Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 15
pólitík. En ég er enn virk í starfi
SKB og hef síðastliðin fjögur ár ver-
ið formaður stjórnar þess. Ég hef nú
verið í bæjarmálapólitíkinni í sjö ár
og hef enn mjög gaman af og öðlast
góða reynslu. Reyndar hef ég bara
verið í minnihluta sem auðvitað er
ekki óskastaðan þótt hverri stjórn sé
líka hollt að hafa öfluga stjórnarand-
stöðu sem veitir nauðsynlegt aðhald
í ýmsum málum. Ég held áfram í
stjórnmálunum á meðan ég hef
ástríðuna, tel mig geta gert gagn og
nýt stuðnings til góðra verka. Það er
mikilvægt að hafa kjark og þor til að
standa með sannfæringu sinni, segja
hlutina eins og þeir eru þótt maður
viti að skoðun manns muni ekki
endilega njóta mikilla vinsælda í
upphafi. Ég starfa þannig og stend
og fell með orðum mínum og gjörð-
um. Það er margt jákvætt og
skemmtilegt við að hafa áhrif á sam-
félagið í gegnum pólitíkina en það er
líka ýmislegt neikvætt við hana.
Pólitíkin getur kallað fram það
versta í fari fólks og maður lærir
fljótt að ekki eru allir viðhlæjendur
vinir.
Vinstri menn hafa verið við völd í
Hafnarfirði frá 1986 að einu kjör-
tímabili undanskildu og nú síðast-
liðin ellefu ár samfellt. Því er ljóst
að það er kominn tími á breytingar
enda ekki hollt í litlu bæjarfélagi
eins og þessu að sömu aðilar stjórni
of lengi. Þá er hætta á að menn
fari að líta á hlutina sem sína eigin
og öðrum komi það varla við hvern-
ig staðið hefur verið að málum og
ákvarðanatökum, litlum sem
stórum.“
Heldurðu að það sé hægri sveifla
í landinu?
„Ég held að það sé að minnsta
kosti jákvæðnisveifla og það er létt-
ara yfir fólki. Síðustu ár hefur nei-
kvæðni og niðurrif verið allt of
áberandi. Landsdómsmálið er
glöggt dæmi um það hvers konar
heift og hatur réð hér ríkjum.
Dómstóll götunnar hefur einnig far-
ið illa með fólk og komið hefur í
ljós að hið svokallaða „góða fólk“ er
hreint alls ekki svo gott. Ég held
samt að þjóðin hafi fengið nóg af
þessu og hafi í síðustu kosningum
sýnt að hún vilji að í samfélaginu
ríki meira umburðarlyndi og já-
kvæðni, meiri sátt. Ég skynja
bjartsýnistón, sem ég vona að sé
kominn til að vera.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
* En orð Bjartmars sjálfs hafa reynstmér einna best. Þegar ský dró fyrirsólu í sjúkrahúsgarðinum í Svíþjóð og
hann sagði: „Mamma, sólin kemur aftur“.
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is
Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á
Loft- og vökvakerfi