum, en hundurinn var þá dáinn. Ég hafði ekki hugmynd um að hundurinn hans hefði dáið. Hann er með ljóðinu að vinna sig í gegnum það,“ segir hún. Þjálfar hugsun og orðaforða Eygló segir börnin hafa skemmt sér vel yfir ljóðagerðinni og hafi verið fljót að tileinka sér að semja ljóð. Þau semja gjarnan um eitthvað sem þau hafa upplifað eða langar til að upplifa. Eygló segir þau alltaf gera titilinn síðast því þá viti þau um hvað ljóðið fjallar. Hún bendir á að ljóðagerð þjálfi bæði hugsun og orðaforða og auki ímynd- unaraflið. Eygló gengur gjarnan um með blað og penna, því ljóðin geta vaknað hvar sem er, jafnt í rólu sem á salerninu. „Skemmtilegt að heyra hvað þau hafa að segja, þau hafa svo margt að segja!“ Hún bætir við: „Þetta er tjáning, þetta er sköpun og útrás,“ segir hún, en annað bindi ljóðabókar er í bígerð og er Eygló nú þegar byrjuð að safna efni. Eygló Ida Gunnarsdóttir, leikskólakennari, er hér umvafin ungum og hæfileikaríkum ljóðskáldum á leikskólanum Garðaborg í Fossvogi. Morgunblaðið/Golli LEIKSKÓLABÖRN GEFA ÚT LJÓÐABÓK LJÓÐAGERÐ ER EINFALT OG SKEMMTILEGT LISTFORM OG KOST- AR EKKERT. BÖRNIN Á GARÐA- BORG HAFA NÝLEGA GEFIÐ ÚT LJÓÐABÓK ÞAR SEM ÞAU FÁ ÚTRÁS FYRIR SKÖPUNARGLEÐI, TJÁNINGU OG ÍMYNDUNARAFL. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is * „Hún ákvað fyrst að hún ætlaði aðskrifa um bleikan lit og byrjaði að tala um nátt- kjólinn sinn og þá fer hún að rifja upp. Og þá kemur ljóð um litla bróður.“ Núna er hann beinagrind Fjórir fætur. Svartur. Einu sinni var ég með hund. Hann var svartur með mörg hár og með fætur. Núna er hann beinagrind uppi í himninum. Núna er hann dáinn. Greyið. Hann langaði ekki að vera dáinn. Ljóð eftir Kára Víðisson. Morgunblaðið/Eggert HUNDUR Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Borðplötur í öllum stærðum og gerðum • Swanstone • Avonite • Harðplast • Límtré Smíðað eftir máli og þínum óskum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.