Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.7. 2013 BÓK VIKUNNAR Ekki missa af hinni fínu spennusögu Áður en ég sofna eftir S.J. Watson. Alveg upplagt að taka hana með í sumarfríið. Bók sem svíkur ekki. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Ef þrítug nútímakona tæki saman við fimmtán ára dreng yrði hún úthrópuð og mjög sennilega stimpluð sem níðingur, jafnvel þótt pilturinn héldi því stað- fastlega fram að hann elskaði hana. Í því tilfelli yrði ekki sagt í blíðum róm: „Ástin spyr ekki um aldur“ - heldur tekið hart á málum að sið nútímamanna. Nútímalesendur ættu að varast að lesa Önnu frá Stóruborg með þessi harka- legu refsisjónarmið nútímans í huga. Höfundurinn Jón Trausti varar einmitt við refsigleði og dómhörku í skáldsögu um viljasterka konu sem berst fyrir ást sinni og er tilbúin að leggja allt í sölurnar fyrir piltinn sem hún elskar. Skáldsagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta er komin út í kilju hjá bóka- forlaginu Sölku og það er ánægjulegt að end- urnýja kynnin við þessa dramatísku sögu. Í gamla daga var bókin á leslista í skólum. Viðhorf ung- menna til skáldsagna sem þau voru skylduð til að lesa í skóla var ekki beinlín- is jákvætt á þeim tíma, og er kannski enn. Það var andvarpað þunglega um leið og viðkomandi bók var tekin upp og ekki bú- ist við skemmtilestri. Þetta viðhorf vék skjótt þegar Anna frá Stóruborg átti í hlut því bókin reyndist bæði skemmtileg og spennandi Við ungmennin vorum svo sannarlega ekki að hneykslast á ungum aldri smal- ans og ástum hans og eldri konu. Okkur fannst þetta bara ansi gott hjá þeim! Anna var auðvitað alvöru kona sem á síðum bókarinnar harmaði ítrekað það hlutskipti að njóta takmarkaðs frelsis og réttinda vegna kynferðis síns. En hún var engin grenjuskjóða heldur barðist fyrir sínu. Elskhuginn var auðvitað bara krakki í upphafi bókar og fremur veik- geðja en hún hugsaði fyrir þau bæði. Svo komst hann til nokkurs þroska, eins og karlmenn gera ef þeir hlusta á góðar kon- ur. Vonandi munu ungmenni landsins lesa þessa ágætu bók Jóns Trausta sér til ánægju og eldri lesendur lesa hana á ný. Hún er sannarlega þess virði. Orðanna hljóðan ANNA SNÝR AFTUR Skáldsaga Jóns Trausta um Önnu frá Stóruborg er komin út í kilju. Þ að hefur verið eftirspurn eftir bókum eins og þessum og ég held að áhugi á þeim sé hugsanlega meiri nú en oft áður. Eftir hrun er eins og löngun fólks til að vera úti í náttúrunni hafi aukist,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson höf- undur bókanna Gönguleiðir og 101 Ísland sem hafa ver- ið endurútgefnar. „Gönguleiðir er mér sérstaklega hjartfólgin því hún er fyrsta leið- sögubókin sem ég skrifaði og kom fyrst út 1994,“ segir Páll Ásgeir. „Síðastliðinn vetur var ákveðið að endurskoða bókina, skipta um myndir, uppfæra ýmislegt og stækka hana örlítið. Þetta er bók fyrir bakpokafólk, þarna er vísað til vegar um fjórar vinsælustu gönguleið- ir á hálendi Íslands: Kjalveg, Öskjuveg, Lónsöræfi, Laugaveginn og Fimmvörðuháls. 101 Ísland er leiðsögubók fyrir fjölskylduna því miðað er við að allir staðir sem sagt er frá í henni séu aðgengilegir. Þangað er hægt að fara á hvaða bíl sem er og í fæstum tilvikum þarf að ganga mikið. Jafnframt er leitast við að benda fólki á staði sem aðrar leið- sögubækur hafa horft framhjá. Vinsælustu staðirnir er vísvitandi sniðgengnir. Gullfoss, Geysir og Mývatn eru til dæmis ekki þarna vegna þess að bókinni er ætlað að beina athygli að stöðum sem fáir þekkja en búa yfir töfrum. Staðirnir eru flokkaðir eftir landshlutum og sagt er nákvæmlega til vegar af hverjum stað fyrir sig.“ Bækurnar eru að sjálfsögðu ríkulega myndskreyttar. „Í lang- flestum tilvikum hef ég tekið myndirnar sjálfur,“ segir Páll Ásgeir. „Ég hef gaman af að taka myndir og hef reyndar gaman af öllu þessu brölti. Ég var mikið í blaðamennsku hér áður fyrr en hef á seinni árum snúið mér í vaxandi mæli að leiðsögn, ásamt bókaskrif- um. Það má segja að svo til allt sem ég geri tengist ferðalögum og útivist á einhvern hátt.“ Er það ástríða að vera stöðugt á ferðinni? „Sumpart er þetta flökkunáttúra. Í Brekkukotsannál segir amman við Álfgrím: „Hann var vænn dreingur hann Gorgur litli hennar Kristínar þegar hann var að leika sér hérna í kirkjugarðinum; og lík- ur þér. En hann lenti í ferðalögum.“ Því var lengi trúað á Íslandi að það væri ekki gott að lenda í ferðalögum en það er mjög gaman að lenda í ferðalögum. Flökkunáttúra er löngun til að skoða landið sitt og þekkja rætur sínar og þann jarðveg sem við erum öll sprottin úr.“ Þú hlýtur að vera búinn að fara á flesta staði á landinu. Ertu ekki hættur að finna eitthvað nýtt? „Alls ekki. Þegar þetta viðtal er tekið er ég á Ísafirði að fást við rannsóknir vegna frekari útgáfu. Ég er enn að finna staði sem ég vissi af en hafði ekki gert mér grein fyrir hversu áhugaverðir eru.“ Páll Ásgeir hefur skrifað fjölmargar bækur um útivist. „Ég er í vandræðum með töluna því sumar þessara bóka hafa verið upp- færðar og gefnar út oftar en einu sinni,“ segir hann. „Sú bók mín sem hefur selst hvað mest er Hálendishandbókin en hún hefur komið út í þremur mismunandi útgáfum, það var stöðugt verið að bæta við hana. Síðast þegar ég gáði minnir mig að titlarnir á bókum mínum séu tólf.“ Hvernig verður næsta bók? „Það er ótímabært að skýra frá því en það eru fleiri endurútgáfur í farvatninu. Leiðsögubækur eru að hluta til sígildar en til að halda þeim sígildum þarf að endurskoða þær reglulega og huga að hlutum sem hafa breyst.“ PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ER STÖÐUGT AÐ FINNA ÁHUGAVERÐA STAÐI Á ÍSLANDI Gaman að lenda í ferðalögum „Flökkunáttúra er löngun til að skoða landið sitt og þekkja rætur sínar og þann jarðveg sem við erum öll sprottin úr,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson. Ljósmynd/Jón Smári Einarsson BÆKUR PÁLS ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR, GÖNGULEIÐIR OG 101 ÍSLAND, HAFA VERIÐ ENDURÚTGEFNAR. Ég er reikull. Þess vegna helst mér illa á uppáhalds þessu eða hinu. Í hvert sinn sem ég hef lestur á nýrri bók vonast ég til þess að hún verði í uppáhaldi. Og það gerist af og til. Því hef ég, þrátt fyrir allt, eignast marga uppáhalds- bók. Um stund- arsakir. Þar til önnur ryður henni af stalli. Hitt gerist að sjálfsögðu líka að ég lesi bók sem nær ekki máli. Ýtir engri ofan. Þannig er til dæmis komið fyrir mér þessa stundina. Ég hef ný- lokið við að lesa heimsfrægan reyfara, róm- aða ljóðabók og verðlaunaða skáldsögu. Eng- in þeirra komst í uppáhald. Þá varð það sem ærið oft hefur átt sér stað við líkar að- stæður, ég leitaði í það sem lesið var. Áður og fyrr. Og nú sit ég enn uppi með sömu tvær bækurnar: Síðasta blómið og Tré og himinn. Sú fyrrnefnda er dæmisaga í mynd- um eftir James Thurber, útgefin af Helga- felli 1946, Magnús Ásgeirsson snaraði textanum úr óbundnu máli. Hin síðartalda er ljóðabók eftir Tomas Tranströmer í þýð- ingu Njarðar P. Njarðvík, útgefin af Urtu 1990. Miðað við það sem að framan er sagt hljóta þetta efalaust að vera tvær af mínum uppáhaldsbókum. Í UPPÁHALDI ÚLFAR ÞOR- MÓÐSSON RITHÖFUNDUR Úlfar Þormóðs- son vonast til að hver bók sem hann byrjar á verði ein af uppáhalds- bókum hans. Svo sannarlega gengur það ekki alltaf eftir. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.