Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013
Afrek á sviði íþrótta standa upp
úr eftir vikuna. Íslenska hlaupa-
konan Aníta Hinriksdóttir náði
þeim árangri að verða heims-
meistari ungmenna í 800 metra
hlaupi.
Árangur þessarar ungu íþrótta-
konu úr ÍR er stórkostlegur enda
800 metra hlaup af mörgum talin
ein erfiðasta grein frjálsra
íþrótta. (Prófiði bara að reyna að
hlaupa tvo hringi kringum fót-
boltavöll!)
Saga greinarinnar er áhuga-
verð. 800 metra hlaupi kvenna var
bætt inn sem keppnisgrein á Ól-
ympíuleikunum í Amsterdam
1928 þegar konur kepptu í fyrsta
sinn í frjálsíþróttum á leikunum.
Eftir leikana var ákveðið að taka
greinina út vegna þess að talið var
að hún hefði neikvæð áhrif á kon-
ur, þær urðu svo þreyttar í lok
hlaupsins! Raunar voru aðstæður
til hlaups erfiðar og keppniskon-
urnar ekki búnar nægilega undir
erfiðið. Það er því tiltölulega stutt
síðan, eða ekki fyrr en í Róm árið
1960, að konur fengu aftur að
keppa í 800 metra hlaupi á Ólymp-
íuleikum.
Saga kvenna í fótbolta er – líkt
og í frjálsum íþróttum – talsvert
styttri en karla sem keppt hafa í
sömu grein. Sá árangur íslenska
kvennaliðsins sem náðist í vikunni
þegar þær komust í átta liða úrslit
Evrópumótsins í annað sinn er af-
rek sem ratar að sjálfsögðu rak-
leitt í sögubækurnar.
Skítt með sólarleysið, látum af-
rekin tala sínu máli og fögnum
vorinu í íslenskum íþróttum –
kvennavorinu.
Samkvæmt óvísindalegri mæl-
ingu gæti þessi pistill verið um
það bil tveggja mínútna lesning.
Kannski les Aníta hann einhvern
tímann, en akkúrat núna er gott
til þess að vita að hún notar sínar
tvær mínútur í að hlaupa 800
metra – í nafni Íslands – á EM 19
ára og yngri á Ítalíu. Hún gæti
verið komin í mark áður en þú
nærð að klára niður að punkti.
RABBIÐ
Kvennavorið
Eyrún Magnúsdóttir
Fólk bregst misvel við myndatökum. Sumir vilja alls ekki sitja fyrir, aðrir vilja gjarnan láta ljós sitt skína og festa það á rafrænt form. Ljósmyndari Morg-
unblaðsins var á ferð í Laugardalnum þegar hann sá litlar stúlkur stilla sér upp fyrir myndatöku. Oft eru ljósmyndarar eins og flugur á vegg, og ná mynd-
um af augnablikum þar sem fólk veit ekki að verið sé að mynda sig. Þessar stúlkur vissu vel af mömmunni með myndavélina, en sáu ekki hinn sem var í
fjarska, með góða aðdráttarlinsu. En úr varð eitt lítið fryst augnablik af sannri gleði. Ekki er víst hvaða hlutverk þær voru að túlka. Ekki vitum við hvað
mamman hefur sagt þeim að gera. Ein virðist vera að blessa, með messa, yfir mannfjölda, önnur er í tískusýningarstellingu og sú þriðja ákvað að dansa
og gretta sig. Kannski var mamman með hreyfimyndavél sem náð hefur tilburðunum. Þær kunnu allar að bregða á leik og nutu sín vel í góða veðrinu.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Árni Sæberg
SÖNN GLEÐI
ÞRJÁR LITLAR STÚLKUR Í LAUGARDALNUM VORU EKKI FEIMNAR VIÐ MYNDAVÉLINA
EN ÞÆR SÝNDU MIKLA LEIKRÆNA TILBURÐI SEM MYNDAÐIR VORU Í BAK OG FYRIR.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Tónleikar og í senn kynning á sí-
gildri íslenskri tónlist.
Hvar? Í Hörpu.
Hvenær? Á sunnudag kl. 20.
Perlur íslenskra sönglaga
Hvað? Tónleikar
Öddu Ingólfs og Mar-
grétar Rúnarsdóttur á
vegum Kítón.
Hvar? Í Viðeyj-
arstofu.
Hvenær? Á sunnudag kl. 16.
Nánar: Ferja frá Skarfavogi kl. 15.15.
Tónhvörf
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Þór og Breiðablik mætast í
Pepsi-deild kk.
Hvar? Á Akureyri.
Hvenær? Á sunnudag kl. 18.
Nánar: Sama dag fara fram leikirnir ÍA-
ÍBV og Valur-Fylkir.
Knattspyrna
Hvað? Leiksýningin
Gilitrutt með leik-
hópnum Lottu.
Hvar? Á Egilsstöðum
og Seyðisfirði.
Hvenær? Á sunnu-
dag kl. 13 (Egils-
stöðum) og kl. 17 (Seyðisfirði).
Nánar: Ferðalag Lottu heldur áfram
um Austurland í næstu viku.
Gilitrutt
Hvað? Hlaupahátíð á Vestfjörðum.
Hvar? Hefst við íþróttahúsið á Þingeyri.
Hvenær? Á sunnudag, nokkrir rástímar.
Nánar: Hlaupahatid.is
Vesturgötuhlaup
Hvað? Ísland-Svíþjóð í 8 liða úrslitum á
EM.
Hvar? Í beinni á RÚV.
Hvenær? Kl. 13 á sunnudag.
Stelpurnar okkar
* Forsíðumyndina tók RAX