Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013
F
jórar konur lögðu leið sína til Bruss-
el á dögunum en tilgangur ferð-
arinnar var að sækja ráðstefnu um
fátækt á götum Evrópu sem var
haldin af EAPN, European Anti
Poverty Network í 12. sinn. Samtökin eru á
vegum Evrópusambandsins og eru evrópsk
samtök sem berjast gegn fátækt og fé-
lagslegri einangrun. EAPN á Íslandi var
stofnað árið 2011 og er þetta í annað sinn sem
samtökin sækja ráðstefnu erlendis. EAPN
samanstendur af hjálparsamtökum og hags-
munasamtökum sem hafa það sem hluta af
markmiðum sínum að vinna að málefnum fá-
tækra. Þetta eru Bót, Félag einstæðra for-
eldra, Geðhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar,
Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkj-
unnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg, Velferðarsjóður
Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands.
Konurnar fjórar hafa allar upplifað mikla
fátækt hér á landi en þrjár þeirra eru enn illa
staddar fjárhagslega í dag. Ester Ellen Nel-
son, Íris Ægisdóttir og Sigfríð Sjöfn Magn-
úsdóttir hafa ekki viljað segja sögu sína hing-
að til en eftir að hafa sótt ráðstefnuna og
fengið að hitta fjölda fólks í sömu stöðu víðs-
vegar í Evrópu fylltust þær kjarki til að koma
fram og deila reynslu sinni á því hvernig er
að lifa á Íslandi með lítið sem ekkert á milli
handanna. Ásta Dís Guðjónsdóttir, formaður
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík, er
sú fjórða í hópnum og jafnframt er hún al-
þjóðlegur tengiliður EAPN á Íslandi. Fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins sér um að
fjármagna ráðstefnuna og borga flug og hót-
elgistingu fyrir gesti ráðstefnunnar sem koma
alls staðar að úr Evrópu.
Hópurinn sem fór til Brussel var valinn í
samvinnu við Hjördísi Kristinsdóttur en hún
hefur starfað sem umsjónarmaður Velferðar-
sjóðs Suðurnesja fram til þessa. Hún starfar
nú hjá Hjálpræðishernum og situr í stjórn
EAPN á Íslandi fyrir hönd Hjálpræðishers-
ins. Ákveðið var að fulltrúar Íslands yrðu allir
frá Suðurnesjum, enda er þar mesta atvinnu-
leysið á Íslandi og að mati Hjördísar er
ástandið þar töluvert verra en annars staðar á
landinu.
Laufey Ólafsdóttir situr í Félagi einstæðra
foreldra í Reykjavík og var áður formaður fé-
lagsins í þrjú ár. Hún heimsótti ráðstefnuna í
fyrra en hefur verið hluti af hópnum og tekið
þátt í undirbúningsvinnu.
Ef þið segið mér aðeins frá ráðstefnunni,
hverjir eru gestir hennar og hvað fer fram á
henni?
Ásta: „Þarna var allskonar fólk, þar á með-
al tannlaus manneskja sem var að koma úr
skýli heimilislausra í Danmörku. Ef það
hvarflar að þér eitt augnablik að horfa á þetta
fólk og hugsa með þér að það sé lægra sett
en þú þá þarftu að spyrja sjálfan þig: Hvers
vegna er ég hérna? og þá sérðu þetta allt
saman í nýju ljósi.“
Frá vinstri: Hjördís, Sigfríð, Laufey,
Íris, Ásta og Ester.
Skuggahlið samfélagsins
FÁTÆKT HEFUR VERIÐ MIKIÐ FEIMNISMÁL Á ÍSLANDI AÐ MATI SEX KVENNA SEM HAFA REYNSLU AF FÁTÆKT. EFTIR AÐ
HAFA SÓTT RÁÐSTEFNU Í BRUSSEL ERU ÞÆR TILBÚNAR AÐ STÍGA FRAM OG SEGJA SÍNA SÖGU. ÞÆR VILJA OPNA UMRÆÐUNA
OG UPPLÝSA UM SKUGGAHLIÐAR SAMFÉLAGSINS. FÁTÆKIR MÆTI MIKLUM FORDÓMUM OG KERFIÐ VINNI GEGN ÞEIM.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Viðtal