Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013
Ester: „Ég vann að því í þrjú ár að geta flutt
til Íslands. Þegar allt var á sínum stað og ég
var tilbúin að koma hingað skall á efnahags-
kreppan um heim allan. Allt hrundi hér á
landi en ég ákvað þó að ég myndi ekki hætta
við úr þessu.“ Hún á tvö börn með amerísk-
um manni sem hún skildi við áður en hún
kom til landsins.
„Ég hugsaði með mér að þetta væri í lagi
því ég er mjög vinnusöm. Ég dúxaði í skóla
og fór í háskóla en starfaði sem hönnuður
samhliða námi. Ég átti börn og kenndi í
menntaskóla. Ég gat gert þetta allt saman.
Ég var að flytja til Íslands og myndi bara
læra tungumálið og þá væri þetta ekkert mál.
Þetta var þó aðeins erfiðara en ég hafði
ímyndað mér en ég hélt ótrauð áfram.“
Ester var hér á fullum námsstyrk sem
framfleytti henni og tveimur börnum hennar.
Þau höfðu það ágætt. Eftir um níu mánaða
dvöl hrundi veröld hennar þegar hún sendi
son sinn í fyrsta sinn í sumarfrí til Bandaríkj-
anna.
Ester: „Fyrrverandi maðurinn minn hvarf
með eldri son minn og ég þurfti að hætta í
skóla til að berjast fyrir því að fá hann aftur.
Allt sem ég átti og öll mín orka fór í að fá son
minn tilbaka. Ég sigraði að lokum og í dag er
allt í góðu. En eftir að hafa gefið skólann upp
á bátinn réð ég mig til vinnu á hóteli hér í bæ
og var mætt til vinnu kl. 4 á hverjum morgni
að útbúa morgunverð. Ég hafði verið í sam-
bandi með íslenskum manni síðan ég flutti til
Íslands og fljótlega eftir að ég fæ son minn
aftur heim, kemst ég að því að ég á von á lít-
illi stúlku. Hún kom í heiminn í ágúst og fljót-
lega skildi ég við barnsföður minn. Ég þurfti
að segja upp í vinnunni, vegna þess að það
ganga engir strætóar kl. 4 á morgnana og það
eru heldur engar barnfóstrur kl. 4 á morgn-
ana. Ég áttaði mig á því að ég var svo fjarri
því að vera í þeirri stöðu sem ég var búin að
skipuleggja svo lengi. Það var svo komið fyrir
mér að ég vissi ekki lengur hver ég var, ég
þekkti ekki sjálfa mig. Ég leitaði stöðugt að
vinnu eftir fæðingarorlof en eftir um 7 mánuði
var ég sigruð og sótti um atvinnuleysisbætur.
Mér var neitað í ljósi þess að ég sagði sjálf
starfi mínu lausu hjá hótelinu. Ég fór því aft-
ur í skólann í janúar á þessu ári og tók náms-
lán. Það gekk svo sem ágætlega þangað til nú
í sumar. Málið er að þú færð ekki námslán yf-
ir sumartímann og námsmenn eiga ekki rétt á
atvinnuleysisbótum yfir sumartímann ef enga
vinnu er að hafa. Hvað gerir maður þá? Ég
sótti um öll þau störf sem ég sá auglýst fyrir
sumartímann. Við eigum ekkert … Ekki
neitt.“
Það er ekki auðvelt að segja frá bláköldum
raunveruleikanum og um leið horfast í augu
við jafn ömurlegar staðreyndir. Hún brotnar
niður og gefur sér smá tíma til þess að jafna
sig áður en hún heldur áfram. Ásta og Hjör-
dís þekkja hennar stöðu og útskýra fyrir
blaðamanni hvernig sumarið mun líta út hjá
Ester og börnum hennar þremur.
Ásta: „Staða hennar í dag er hörmuleg.
Námslánin eru greidd eftir á, svo þetta er í
raun yfirdráttur. Þetta er peningur sem er
borgaður fyrir það sem þú varst að lifa á.
Auðvitað eru síðan vextir á yfirdrættinum. Ef
þú stenst prófin þá færðu útborgaða peninga
sem eiga að borga yfirdráttinn sem þú lifðir á
yfir skólaönnina.“
Hjördís: „Framfærslan hjá lánasjóði er
154.000. Mér þætti gaman að vita það hver
getur lifað á því.“
Ester: „Ég fór um daginn til Reykjavíkur
að hitta mann sem starfar fyrir kirkjuna í
þeim tilgangi að hann myndi hjálpa mér með
fjárhagsáætlun. Hann skoðaði hvað ég er með
á mánuði og hvað ég ætti eftir þegar ég hefði
lokið við að borga alla reikninga. Þetta var
aðeins fyrir grunnframfærslu, inni í þessu var
hvorki fatakaup né nein afþreying fyrir fjöl-
skylduna. Aðeins undirstaða heimilisins, leiga,
örlítil matarinnkaup, bíllinn og því um líkt.
Hann leit á tölurnar og sagði að þetta væri
ekki möguleiki. Hann sagði að það sem ég
hefði á milli handanna á góðum mánuði, þ.e.
þegar ég er í skólanum, þá væri það samt
meira en helmingi minna en ég þyrfti að hafa
til að lifa af. Ég sagði við hann að ég hefði lif-
að á þessu síðastliðna sex mánuði. Hann trúði
því ekki og steinhissa sagði hann aftur að það
væri ekki fræðilegur möguleiki.“
Ester sagðist ekki hafa verið grátandi
þennan dag og brosti um leið í gegnum tárin.
Maðurinn spurði hana hvernig hún gæti bros-
að þrátt fyrir allt og hún svaraði að það væri
það eina sem hún hefði.
Ester: „Ég er mjög góður nemandi og er
þakklát fyrir það. Hins vegar er það gríð-
arlegt áhyggjuefni að ná öllum prófunum því
ef ég misstíg mig fæ ég ekki krónu fyrir það
sem ég hef verið að eyða yfir önnina.“
Ester ætlar að taka nokkra áfanga í sumar
og fer því í sex lokapróf í ágúst. Henni var
boðið þetta svo hún gæti klárað námið sitt
sem fyrst til að geta farið á atvinnumark-
aðinn. Þrátt fyrir að taka áfanga í skólanum
yfir sumartímann fær hún þó ekki námslán í
samræmi við það.
Meingallað kerfi
Konurnar voru allar sammála um það að kerf-
ið hér á landi væri flókið og mörgum illskilj-
anlegt. Það sé mikill skortur á leiðbeiningum
og upplýsingum. Einnig telja þær viðmótið
sem þær mæta hér á landi, þess eðlis að gert
sé ráð fyrir að allir séu að svindla á kerfinu.
Ester: „Þegar ég flutti hingað fyrst var
ómögulegt fyrir mig að fá húsaleigubætur. Ég
bý á Völlunum í Reykjanesbæ og í hvert
skipti sem ég kom í bæinn til að reyna að fá
það sem ég átti rétt á var það algjörlega
ómögulegt. Ég var send fram og tilbaka.
„Nei, þú verður að fara á þennan stað fyrst
og koma svo hingað og fá stimpil,“ eða: „Nei,
þú getur ekki fengið þetta í gegn því við þurf-
um að fá þrjú afrit og þau verða að vera upp-
runaleg, mega ekki vera ljósrituð.“ Þetta var
svo mikið vesen að eftir mánuð gafst ég
hreinlega upp. Ég vissi ekki hvað ég átti að
gera.
Ég kem frá landi þar sem heilbrigðisþjón-
ustan er ekki góð. Ef þú ert ekki tryggður í
Bandaríkjunum og eitthvað kemur fyrir þá
hefurðu verra af. Hins vegar er auðvelt að
nálgast hvers kyns heilbrigðisþjónustu. Sér-
staklega fyrir börn. Börn sem koma frá fá-
tækum fjölskyldum fá alltaf læknisþjónustu
og tannlæknaþjónustu sama hversu fátæk
fjölskyldan er. Hér á Íslandi get ég ekki einu
sinni leyft mér þá hugsun að fara með börnin
mín til tannlæknis, ég gæti aldrei farið með
þau til tannlæknis og hvað þá ég sjálf.“
Laufey tekur í sama streng. Hún bjó í
Bretlandi í nokkur ár áður en hún flutti til Ís-
lands og upplifði það að vera einstæð móðir
og tekjulítil þar í landi.
Laufey: „Ég flutti heim til Íslands árið
1999 með elstu dóttur mína, eftir að hafa lent
í þeirri skelfilegu lífsreynslu að missa nýfætt
barnið mitt. Það var erfiðara að vera á Ís-
landi í þessari stöðu en að vera í Bretlandi.
Það er þetta viðhorf á Íslandi, að þú átt allt-
af að vera vinnandi og helst í þremur
vinnum, jafnvel þó þú eigir lítil börn. Fæð-
ingarorlofið er 6 mánuðir en svo áttu að fara
að vinna, jafnvel þó að það framfleyti ekki
fjölskyldunni. Ísland er sagt vera með gott
velferðarkerfi þar sem allt er frítt. Það er
langt í frá að vera sannleikur.
Ég held að það sem sé erfiðast fyrir þá
sem lifa á litlu sé að þú borgar fyrir allt hér á
landi. Það er rosalegur kostnaður í öllu, lækn-
iskostnaður, tannlæknakostnaður, skólinn fyr-
ir börnin þín. Ef þú hefur ekki efni á því þá
færðu það ekki.“
Laufey segir að viðhorf til fátæks fólks sé
heldur neikvætt og það sé nánast gert ráð
fyrir að allir séu að reyna að svindla á kerf-
inu.
Laufey: „Velferðarkerfið okkar er einhvern
veginn þannig uppbyggt, að það er gengið út
frá því að maður sé að reyna að svindla á
kerfinu. Fólkið sem virkilega uppfyllir allar
kröfur og hefur rétt á bótum er fólkið sem
þarf að vinna mest fyrir því að fá þær. Maður
er sendur á milli stofnana og fær nei hér og
nei þar og það vantar þennan stimpil. Þetta
er bara rugl.
Það má segja að þeim heiðarlegustu sé
refsað.“
Hinar taka undir þetta.
Ásta: „Það er alltaf þessi ótti hérna heima,
að ef fólk á bótum hefur það þokkalegt, ekki
gott, heldur þokkalegt, þá séu bara hundruð
manna tilbúin að reyna að komast á bæturnar
bara til þess að sleppa við það að vinna. Fólk
gerir sér ekki grein fyrir því að það velur sér
enginn að lifa svona ef hann á möguleika á
einhverju öðru.“
Ester: „Það verða alltaf einhverjir í sam-
félaginu sem eru tilbúnir að svindla á kerfinu
en það eru fáir og þeir eru nú þegar að mis-
nota kerfið og hafa það örugglega mjög fínt.“
Laufey: „Einstæðir foreldrar eru til dæmis
oft litnir hornauga. Maður heyrir svo oft að
þessir einstæðu foreldrar séu búandi með hin-
um og þessum en samt á bótum. En það eru
Hjördís: „Ástandið er orð-
ið ansi alvarlegt ef þú getur
ekki gefið barninu þínu
eina heita máltíð á dag.
Framfærslan hjá lánasjóði
er 154.000. Mér þætti
gaman að vita það hver
getur lifað á því.“
Laufey: „Velferðarkerfið
okkar er einhvern veginn
þannig uppbyggt, að það er
gengið út frá því að maður
sé að reyna að svindla á
kerfinu. Fólkið sem virki-
lega uppfyllir allar kröfur
og hefur rétt á bótum er
fólkið sem þarf að vinna
mest fyrir því að fá þær.“
Ester: „Ég leitaði stöðugt
að vinnu eftir fæðingar-
orlof en eftir um 7 mán-
uði var ég sigruð og sótti
um atvinnuleysisbætur.
Mér var neitað í ljósi þess
að ég sagði sjálf starfi
mínu lausu hjá hótelinu.“
Íris: „Það er ráðist á
ábyrgðarmennina, fár-
veika, aldraða foreldra
mína. Það er ekkert tillit
tekið til aðstæðna, hvorki
til þess sem ég lenti í, né til
veikinda þeirra.“
PI
PA
R\
TB
W
A
-S
ÍA
-1
3
1
5
7
4