Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 V eiðimenn sem eru úti allan daginn vilja oftar en ekki eitthvað kjarn- gott, sem þeir þekkja, þegar þeir koma inn. Maður þarf svona að lesa fólkið og skynja hverju það leitar eftir,“ segir Kjartan í samtali við Sunnudagsblaðið. Þetta er þriðja sumarið sem Kjartan stýrir eldhúsinu í Haffjarðará en hann starfar ann- ars á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu. Þar áður starfaði hann m.a. á Holtinu, VOX á Nordica og hjá Sigga Hall. Hann starfaði einnig um tíma á Michelin-staðnum Restaurant Lea Linster í Lúxemborg, þar sem Íslendingurinn Hákon Már Örvarsson var yfirkokkur. „Þar var ég í rúmt ár, í klassísku frönsku eldhúsi, sem var mjög lærdómsríkt. Þar kynntist maður því að vinna með hrávöru beint af markaði, sem getur verið ansi mis- jöfn. Auk þess var miklu meiri agi og allt öðruvísi í eldhúsinu, reglur um hvernig mað- ur átti að haga sér, tala við kokkana og um öll tjáskipti. Þessu var alveg frábært að kynnast og algjör háskóli í þessum fræðum,“ segir hann. Þróar súkkulaði úr 100% kakóbaun- um frá Suður-Ameríku og Afríku Kjartan gefur hér uppskriftir að tveimur girnilegum eftirréttum, en hann hefur afar gaman af því að þróa og prófa ýmsa slíka. „Það að finna jafnvægið í súru og sætu, jafn- vel bæta við smá salti þegar það á við er svo skemmtilegt – þetta er svona aðeins öðruvísi uppbygging,“ segir hann. Ragnar á hins vegar líka annað áhugamál en það er súkkulaði í orðsins fyllstu merk- ingu. „Ég hef svona verið að leika mér að því að búa til mitt eigið súkkulaði þegar tími gefst. Það verður spennandi að sjá hvort hægt verði að fara eitthvað lengra með það,“ segir hann. Hefur hann m.a. flutt inn kakóbaunir frá bæði Suður-Ameríku, Afríku og víðar, sem hann ristar, mylur og maukar og notar í mis- munandi uppskriftir. „Það er mjög gaman að sjá hvað er mikill bragðmunur á milli bauna eftir því hvaðan úr heiminum þær koma en kakóbaunin hrein er í raun úr 100% hreinu súkkulaði. Hún er síðan blönduð mismiklu magni sykurs,“ segir Kjartan. Hann lofar þó að eftirréttirnir tveir séu báðir á hvers manns færi að útbúa en þeir eru bæði auðveldir og fljótgerðir. „Síðan skiptir líka máli að þeir séu léttir, svo maður klári þá,“ bætir hann kankvís við að lokum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson VEIÐIKOKKURINN KJARTAN GÍSLASON Þróar eigið súkkulaði í frítímanum ÓFÁIR MATREIÐSLUMENN STARFA Í VEIÐIHÚSUM YFIR SUMARIÐ. EINN ÞEIRRA ER KJARTAN GÍSLASON Í HAFFJARÐARÁ. HANN GEFUR HÉR UPPSKRIFT AÐ TVEIMUR EFTIRRÉTTUM EN SÚKKULAÐI ER MIKIÐ ÁHUGAMÁL. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is FYRIR FJÓRA: HVÍT SÚKKULAÐI- OG JÓGÚRTMÚS 100 g döðlur 1 dl vatn 200 g hvítt súkkulaði (t.d. Green & Blacks eða Cadbury) 4 msk. rjómi 1 dós grísk jógúrt 350 g Aðferð: Setjið döðlurnar í pott ásamt vatni og sjóðið upp á. Látið vatnið sjóða allt í burtu og maukið döðlurnar með gaffli eða sleif. Setjið í botninn á fjórum glösum og kælið. Brjótið súkkulaðið í smábita og bræðið annaðhvort í örbylgjuofni eða í skál með sjóðandi vatni undir. Bætið rjómanum við og blandið vel saman við. Hrærið saman við jógúrtina í skál og hellið í glös. Kælið í minnst klst. Skafið krapið með skeið eða gaffli og setjið ofan á músina, skreytið með súkkulaði og ferskri myntu. APPELSÍNU- OG ÁSTARALDINKRAP 140 g sykur 375 ml vatn 8 stk. ástaraldin 250 ml nýkreistur appelsínusafi Aðferð: Setjið sykur og vatn saman í pott og sjóðið upp á, sjóðið þar til allur sykurinn er leystur upp. Setjið til hliðar og látið kólna. Skerið ástaraldinin í helminga og skafið ávöxtinn út úr. Setjið í blender og vinnið á fullum hraða í 30 sek. Hellið í gegnum sigti og ýtið eins miklum safa í gegn og hægt er. Blandið saman ástaraldinsafanum, appel- sínusafanum og sykursírópinu og hrærið vel saman. Hellið í ílát sem er helst flatt og úr málmi (það flýtir fyrir frystingu). Setjið inn í frysti og frystið í gegn. Hvít súkkulaði og jógúrtmús með döðlum og appelsínu- og ástaraldinkrapi FYRIR FJÓRA: BÖKUBOTN 150 g gott hafrakex, helst heimabakað 10 g ljós púðursykur 30 g brætt smjör 1 g salt Aðferð: Setjið hafrakex, púðursykur, smjör og salt í matvinnsluvél og vinnið saman í stuttum skotum þar til fer að minna á blautan sand og hægt að hnoða saman. Ef aðeins of þurrt bætið við nokkrum matskeiðum af bræddu smjöri þar til það heldur lögun sinni. Setjið í 4 lítil pæform eða 1 stórt og ýtið niður vel og upp með köntunum. Reynið að ná jafnri þykkt alls staðar. Setjið inn í kæli í minnst eina klst. og byrjið á fyllingunni. Setjið lag af rabarbarakaramellunni yfir botninn og kælið. Doppið yfir með mjólk- ursúkkulaðikreminu og berið fram. RABARBARAKARAMELLA 200 ml mjólk 100 ml rjómi 200 g rabarbari, afhýddur og skorinn í litla teninga 220 g sykur 5 g gott sjávarsalt 1 msk. vanilludropar 100 g smjör 100 ml rjómi Aðferð: Setjið allt saman, nema 100 ml rjómann, í pott og setjið yfir suðu við meðalháan hita. Eftir smátíma fer allt að sjóða. Hrærið annað slagið í og fylgist vel með. Ef hitamælir er við höndina er beðið eftir að blandan detti í 140 C. Annars má segja að þetta sé tilbúið um leið og fallegur gylltur litur er kominn á kara- melluna. Takið þá af hitanum og hrærið var- lega saman við restina af rjómanum. Blandið vel saman og látið kólna. MJÓLKURSÚKKULAÐIKREM 250 g gott mjólkursúkkulaði 125 ml rjómi Aðferð: Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða í skál yfir sjóðandi vatni. Látið rjómann næst- um sjóða og hellið yfir súkkulaðið. Blandið vel saman með sleikju og kælið. Setjið í sprautupoka. Mjólkursúkkul- aði og rabarbar- akaramellupæjur Matur og drykkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.