Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 HEIMURINN Al einn helsti andstæðingur Vladimírs Pútí Rússlan a í s rnmál fimm ára fangelsi fy lní, sem hugðist tjóra íorgars in hafi var .e B ADH ditóll í Bangladess d, framkvæmdastjó mi, til dauða fyrir án í s ur n MEXÍKÓ MEXÓKÓBORG Landgönguliðar í Mexikó handtóku Miguel Angel Trevino Morales, foringja glæpa- samtakana Zetas. Glæpasamtökin eru illræm Enrique Pe Mexíkó, he rag í landinu o hnappagat bæ H m el B rm tií háM eenn Kínversk stjórnvöld reyna að friða Tíbeta með fjárfest- ingum, en um leið fer fram innrætingarherferð í svoköll- uðum ættjarðaruppeldis- búðum, sem haldnar eru í klaustrum. Þar er munk- unum gert að afneita Dalaí Lama. Margir eru sendir í „uppeldisbúðir“ eða fangelsi. Aðfluttir Han-Kínverjar njóta fremur góðs af fjárfest- ingunum en Tíbetar. Ástralski Kínafræðingurinn James Leibold telur að með- al pólitískrar forustu Kína hafi það viðhorf orðið of- an á að hugmyndin um sjálfstjórnarsvæði skuli víkja og þess í stað eigi að leggja áherslu á aðlögun. Ástæðan er sú að þeir óttast að fara ella sömu leið og Sovétríkin sálugu. Ólga fer vaxandi meðal Tíb-eta í Kína. Síðan 2009 hafa110 Tíbetar framið sjálfs- morð með því að kveikja í sér til þess að mótmæla harðstjórn Kín- verja. Kínversk stjórnvöld segja að erlendir undirróðursmenn séu á bak við sjálfsmorðin. Þau hafna einnig ásökunum um að þau beiti Tíbeta kúgun. Nú hyggst hins vegar hátt- settur kínverskur embættismaður í kommúnistaflokknum af tíbetskum uppruna stíga fram og afhjúpa að- ferðir og markmið stjórnvalda. Embættismaðurinn starfar enn í kínverska stjórnkerfinu, en vill ekki gefa upp nafn sitt og segir víst að komist upp að hann sé andófsmaður bíði hans fangelsi og jafnvel dauði, í viðtali við Der Spiegel. Líkt við hlutskipti gyðinga Hann hefur skrifað samtímasögu Tíbets eins og hún blasir við honum og einblínt á það, sem reynt hefur verið að þagga niður eða fegra: „Það var allt og er mun verra en vitað er á Vesturlöndum,“ segir hann. Embættismaðurinn líkir örlögum Tíbeta í Kína við hlutskipti gyðinga á tímum nasista. Dalaí Lama, sá þrettándi í röðinni, lýsti yfir sjálf- stæði Tíbets árið 1912 eftir að veldi Qing-ættarinnar í Kína leið undir lok. En 1950, eftir að kínverska al- þýðulýðveldið hafði verið stofnað, réðust kommúnistar inn í landið og sölsuðu það undir sig. Einhverjir fögnuðu innrásinni, en brátt kom í ljós að yfirlýsingar um að Tíbetar fengju að halda menningu sinni voru án innistæðu. Allt var gert til að uppræta hana og andspyrna jókst. 1959 var gerð uppreisn, sem mistókst. Þá flúði núverandi Dalaí Lama, sá 14. í röðinni, til Indlands þar sem hann síðar stofnaði útlaga- stjórn Tíbets og leiðir hana enn. Í menningarbyltingunni, sem stóð frá 1966 til 1976, voru þús- undir munka myrtar eða fangels- aðar. Fornminjar voru eyðilagðar og stórskotalið jöfnuðu klaustur við jörðu. Á níunda áratugnum blossaði upp ólga að nýju. Vonin um að Dalaí Lama fengi einhvern tímann að snúa úr útlegð hafði dofnað. Stjórn- völd í Peking kölluðu hann og kalla enn svikara og neita að viðurkenna hann sem viðsemjanda. 1988 fór allt í bál og brand þegar kínverskir fyrirmenn stilltu sér upp á „hátíð hinnar miklu bænar“ á þaki fyrir of- an herbergi þar sem Dalaí Lama hafði alltaf legið á bæn á hátíðinni. Þetta þótti lítilsvirðing og grjóti var hent að ráðamönnum. Hreinsanir og valdbeiting Hermenn brugðust við og komu fyrirmönnunum undan. Næstu vik- ur mótmæltu munkar og nunnur á götum úti þar til gripið var í taum- ana. Háttsettir Tíbetar voru hreins- aðir út úr valdakerfinu og kínversk- um komið fyrir í staðinn. Þeirra á meðal var Hu Jintao, sem síðar varð æðsti ráðamaður flokksins. Ári síðar lét hann hefja skothríð á mót- mælendur. Viðmælandi Der Spiegel segir að þá hafi 138 látið lífið og 3.870 verið settir í fangelsi: „Þegar einhver dó kipptu þeir sér ekki meira upp við það en hefðu þeir verið að ganga á grasi og stigið á maur.“ Eftir þessa atburði færðist yfir ró, en nú kraumar ólgan á ný. And- ófsmaðurinn segir að ein ástæðan sé að kínverskar öryggissveitir hegði sér eins og hernámslið: „Fé- lagar í hinni vopnuðu lögreglu hegða sér allt annað en mannúðlega gagnvart Tíbetunum, þeir myrða með köldu blóði eins og eit- urslöngur. Þeir beita innfædda bar- smíðum af geðþótta, ræna þá og svipta lífi ef þeir verja sig,“ segir í handriti hans. 2008 kom til mótmæla í Lhasa, höfuðborg Tíbets, þegar undirbún- ingur Ólympíuleikanna í Peking stóð sem hæst. Nú mótmæltu ekki aðeins munkar, heldur einnig al- menningur. Tíbetar í öðrum hér- uðum tóku undir mótmælin. Sex þúsund manns var stungið inn. Upp úr því byrjuðu Tíbetar að kveikja í sér á almannafæri. Kínversk stjórnvöld reyna að friða Tíbeta með fjárfestingum, en um leið fer fram innrætingarherferð í svokölluðum ættjarðaruppeld- isbúðum, sem haldnar eru í klaustr- um. Þar er munkunum gert að af- neita Dalaí Lama. Margir eru sendir í „uppeldisbúðir“ eða fang- elsi. Meintir stuðningsmenn þeirra, sem kveikt hafa í sér, hafa einnig verið settir í fangelsi. Nú síðast hóf kínverska lögreglan skothríð á Tíbeta, sem héldu upp á 78 ára afmæli Dalaí Lama 6. júlí í Daofu í Sichuan-héraði. Tveir munkar voru skotnir í höfuðið og fjöldi manns til viðbótar særður al- varlegum sárum, samkvæmt frá- sögnum tíbetskra útlaga. Yfirvöld í Daofu svöruðu fyrirspurn AFP: „Ekkert slíkt atvik átti sér stað.“ Þjarmað að siðmenn- ingu Tíbeta KÍNVERSK STJÓRNVÖLD VILJA EKKI FARA SÖMU LEIÐ OG SOVÉTRÍKIN. ÞVÍ ER FREKAR LÖGÐ ÁHERSLA Á AÐLÖGUN EN SJÁLFSTJÓRN OG TÍBETAR ERU MEÐAL ÞEIRRA, SEM FÁ AÐ KENNA Á ÞVÍ. Dalaí Lama AÐLÖGUN TÍBETS Búddamunkar sitja á viðardrumbum og tala saman í Seda-klaustrinu, sem er stærsti skóli heims fyrir tíbetska búddista. Seda er í Ganzi í Sichuan-héraði í Kína. Þar hafa verið mótmæli, sem hefur verið svarað með valdi. AFP * „Kínverjar hafa tekið mikilvægum framförum í mannréttinda-málum. Fólk á ýmsum svæðum í Kína, þar á meðal Xinjiang ogTíbet, lifir hamingjusamara lífi en áður og nýtur fordæmalauss frelsis.“ Yang Jiechi, ríkisráðsmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra Kína. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.