Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 4
Sigurður Ingi Jóhannsson sem nú gegnir embættum ráðherra sjáv- arútvegs, landbúnaðar, auðlinda og umhverfis, skrifaði grein í Morgunblaðið þann 27. desember 2012 undir fyrirsögninni „Bygg- ingariðnaðinum drekkt í reglu- gerð“. Í greininni lýsti þingmað- urinn og varaformaður Framsóknarflokksins áhyggjum sínum af auknum kostnaði sem hlytist af nýrri reglugerð. Sagði Sigurður Ingi það meðal annars „ámæl- isvert að stjórn- völd hafi ekki lát- ið kostnaðarmeta reglugerðina“ og lét þess getið að hann hefði sent umhverfisráðherra fyrirspurn fyrr um haustið og farið fram á út- reikninga og útskýringar á ein- stökum efnisþáttum sem þá hafði ekki borist svar við. Svar við fyr- irspurn hans var raunar birt á Al- þingisvefnum þann 21. desember, en grein Sigurðar var send inn til blaðsins 20. desember og var ekki uppfærð áður en hún var birt þann 27. desember. Byggingarreglugerð er á hendi Mannvirkjastofnunar sem heyrir undir ráðuneyti Sigurðar Inga. Í grein sinni í desember segir nú- verandi ráðherra: „Hvað kröfu um rýmisstærðir varðar byggist hún á svokallaðri algildri hönnun. Stóra spurningin er, þrátt fyrir mikinn vilja til að tryggja fötluðum fullt aðgengi að öllu íbúðarhúsnæði, hvort nú á krepputímum sé rétti tíminn til að innleiða kröfur um meira en aðgengi að öllu íbúðar- húsnæði að fullu. Væri ekki skyn- samlegra að fara leið Noregs og Danmerkur sem innleiddu slíka reglugerð á 5-6 árum. Um leið veittu þeir nægjanlegan sveigj- anleika til að tryggja fjölbreytt form húsnæðis, t.d. litlar íbúðir fyrir námsmenn, fyrir ungt fólk sem er að fara út á húsnæðis- markaðinn í fyrsta sinn og fleira í þeim dúr.“ Ekki liggur fyrir hvort ráðherrann hyggst beita sér fyrir frekari breytingum á reglugerð- inni í takt við það viðhorf sem lýst er í greininni. Ráðherra mótmælti reglugerð Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra. * Algild hönnun á að tryggja öllum aðgengi að öllumbyggingum, líka fjölbýlishúsum. Núverandi umhverf-isráðherra gagnrýndi fyrrverandi umhverfisráðherra fyrir að drekkja byggingariðnaðinum með reglugerðinni. Þjóðmál EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 Algild hönnun er ný hug- myndafræði sem gerir ráð fyr- ir að byggingar séu þannig úr garði gerðar að þær henti öll- um. Áhersla er lögð á í nýrri reglugerð að öll mannvirki taki mið af svokallaðri algildri hönnun, en með því er átt við að allir, óháð fötlun, veikindum eða skertri hreyfigetu, geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum. Nú er skylt að hafa lyftu í öllum þriggja hæða húsum en áður þurfti aðeins lyftu ef hús- ið var á fjórum hæðum. Stærð hússins skiptir ekki máli og heldur ekki fjöldi íbúða. Þrí- býli, þar sem ein íbúð er á hverri hæð, þarf að hafa lyftu. Hús á þremur hæðum sem er með þremur íbúðum, svokölluðum sérhæð- um, verða því vart byggð lengur enda hár kostnaður sem fylgir því að gera ráð fyrir lyftu fyrir þrjár íbúðir. E itt af því sem lögð er hvað mest áhersla á í nýrri byggingareglu- gerð sem tók gildi á síðasta ári er að allir hafi aðgengi að öllum mann- virkjum. Þannig er gengið útfrá því að allar byggingar, ekki bara opinberar byggingar heldur einn- ig fjölbýlishús, séu þannig úr garði gerðar að allir – óháð fötl- un, veikindum eða öðru – geti komist inn og út á öruggan hátt. Þetta þýðir meðal annars að auknar kröfur eru gerðar um stærðir hvers rýmis fyrir sig inn- an íbúðar. Eitt af því sem nú er skylda er að í öllum húsum þar sem reglur um svokallað algilda hönnun gilda þarf baðherbergi að vera minnst fimm fermetrar. Þá er óheimilt að koma fyrir þvotta- húsi innan íbúðar sem er minna en fimm fermetrar að stærð. Ný byggingareglugerð var lögð fram í febrúar 2012 eftir umsagnarferli og starf vinnuhópa. Bráðabirgða- ákvæði var sett inn þannig að hægt væri að hlusta eftir gagnrýni fyrsta árið, en meðal þess sem gagnrýnt hefur verið af arkitektum og öðrum er ósveigjanleiki reglu- gerðarinnar. Þá mótmæltu ýmsir fagaðilar í byggingageiranum sem töldu að ný reglugerð yki kostn- að við byggingu húsnæðis um allt að tíu prósent. Breytingar gerðar eftir kvartanir fagaðila Í desember 2012 voru gerðar ákveðnar breytingar og enn frek- ari breytingar tóku gildi í apríl síðastliðnum. Þá var meðal ann- ars bætt inn ákvæði sem heimilar það, sem áður átti að vera óheimilt, að fella þvottarými íbúð- ar inn í baðherbergi. Lágmarks- stærð á baðherbergi með þvotta- aðstöðu er þó 6,7 fermetrar. Í litlum íbúðum stórborga þar sem rými er af skornum skammti er gjarnan gripið til ráða eins og að fella þvottahús inn í baðher- bergi eða svefnherbergi, útbúa sniðuga þvottaskápa eða koma þvottavél fyrir í eldhúsi til að spara pláss. Í íbúð sem er 30,7 fermetrar að stærð (minnsta mögulega nettóstærð á stúdíóíbúð miðað við nýja reglugerð) þarf baðherbergi með þvottaaðstöðu að vera að lágmarki 6,7 fm, sem er rúmur fjórðungur af stærð íbúð- arinnar. Arkitektar sem blaða- maður ræddi við segja kröfur um stærðir tiltekinna rýma binda hendur þeirra til að hanna litlar og hagkvæmar íbúðir sem þó sé þörf á. Vel hannað baðherbergi með snyrtilegri þvottaaðstöðu geti vel rúmast á færri fermetrum, vilji fólk nýta sína fermetra í annað. Reglur færðar til sam- ræmis við Norðurlönd Sterkt er kveðið á um í lögum að í öllum byggingum skuli að- gengi tryggt. Með hliðsjón af því var ákveðið að færa reglur um lyftur í íbúðarhúsnæði til sam- ræmis við önnur Norðurlönd. Krafa er því gerð um lyftu í öll- um húsum sem eru yfir tvær hæðir. Einu undantekningarnar eru ef aðalinngangur er á mið- hæð þannig að aðeins sé ein hæð á milli íbúða sem þarf að fara upp í stiga. Þrátt fyrir þær breytingar sem þegar hafa verið gerðar á nýju reglugerðinni lítur út fyrir að áfram verði haldið í breytingum. Í júní síðastliðnum undirrituðu Sigríður Ólafsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkj- astofnunar, viljayfirlýsingu sem felur í sér samkomulag um áframhaldandi vinnu við rýni og endurbætur byggingareglugerð- arinnar. Fjölbýlishús á þremur hæðum án lyftu heyra sögunni til en samkvæmt nýrri byggingareglugerð þarf lyftu í öll fjölbýli sem eru meira en tvær hæðir. Morgunblaðið/Eggert ALGILD HÖNNUN Auknar kröfur um aðgengi SKYLT ER AÐ HAFA 5 FM ÞVOTTAHÚS OG 5 FM BAÐHERBERGI INNAN HVERRAR ÍBÚÐAR Í FJÖLBÝLI SAMKVÆMT NÝRRI BYGGINGAREGLUGERÐ. EFTIR ÞRÝSTING FRÁ FAGAÐILUM VAR SETT INN HEIMILD TIL AÐ HAFA ÞVOTTAAÐSTÖÐU INNI Á BAÐI EF BAÐHERBERGIÐ ER AÐ LÁGMARKI 6,7 FM – JAFNVEL ÞÓTT ÍBÚÐIN SÉ AÐEINS 30 FM. SETJA MÁ SPURNING- ARMERKI VIÐ SVEIGJANLEIKA TIL AÐ HANNA LITLAR, HAGKVÆMAR ÍBÚÐIR SEM LENGI HEFUR VERIÐ TALINN SKORTUR Á. ÖLL HÚS HÆRRI EN TVÆR HÆÐIR VERÐA AÐ HAFA LYFTU, JAFNVEL ÞÓTT AÐEINS EIN ÍBÚÐ SÉ Á HVERRI HÆÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.