Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 45
vettvangi. Það er mikilvægt fyrir stjórnmálaflokk og fyrir heilbrigða lýðræðislega starfsemi og loks þjóðarhagsmuni að öflugt, heiðarlegt, kappsamt og góðviljað fólk starfi innan þeirra. Þar þurfa að vera einstaklingar sem gætu eins vel og um leið skarað fram úr á flestum öðrum sviðum þjóðlífsins. Slíkt fólk má ekki með brennimerkjum fæla frá þátttöku í stjórnmálum. Brennimarkarar hafa þegar gert mikinn skaða. Um rök Rökræður eru undirstaða og raunar forsenda þess að ákvarðanir geti orðið málefnalegar og réttar. En eins og annað má flokka rök og er það óspart gert. Menn flytja „góð rök“ fyrir máli sínu og stundum þykir skorta nokkuð upp á gæðin, en rökin þykja engu að síður vera sannfærandi. Andstæðingunum er auðvitað gjarnt að slá um sig með rökleysum eða upphrópunum sem aldrei geta kallast rök í hefð- bundnum skilningi. Um þessar mundir eru mannabreytingar að verða á æðstu stöðum, sjálfum hásölunum í okkar heims- hluta. Drottning Hollands vék fyrir syni sínum, sem nú er orðinn kóngur þar í landi, og Albert nágranni hennar í Belgíu, sem varð kóngur þar er barnlaus bróðir hans féll frá, hefur nú ákveðið að víkja úr hásætinu fyrir sínum syni. Og í Bretlandi hefur stór hópur fólks, fréttahauka sem annarra, beðið fyrir utan fæðingardeild í London þar sem Katrín prins- essa, hertogaynja af Cambridge, er komin á tíma. Þeir sem fylgjast með alþjóðlegum fjölmiðlum skynja að það er spenna í lofti vegna þessa. En konungleg rök? Á meðan enn var viðurkennt að konungdæmin væru guðleg sköpun þurfti auðvitað engin rök með eða á móti tilveru þeirra og lengi vel alræðisvaldi á nær öllum sviðum þjóðlífsins. Það er raunar ekki mjög langt síðan undan þeirri „staðreynd“ fjaraði og konungdæmum hefur fækkað í framhaldinu. Byltingar bönuðu keisaradæmum í Rússlandi og Kína. Heimsstyrjöldin fyrri eyddi keisaradæmi Þýskalands og hinn heilagi keisari í Japan missti sín völd með seinni styrjöldinni, en hélt tilveru og töluverðum heilagleika áfram. Það voru pólitískar sviptingar sem réðu mestu um þessa þróun. En á þessu voru undantekningar. Þannig var kon- ungdæmi endurreist á Spáni að fyrirmælum Frank- os einræðisherra, þá hann var allur. Systir Grikkja- kóngs varð drottning þar en Grikkjakóngur hrökklaðist sjálfur frá sínum völdum og flúði með sína lille söde Anne Marie til Lundúna. Ekki verður endilega séð að hagur Grikkja hafi vænkast við það. Nú eru völd konunga og drottninga nær eingöngu í orði en fá á borði. Til eru félög og jafnvel stjórn- málaflokkar sem hafa það á stefnuskrá sinni að fall- ið verði frá hinni fornfálegu skipan enda standi eng- in rök til hennar. Síðustu áratugina hefur ekki verið mikill vindur í seglum slíkra. Forsætisráðherra Ástralíu ákvað þó þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Elísabet II. og afkomendur hennar skyldu áfram teljast þjóðhöfðingjar Eyjaálfunnar. Fljótt á litið virðist sú skipan æði sérstök enda ógnarfjarlægðir á milli þjóðar og höfðingja hennar. En Ástralir sögðu nei við því að taka upp innlendan forseta í stað síns konunglega herra, hinum megin á hnett- inum. Nú er ekki létt að færa fyrir því rök, og hvað þá góð rök eða sannfærandi, að þjóðir sem þykjast þroskaðar og lýðræðissinnaðar skuli binda skipun í æðsta embætti sitt við tiltekna fjölskyldu, sem langt í ættir fram tengist einhverjum sem rændi völdum forðum. En í þessu tilviki hafa þjóðirnar einfaldlega ákveðið að rök komi þessu tiltekna máli ekkert við. Og þótt kostnaður við konungshald og hallir sé töluverður þykir margt benda til að beinar og óbeinar tekjum af starfseminni séu jafnvel meiri. Væntanleg fæðing barns í London þessa dagana, sem verður í þriðja lið frá hásætinu, þykir þannig þegar hafa haft mælanleg áhrif á hagvöxt til hins betra. Það væri auðvitað fislétt fyrir okkur Íslendinga að hafa haft okkar þjóðhöfðingja áfram í Amal- íuborg þrátt fyrir fullveldi, ef horft er til þeirra í Ástralíu og Kanada. Hlutfallslegur kostnaður okkar af því hefði vísast verið minni en af uppihaldinu á Bessastöðum. En kannski hefur heimsstyrjöldin seinni haft áhrif á það hvernig fór. Við þurftum að koma okkur upp ríkisstjóra eftir að Hitler hafði fyr- irhafnarlaust hertekið Danmörku og eftir það varð sjálfsagt ekki aftur snúið. Sumum þykir það hugs- anlega bót í okkar máli að ekki er laust við að kon- unglegur vírus hafi einatt komist í suma þeirra sem setið hafa Bessastaði um skeið í umboði lýðsins. En þrátt fyrir að slíkt hafi leitt til töluverðra og jafnvel virðingarverðra tilburða þá verður það þó aldrei eins. Það er eins og menn vilji varast eftirlíkingar í þessum tilvikum sem öðrum. Morgunblaðið/Eggert 21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.