Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Page 33
Morgunblaðið/Ómar * „Matseld erlíka mikil-vægur þáttur í bókunum um Hannibal Lecter. Það sagði ein- mitt ýmislegt um Lecter hvað hann borðaði,“ segir Sindri. Við borðið sitja frá vinstri: Oddný Gestsdóttir, Sindri Þór Steingrímsson, Magnús Theodórsson, Signý Friðriksdóttir, Sonja Huld Guðjónsdóttir, Sindri Freysson, Auður Anna Kristjánsdóttir, Héðinn Briem, Máni Sigfússon, Aldís Rún Ingólfsdóttir, Hildur Þorsteinsdóttir og Steingrímur Elíasson. 14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 SALAT 1 poki spínat 400 grömm 1 agúrka – skorin niður. 3 litlar lárperur (avocado) skornar ½ pera skorin í þunnar sneiðar 1 rauðrófa rifin valhnetur dreifðar yfir eftir smekk gráðaostur niðurskorinn yfir allt DRESSING Gróft sinnep ¼ á móti ¾ ólífuolía, dash af balsamediki, salt og pipar og smá-hunang. SUMARFERSK SKYRTERTA MEÐ JARÐARBERJUM Gott hafrakex, t.d. Haust, ½-1½ pakki eftir stærð tertuformsins Kexið er mulið niður. 1 dl smjörvi bræddur Kexmylsnunni og brædda smjörinu er blandað saman og þjappað vel ofan í form. Ferskum jarðarberjum er raðað ofan á blönduna. 1 lítil dós hreint skyr 1 dós 18% sýrður rjómi ½ bolli sykur 1 tsk. vanilla Þetta er hrært saman í hrærivél. Fjögur blöð matarlím lögð í bleyti í köldu vatni í tíu mínútur. Síðan eru þau tekin upp og undin lauslega. Matarlímið er þá sett í skál og hún látin ofan á pott með sjóðandi vatni til að bræða það. Þegar matarlímið er bráðnað er því hrært saman við kremið, þetta látið bíða og stífna í smá stund og eftir það er sett í kremið einn peli af þeyttum rjóma. Síðan er blandan smurð ofan á botninn og skreytt með ferskum jarðarberjum. Gott að geyma í kæli í nokkrar klst. áður en borið er fram.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.