Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 47
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Ásta segir að ráðstefnan hafi verið gagn- rýnd fyrir þá staðreynd að verið sé að eyða fjármagni í að færa gesti hennar saman í stað þess að nýta það fremur í byggingu á skýli fyrir heimilislausa eða annað fyrir fátæka. Sú aðstaða kom upp á ráðstefnunni í ár, að mikil mótstaða myndaðist og embættismenn sáu lít- inn tilgang í að halda henni áfram. Ásta segir að fulltrúar allra þeirra landa sem sóttu ráð- stefnuna hafa barist fyrir því að halda henni áfram enda sé hún nauðsynlegur tengiliður embættismanna og þeirra sem eiga sárt um að binda. Ásta: „Við þurftum að sýna fram á hvaða tilgangi ráðstefnan þjónar í raun og veru og hverju hún breytir. Ég var rosalega fegin því þegar þeir embættismenn sem komu þarna sögðu að nú væru þeir búnir að sjá þörfina eftir að hafa hitt fólkið sem væri í þessum erf- iðu aðstæðum.“ Laufey: „Þetta er eini staðurinn sem þeir fá upplýsingar um hvernig raunverulegt ástand er á götum Evrópu. Þarna fá þeir að hitta fólk í þessum aðstæðum sem segir frá því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, segir frá þeirri aðstoð sem berst og ekki berst og út- skýrir hvernig það er að lifa við þessi skil- yrði.“ Ester: „Maður fyllist von og kjarki við að hitta allt þetta fólk og ræða málin.“ Furðuðu sig á viðveru Íslands á ráðstefnunni Íris: „Það kom fólki á óvart að aðstæðurnar væru svona á Íslandi. Það kom fólki virkilega á óvart, því það hélt að hér væri allt svo gott og flott og frábært.“ Ester: „Já, sumir spurðu hvaða erindi Ís- land ætti eiginlega á svona ráðstefnu.“ Ásta: „Það kom nokkrum sinnum fyrir að einstaklingar sem voru í sömu stöðu og Ester, Sigfríð og Íris spurðu hvort þetta væri í al- vöru fátækt á Íslandi. Þau sögðust bara hafa heyrt góða hluti um Ísland í fjölmiðlum. Hvaða land var það aftur sem talaði svo mikið um það, stelpur?“ Ester: „Írland nefndi það fyrst, en það var Króatía sem talaði mest um þetta. Þar í landi er talað gríðarlega vel um Ísland í fjölmiðlum og sagt að hér sé mikið góðæri. Íslenska þjóð- in barðist fyrir því að þurfa ekki að borga Ice- save-reikningana og vann þann bardaga, svo fréttaveitur vilja meina að hér sé ekki lengur kreppa.“ Ester heldur áfram að ræða fátæktina og segir að nú sé kominn tími á vitundarvakn- ingu og fólk í sömu stöðu og þær þurfi að láta í sér heyra. Það sé mikilvægt að tala um þetta. Fátækt hefur hingað til verið mikið feimnismál og falinn veruleiki í samfélaginu. Ester: „Það heyrist oft í umræðunni að ef fátæku fólki er veittur frekari stuðningur verði það latt og það muni ekki koma til með að vinna fyrir sér heldur misnota kerfið. En ef al- þingismenn mundu upplifa að vera í þessari stöðu … enginn vill lifa svona lífi, enginn.“ Þær halda áfram að segja frá ráðstefnunni og því sem á vegi þeirra varð úti í Brussel. Hvert land var með borða eða plakat með hnitmiðuðum skilaboðum á og bjó Ester til borða fyrir hönd Íslands en á honum stóð: „Never deprive someone of their hope, it might be all they have,“ eða „Aldrei svipta neinn voninni, það gæti verið það eina sem viðkomandi hefur.“ Írland hafi verið með áhrikaríkt plakat en á því var mynd af ungri móður sem hélt á skilti, en á því stóð: Í dag þurfti ég að ákveða hvort ég vildi frekar kaupa mat til að fæða börnin mín eða borga rafmagnsreikninginn til að þeim yrði hlýtt yfir nóttina. Ester: „Þú ættir aldrei að þurfa að velja á milli þessa.“ Ásta: „Það er rosalega mikið talað um orkukostnaðinn í Evrópu, það er mikið vanda- mál fyrir fátæka. Þetta er sem betur fer ekki eins hjá okkur ennþá, enda erum við með ódýra orkugjafa.“ Laufey: „Þetta er vegna mikillar einkavæð- ingar í orkugeiranum í Evrópu, sem bitnar alltaf á litla manninum. Einkavæðing og nið- urskurður í þjónustu bitnar alltaf á fátæka fólkinu. En þetta er svolítið gegnumgangandi saga á þessum ráðstefnum; af þeim mikla kostnaði við að halda hita á heimilinu.“ En þið takið þá ekki undir það með erlend- um fjölmiðlum að það sé góðæri hér á landi? Mynduð þið segja að hér væri mikil neyð? Íris: „Fátækir verða fátækari, það er bara þannig.“ Hjördís: „Gapið stækkar stöðugt. Ég hef verið að vinna fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja sem er í raun og veru eins og útibú fyrir Hjálparstarf kirkjunnar en er þó sjálfstæður sjóður fyrir Suðurnesjamenn. Þessi sjóður var stofnaður árið 2008, í sömu viku og Guð blessi Ísland-ræðan var flutt. Við finnum ennþá fyrir töluverðri neyð. Við erum að borga skóla- máltíðir fyrir 50 börn hér í Reykjanesbæ. Það segir ansi mikið. Og það eru alls ekki allir að biðja okkur um aðstoð, langt í frá. Þetta eru aðeins foreldrar 50 barna sem biðja um að- stoð, eða þá að skólayfirvöld biðja um aðstoð- ina fyrir þeirra hönd. Það er án efa fullt af fólki sem annaðhvort þorir ekki að biðja um hjálp eða hreinlega veit ekki um sjóðinn. Ástandið er orðið ansi alvarlegt ef þú getur ekki gefið barninu þínu eina heita máltíð á dag. Það er fáránlegt að hugsa til þess að það sé árið 2013 og við þurfum að vera að ræða þetta. Öll börn eiga rétt á einni heitri máltíð á dag.“ Ester: „Vandamálið er að það eru svo margir sem skammast sín fyrir að biðja um aðstoð en það er fólkið sem við þurfum að finna, það getur verið fólkið sem þarfnast hennar hvað mest.“ Laufey: „Það er lítill hluti sem biður um aðstoð. Margir halda líka að þeir eigi ekki rétt á að fá aðstoð. Aðrir vita hreinlega ekki að þeir geti fengið aðstoð og enn aðrir halda að þeir séu yfir tekjumörkum.“ Getur hent hvern sem er Eftir að hafa rætt um ráðstefnuna og tilgang hennar um stund var ákveðið að Brusselfarar myndu gefa blaðamanni smá innsýn í þeirra líf. Íris: „Það geta allir lent í þessum að- stæðum, ég bjóst ekki við að ég myndi lenda í þessum aðstæðum. Ég var á fínum stað og hafði það gott. Ég var í fullri vinnu, hafði fín laun og vann á sama stað í 25 ár. Ég lenti í tveimur bílslysum, annað var árið 1999 og hitt árið 2006. Ég þurfti að fara í nokkrar aðgerð- ir í kjölfarið. Mig verkjaði stöðugt en píndi mig áfram í vinnunni þangað til ég gat ekki meir. Ég var tekjulaus í rúmt ár, en af því að ég hafði borgað í lífeyrissjóð þá var ég með um 70-80 þúsund á mánuði og þurfti að lifa á því í tvö ár. Í kjölfarið hætti ég að borga af mínum skuldum. Foreldrar mínir gátu þó veitt mér fjárhagslegan stuðning í gegnum það erfiðasta. En á endanum missti ég húsið og bílinn. Ég missti allt og endaði með því að fá taugaáfall. Ég fór á endurhæfingarlífeyri í 18 mánuði og var síðan send inn á Reykja- lund. Í dag er ég 75% öryrki. Ég gat þó keypt húsið aftur fyrir slysabæturnar en ég skulda þó nokkrar milljónir. En það sem ég er búin að lenda í á und- anförnum árum er ekki það versta. Verst þyk- ir mér að þetta hefur bitnað á foreldrum mín- um og börnum. Það er ráðist á ábyrgðarmennina, fárveika, aldraða foreldra mína. Það er ekkert tillit tekið til aðstæðna, hvorki til þess sem ég lenti í, né til veikinda þeirra. Pabbi liggur nú á spítala og á ekki langt eftir. En maður getur ekkert gert.“ Örorkubæturnar sem Íris fær duga ekki út mánuðinn og á hún fullt í fangi með að halda í húsið sitt. Hún er einstæð með þrjú börn og eitt barnabarn. Hún segist vera með stöðugan kvíða yfir því að ná ekki endum saman því hún gæti ekki gengið í gegnum það að missa allt aftur. Íris: „Ég gæti það ekki. Ef ég hugsa tilbaka þá skil ég ekki hvernig ég fór að þessu.“ Laufey: „Þetta ferli með umboðsmann skuldara hjálpar aðeins til að fá skuldirnar fyrstar í einhvern tíma. Það er alltaf verið að tala um niðurfellingu, en málið er að þetta er alls ekki niðurfelling heldur yfirfærsla yfir á ábyrgðarmann. Þeir fara bara á eftir ábyrgð- armanninum.“ Íris: „Já, það var eitthvað sett í frystingu hjá mér, ábyrgðarskuldir sem ég þarf að byrja að borga árið 2015 og er með stöðugan kvíða yfir því. Ég á nóg með þær skuldir sem eru nú þegar til staðar. Pabbi sagði við mig á sjúkrahúsinu um dag- inn: Ef ég fell frá, heldur þú ekki að þeir ráð- ist þá á mömmu þína og hendi henni úr hús- inu? Þetta er hræðilega leiðinlegt fyrir svona gamalt fólk að vera með þetta á herðunum áð- ur en það deyr. Ég er búin að gera allt sem ég get og ég veit ekki hvað ég á að gera næst. Hvað á ég að gera? Ég get ekki borgað þessar skuldir, foreldrar mínir geta ekki borgað þetta. Ætla þeir þá bara að henda honum út, fárveik- um, öldruðum manninum, út á götu?“ Átti ekki fyrir jólagjöf handa barninu sínu Sigfríð og sambýlismaður hennar eiga tvö börn. Þau komu illa út úr hruninu sem hér varð árið 2008. Þau höfðu þá tekið við bíl systur hans en á honum hvíldu lán sem hækk- uðu upp úr öllu valdi. Þá var þeim báðum sagt upp í vinnunni. Sigfríð: „Ég kem frá lágtekjufólki og fá- tækt hefur alltaf verið eðlilegur hluti af lífinu. Við leyfðum okkur aldrei neitt og áttum aldrei neitt flott. Það eina flotta sem við áttum var þessi bíll, en samt var hann 6 ára gamall þeg- ar við tókum við honum. Við lentum í mesta veseninu út af bílnum en það var hann sem kom okkur á hausinn. Þegar við tókum við honum voru 900 þúsund eftir af láninu. Við vorum búin að borga af honum í tvö ár, 60 þúsund á mánuði. Einn daginn segja þeir okk- ur að hætta að borga af láninu og fara í það að endurreikna allt saman. Þá vildu þeir meina að við skulduðum tvær milljónir í bíln- um. Við völdum þá leið að fara til umboðsmanns skuldara. Fyrir okkur hefur það gert gott. Þeir tóku bílinn og eftir þeirra mat var bíllinn aðeins 150 þúsund króna virði. Ég veit þó ekki hvernig þetta er á blaði núna, þeir eiga eftir að endurskoða þetta. Nú vilja þeir að við borgum 30 þúsund á mánuði næstu tvö árin en það má ekkert bregða út af því þá verður samningnum rift. En ef staða okkar verður betri, ef launin hækka, þá þurfum við að borga meira á mánuði. Sambýlismaður minn lenti í slysi áður en við kynntumst og hafði tekið lán til þess að borga sjúkrakostnað. Tryggingafélagið neitaði að borga honum slysabætur vegna þess að það vantaði einn komutíma á spítalann. Hann sat því uppi með þetta neyslulán. Við borg- uðum þó alltaf af þessu láni og stóðum alltaf í skilum. En þegar allt hrynur, missum við bæði vinnuna og lánin hækka, þá er erfitt að láta boltann rúlla því ekki duga atvinnuleys- isbæturnar.“ Eftir að hafa misst vinnuna ákváðu þau á endanum að segja upp leigunni og flytja inn til móður Sigfríðar til að reyna að standa saman og hjálpast að. Hver er þín versta upplifun? „Þegar þú stendur á gatnamótum og það er sama hvert þú snýrð þér, alls staðar færðu nei, þú hefur ekki rétt á neinu en þarft samt að geta gefið börnunum þínum að borða. Minn versti mánuður var í desember árið 2010. Við áttum nóg fyrir leigunni og fyrir mat fyrstu vikuna en síðan var allur mánuður- inn eftir. Við fengum matarúthlutun en hún dugði skammt og var ekki nóg fyrir alla dag- ana. En að reyna að útskýra fyrir þriggja og hálfs árs gömlu barni að þú hafir ekki efni á jólagjöf fyrir það…“ Sigfríð brestur í grát. Hún hafði nýlega eignast sitt annað barn í sama mánuði og að- stæður voru því erfiðar. Sigfríð: „Við vorum búin að sætta okkur við þetta. Sonur okkar fengi þó allavega jólagjöf frá fjölskyldunni okkar. En á þessum aldri er alltaf helsta jólagjöfin frá foreldrunum. Mér hefði verið sama þó það væru kálbollur öll jól- in, en við gátum ekki einu sinni haft þó það. Þann 23. desember var jólabónus greiddur í fyrsta sinn samhliða atvinnuleysisbótum svo við gátum keypt jólagjöf og það sem vantaði upp á matinn. “ Hjördís: „Svo er það líka þannig, að ef þú kemur frá efnaminni fjölskyldu þá eru tæki- færin færri líka. Það er erfiðara að brjótast úr þessu munstri þegar þú hefur ekki foreldra sem hafa efni á að hjálpa til.“ Lenti í forræðisdeilum Ester ólst upp í Bandaríkjunum. Móðir henn- ar er Íslendingur, frá Sandgerði, en faðir hennar var Ameríkani og átti hún fleiri ætt- ingja í Bandaríkjunum. Hún kom til landsins þegar hún var tveggja ára en þá lá afi hennar á dánarbeði með krabbamein. Þau bjuggu hér í næstum því heilt ár áður en þau fóru aftur til Bandaríkjanna. Fljótlega fór íslenskan að fjara út á heimilinu. Hún talar því aðeins litla íslensku en skilur hana að mestu. Ester átti alltaf þann draum að flytja búferlum til Íslands. Sjá bls. 48 Morgunblaðið/RAX Laufey: „Þetta ferli með umboðsmann skuldara hjálpar aðeins til að fá skuldirnar frystar í ein- hvern tíma. Það er alltaf verið að tala um niðurfell- ingu, en málið er að þetta er alls ekki niðurfelling heldur aðeins yfirfærsla yf- ir á ábyrgðarmann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.