Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 34
Sennheiser PMX 685i heyrnartól Mér finnst gaman að fara og hlaupa úti í góðu veðri og þá þykir mér algjört lykilatriði að vera með góða tónlist í eyrunum og til þess að hún komist vel til skila þá væri ég al- veg til í nýju Sennheiser PMX 685i heyrn- artólin. Þessi heyrnartól skila ótrúlega góðum bassa og er hægt að hækka vel í þeim og henta þau einstaklega vel fyrir hlaup. UE558005 LED smart sjónvarpið frá Samsung Þetta tæki er að mínu mati eitt allra fallegast tækið á markaðinum í dag ásamt því að skila hreint út sagt frábærum myndgæðum. Sjónvarpið býður einnig upp á ótal möguleika eins og Allshare, Allshare Cast, Smart View, netvafra og upptöku, svo einhver dæmi séu tekin. Jafnframt er hægt að stjórna tækinu með röddinni sem og handahreyfingum, eitthvað sem ég veit ekki hvort ég myndi nota mikið, en töff að það sé í boði. F1 Lithium golfkerra Þar sem að ég er forfallinn golfáhugamaður ætla ég að velja einn hlut tengdan sportinu. Fyrir valinu er Steward Golf rafmagnskerra sem heitir F1 Lithium. Þessi kerra er hreint út sagt geðveik. Maður stjórnar kerrunni með fjarstýr- ingu, fram og tilbaka, hægri og vinstri. Kerran gengur fyrir liþíum-rafhlöðu sem vegur ekki meira en 2,2 kg. Hún er mjög einföld í uppsetningu og tekur ekki mikið pláss í bílnum. Þetta er græja sem gerir golfhringinn mun þægilegri og skemmtilegri. Geneva hljómtæki Þegar kemur að tónlist þá fíla ég að spila hátt og til þess verður maður að vera með góðar græjur en þær verða líka að líta vel út og það sem mér finnst alveg nauðsynlegt er að þær séu með innbyggt Airplay. Geneva-hljómtækin eru til í mismunandi stærðum allt frá Small til XXL en þetta er allt í senn útvarp, iphone- vagga og geislaspilari. Geneva XL hefur þetta allt og er því á óskalistanum mínum.Segway hjól Þau vekja allstaðar athygli enda mjög sérstakur ferða- máti sem um ræðir. Þetta er sem sagt 2 hjóla apparat sem er drifið áfram af rafmagni og hægt er að ná allt að 20 km hraða á því. Mikilvægt er að hafa gott jafnvægi á hjólinu en eftir smá tíma verður lítið mál að ferðast um á því. Logitech Harmony One Það fer einstaklega í taugarnar á mér að vera með 5 fjarstýringar á stofuborðinu hjá mér en lausnin við þessu er Logitech Harm- ony One. Frábær fjarstýring með snertiskjá sem getur stjórnað allt að 15 tækjum. Google gleraugu Með google-gleraugunum getur maður gert allt það sem maður getur gert með snjallsíma. Hljómar afar spennandi.AFP Nokia Lumia 1020 Konan mín er orðin mjög þreytt á símanum sín- um sem er orðinn frekar gamall. Hún tekur mjög mikið af myndum og þess vegna langar mig til að gefa henni nýjasta símann frá Nokia sem heitir Lumia 1020 en hann hefur myndavél sem gagnrýnendur segja að eigi eftir að umbylta myndavélum í snjallsímum framtíðarinnar. Moccamaster KBGT Það er fátt betra en rjúkandi heitur kaffibolli. Til þess að búa hann til væri ég alveg til í þessa fínu vél. Mig langar í... BJARNI ÓLAFUR EIRÍKSSON, STARFSMAÐUR HJÁ NORDIC VISITOR OG KNATTSPYRNU- MAÐUR HJÁ VAL, HEFUR ALLT- AF VERIÐ GEFINN FYRIR NÝJ- USTU TÆKNI. TÆKI OG TÓL FYLLA HEIMILI HANS EN ÞRÁTT FYRIR ÞAÐ FANN HANN 10 TÆKI SEM HANN LANGAR Í. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is *Græjur og tækniMörgum dugar einfaldur prímus til að fullkomna góða útilegu en aðrir vilja flóknari græjur »36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.