Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.07.2013, Qupperneq 57
14.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Skáldsagan Demtantstorgið
eftir Merce Rodoreda kom
fyrst út árið 1962 í þýðingu
Guðbergs Bergssonar og er nú
endurútgefin í bókaflokknum
Erlend klassík sem er á vegum
Forlagsins. Hafi Forlagið þökk
fyrir að huga að þýðingum og
endurútgáfum á erlendri klass-
ík!
Hin unga Natalía hittir pilt á
Demantstorginu í Barcelona.
Þau verða ástfangin en svo
skellur borgarastyrjöldin á og
allt breytist.
„Fegursta skáldsaga sem
komið hefur út á Spáni síðan í
borgarastyrjöldinni,“ sagði
Gabriel Garcia Marquez.
Guðbergur Bergsson ritar
eftirmála.
Ást í skugga
styrjaldar
Eins og kunnugt hefur Yrsa Sigurð-
ardóttir fengið afar góða dóma í breska
blaðinu Sunday Times fyrir skáldsögu sína
Someone to Watch over Me eða
Horfðu á mig eins og bókin heitir á ís-
lensku. Blaðið bætir nú enn við hrósið því
bókin er meðal þeirra hundrað bóka sem
mælt er með sem bestu sumarlesningu árs-
ins. Átta spennubækur komust þar á lista
sem bestu spennubækurnar og það hlýtur að
teljast nokkur sigur fyrir Yrsu að vera þar á
meðal, en bók hennar er sögð vera áhrifa-
mikil og hrífandi.
Aðrir rithöfundar sem eiga bækur á lista
yfir bestu spennusögur sumarsins eru Roger
Hobbs, Philip Kerr, Charles Cumming,
Antonin Varenne og Joyce Carol Oates.
Einnig Joe Hill sem er sonur meistara hryll-
ingsins, Stephens King og franski rithöf-
undurinn Fred Vargas en Sunday Times
valdi bók hans, The Ghost Riders of
Ordebec, bestu spennusögu sumarsins.
Sunday Times þreytist ekki á að bera lof á Yrsu
Sigurðardóttur og bók hennar Horfðu á mig.
MÆLT MEÐ YRSU
Í SUMARFRÍIÐ
Gengið hefur verið frá útgáfusamn-
ingi um hina ástsælu barnabók – Ást-
arsögu úr fjöllunum, við kínverskt
forlag, Beijing Science and Techno-
logy Press. Hugljúf saga Guðrúnar
Helgadóttur og eftirminnilegar
myndir Brians Pilkingtons munu
án efa gleðja tröllaáhugafólk í Kína.
Sagan kom fyrst úr hér á landi árið
1981 og veitir innsýn í heillandi heim
íslenskra þjóðsagna og ævintýra.
Sagan hefur þegar komið út í Nor-
egi, Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum,
Bandaríkjunum, Japan, Kóreu, Ítalíu,
Eistlandi og Slóveníu.
Annar góðvinur barnanna, Max-
ímús Músíkús, er síðan á leið í lang-
ferð alla leið til Brasilíu. Forlagið Mel-
horamentos hefur tryggt sér
útgáfuréttinn að þremur bókum um músina tónelsku, Maxímús heimsækir hljómsveit-
ina, Maxímús trítlar í tónlistarskólann og Maxímús bjargar ballettinum. Maxímús
heldur áfram að vera í slagtogi með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nú síðast í vor smekkfylltu þau
Kennedy-miðstöðina í Washington við frábæran orðstír.
TRÖLL TIL KÍNA OG MÚS TIL BRASILÍU
Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur með
myndskreytingum Brians Pilkingtons er á leið til Kína.
Snillingurinn Arto Paasilinna er
Íslendingum að góðu kunnur
fyrir skáldsögurnar frábæru Ár
hérans, Dýrðlegt fjöldasjálfs-
morð og Maðurinn sem span-
gólaði. Hann bregst ekki í
Heimsins besti bær, sem er frá-
bærlega skemmtileg bók, hug-
myndarík og full af kaldhæðni.
Í heiminum er órói og
heimsstyrjöld brýst út en í
litlum finnskum bæ eiga litríkir
bæjarbúar meira en nóg með
sitt.
Finnskur
snillingur
í fínu formi
Sænsk spenna,
finnsk gæði og
ástir í stríði
NÝJAR BÆKUR
BÓKAÚTGÁFAN ER MEÐ RÓLEGU MÓTI NÚ Í JÚLÍ
EN ÞAÐ ER ÞÓ ÚR ÝMSU AÐ VELJA. SÆNSK
SPENNUSAGA KOM NÝLEGA ÚT OG SPÆNSK
SKÁLDSAGA HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN.
FINNSK SKÁLDSAGA EFTIR FRÁBÆRAN HÖFUND
ER SVO BÓK SEM MENN ÆTTU EKKI AÐ LÁTA
FRAMHJÁ SÉR FARA.
Dauðaengillinn er spennandi glæpa-
saga eftir Söru Blædel og fimmta
bók hennar sem kemur út á ís-
lensku. Aldagömul og ómetanleg
steinglersmynd hverfur. Um sama
leyti vinnur Louise Rick að máli
konu sem hverfur í sólarlandaferð.
Önnur kona hverfur svo á sömu
slóðum. Mál þessara kvenna og
hvarf myndarinnar tengjast á
óhugnanlegan hátt.
Spennandi sænsk
glæpasaga
Markþjálfun – Vilji, vit og viska fjallar um markþjálfun á Íslandi
og í alþjóðlegu umhverfi, nám í markþjálfun og aðferðir mark-
þjálfa. Markþjálfun hefur notið mikillar hylli undanfarin ár og
þessi bók nýtist stjórnendum, starfsmannastjórum, fræðslu-
stjórum og starfsþróunarstjórum.
Höfundar bókarinnar eru þrír: Matilda Gregersdotter, Arn-
ór Már Másson og Haukur Ingi Jónasson.
Bók um markþjálfun
á Íslandi
* Ég skildi að orð er á Íslandi til um allt,sem er hugsað á jörðu. Einar Benediktsson BÓKSALA 3.- 9. JÚLÍ
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson
1 Maður sem heitir Ove - kiljaFrederik Backman
2 Iceland small world-small ed.Sigurgeir Sigurjónsson
3 Áður en ég sofnaS.J.Watson
4 Lág Kolvetna lífstílinn LKLGunnar Már sigfússon
5 DauðaengilinnSara Blædel
6 Hún er horfinGillian Flynn
7 RósablaðaströndinDorothy Koomson
8 I Was hereKristján Ingi
9 Ærlegi lærlingurinnVikas Swarup
10 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
Kiljur
1 Maður sem heitir OveFrederik Backman
2 Áður en ég sofnaS.J.Watson
3 DauðaengilinnSara Blædel
4 Hún er horfinGillian Flynn
5 RósablaðaströndinDorothy Koomson
6 Ærlegi lærlingurinnVikas Swarup
7 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
8 Heimsins besti bærArto Paasilinna
9 SnjókarlinnJo Nesbo
10 EnglasmiðurinnCamilla Lackberg
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Mennt er máttur.